Tvisvar verður gamall maður barn 20. september 2005 00:01 Á laugardagsmorgni, fyrir rúmri viku, vaknaði ég snemma og leit út um gluggann og leit þessa dýrðlegu stund í veðri og náttúru. Sólris, stillilogn, tært loft, spegilsléttur sjór. Ég upplifði sterkt þá tilfinningu að vera barn þessarar náttúru, barn aftur, og þakkaði fyrir að fá að vera til. Ennþá. Eftir því sem lífið lengist, því styttra finnst mér það verða. Í þessu kann að leynast þversögn en samt er þetta satt. Það er í rauninni ógnvekjandi, hvað hratt líður stund, sumarið búið áður en maður veit af og svo kemur haustið og jólin eftir nokkrar vikur og heilt ár liðið "eins og það hefði gerst í gær". Þegar ég var yngri var tíminn miklu lengur að líða. Maður beið eftir því að verða fullorðinn, beið eftir morgundeginum, helginni eða afmælinu, og þessi bið ætlaði aldrei að taka enda og silaðist áfram eins og heil eilífð. Nú renna dagarnir og árin framhjá með ógnarhraða og samferðarmennirnir hverfa af sjónarsviðinu einn af öðrum og hvenær kemur röðin að mér? Eins gott að njóta lifsins, nota dagana, nýta hverja stund, ekki satt, og maður keppist við. En hvernig? Sú var einmitt tíðin að maður vann og vann og kepptist við á framabrautinni og tók fullan þátt í kapphlaupinu um lífsþægindin til að eiga eitthvað eftir þegar ellin færðist yfir og maður beið eftir efri árunum til að njóta þeirra, hætta harkinu, hætta öllu puðinu og setjast í helgan stein.Og svo rennur þetta tímabil upp á ævi manns, þessi svokölluðu efri ár og maður stendur eins og illa gerður hlutur og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Óttast tómarúmið. Hræðist að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Kann ekki að lifa lífinu. Þetta er flókin þraut og enn ein þversögnin. Það er því miður ekki til nein formúla fyrir því hvernig menn eigi að verja tíma sínum og njóta lífsnautnarinnar. Sumir fá útrás með því að vinna, aðrir hamast við að skemmta sér eða ferðast eða taka til i garðinum eða sitja bara fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir næsta þætti. Lesa blöðin, kíkja í tölvuna (fyrir þá sem það kunna), láta sér leiðast, muna eftir afmælisdögum í fjölskyldunni og svo er auðvitað þetta algengasta, að takast á við veikindi. Slæmur í baki, með of háan blóðþrýsting, verður að gæta mataræðis og til er fólk sem situr heima og telur peningana sína og er enn að spara til elliáranna, þó þau séu löngu komin. Og deyr svo frá öllu saman. Ég veit það ekki, það er vitaskuld undir hverjum og einum komið, hvað honum finnst lífsnautn, það sem mér finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt en eftir því sem árin færast yfir, er mér í fyrsta lagi ljóst, hvað okkur er lítill tími skammtaður. Í öðru lagi að muna eftir því að dagurinn í dag er dagurinn sem þú lifir, augnablikið í lífi þínu sem aldrei kemur aftur. Verðmætin liggja ekki í stöðutáknum, yfirlæti, veraldlegum auðæfum eða langri ferilskrá. Lífið gengur ekki út á að gera, heldur að vera. Vera til, gleðjast, njóta, vera ekki neitt nema þessi eini einstaklingur, barn náttúrunnar, barnið sem í þér býr og lifir og hefur hlotnast sú gæfa að fæðast inn í þennan heim. Í örskamma stund. Þú kemur og þú ferð. Og til hvers þá að spilla þessari stuttu dvöl með því að ergja sig út í aðra, fyllast reiði eða hatri eða belgja sig út af vandlætingu vegna þess að manni finnst að einhver hefði átt að gera eitthvað öðru vísi en þú vildir. Svo ekki sé nú talað um hégómann í lífi okkar sem ekki kemur að miklum notum þegar þú ert lagstur láréttur í kirkjugarðinn. Þar liggur allt það fólk, sem gekk þessa sömu götu og við, gerði samskonar mistök, hafði samskonar væntingar og þeir sem á undan komu og á eftir fóru og áttaði sig ekki á því, frekar en við, að ævin er of stutt, til að gera annað og merkilegra en það eitt að vera til. Þegar sólin varpaði geislum sínum inn í svefnherbergiðg mitt þennan laugardagsmorgun fyrir rúmri viku, varð ég barn í annað sinn. Tvisvar verður gamall maður barn. Eins og lífið sjálft hefði staðið í stað. Það hefur allt breyst og þó hefur ekkert breyst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fastir pennar Mest lesið Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Á laugardagsmorgni, fyrir rúmri viku, vaknaði ég snemma og leit út um gluggann og leit þessa dýrðlegu stund í veðri og náttúru. Sólris, stillilogn, tært loft, spegilsléttur sjór. Ég upplifði sterkt þá tilfinningu að vera barn þessarar náttúru, barn aftur, og þakkaði fyrir að fá að vera til. Ennþá. Eftir því sem lífið lengist, því styttra finnst mér það verða. Í þessu kann að leynast þversögn en samt er þetta satt. Það er í rauninni ógnvekjandi, hvað hratt líður stund, sumarið búið áður en maður veit af og svo kemur haustið og jólin eftir nokkrar vikur og heilt ár liðið "eins og það hefði gerst í gær". Þegar ég var yngri var tíminn miklu lengur að líða. Maður beið eftir því að verða fullorðinn, beið eftir morgundeginum, helginni eða afmælinu, og þessi bið ætlaði aldrei að taka enda og silaðist áfram eins og heil eilífð. Nú renna dagarnir og árin framhjá með ógnarhraða og samferðarmennirnir hverfa af sjónarsviðinu einn af öðrum og hvenær kemur röðin að mér? Eins gott að njóta lifsins, nota dagana, nýta hverja stund, ekki satt, og maður keppist við. En hvernig? Sú var einmitt tíðin að maður vann og vann og kepptist við á framabrautinni og tók fullan þátt í kapphlaupinu um lífsþægindin til að eiga eitthvað eftir þegar ellin færðist yfir og maður beið eftir efri árunum til að njóta þeirra, hætta harkinu, hætta öllu puðinu og setjast í helgan stein.Og svo rennur þetta tímabil upp á ævi manns, þessi svokölluðu efri ár og maður stendur eins og illa gerður hlutur og veit ekki sitt rjúkandi ráð. Óttast tómarúmið. Hræðist að hafa ofan af fyrir sjálfum sér. Kann ekki að lifa lífinu. Þetta er flókin þraut og enn ein þversögnin. Það er því miður ekki til nein formúla fyrir því hvernig menn eigi að verja tíma sínum og njóta lífsnautnarinnar. Sumir fá útrás með því að vinna, aðrir hamast við að skemmta sér eða ferðast eða taka til i garðinum eða sitja bara fyrir framan sjónvarpið og bíða eftir næsta þætti. Lesa blöðin, kíkja í tölvuna (fyrir þá sem það kunna), láta sér leiðast, muna eftir afmælisdögum í fjölskyldunni og svo er auðvitað þetta algengasta, að takast á við veikindi. Slæmur í baki, með of háan blóðþrýsting, verður að gæta mataræðis og til er fólk sem situr heima og telur peningana sína og er enn að spara til elliáranna, þó þau séu löngu komin. Og deyr svo frá öllu saman. Ég veit það ekki, það er vitaskuld undir hverjum og einum komið, hvað honum finnst lífsnautn, það sem mér finnst skemmtilegt finnst öðrum leiðinlegt en eftir því sem árin færast yfir, er mér í fyrsta lagi ljóst, hvað okkur er lítill tími skammtaður. Í öðru lagi að muna eftir því að dagurinn í dag er dagurinn sem þú lifir, augnablikið í lífi þínu sem aldrei kemur aftur. Verðmætin liggja ekki í stöðutáknum, yfirlæti, veraldlegum auðæfum eða langri ferilskrá. Lífið gengur ekki út á að gera, heldur að vera. Vera til, gleðjast, njóta, vera ekki neitt nema þessi eini einstaklingur, barn náttúrunnar, barnið sem í þér býr og lifir og hefur hlotnast sú gæfa að fæðast inn í þennan heim. Í örskamma stund. Þú kemur og þú ferð. Og til hvers þá að spilla þessari stuttu dvöl með því að ergja sig út í aðra, fyllast reiði eða hatri eða belgja sig út af vandlætingu vegna þess að manni finnst að einhver hefði átt að gera eitthvað öðru vísi en þú vildir. Svo ekki sé nú talað um hégómann í lífi okkar sem ekki kemur að miklum notum þegar þú ert lagstur láréttur í kirkjugarðinn. Þar liggur allt það fólk, sem gekk þessa sömu götu og við, gerði samskonar mistök, hafði samskonar væntingar og þeir sem á undan komu og á eftir fóru og áttaði sig ekki á því, frekar en við, að ævin er of stutt, til að gera annað og merkilegra en það eitt að vera til. Þegar sólin varpaði geislum sínum inn í svefnherbergiðg mitt þennan laugardagsmorgun fyrir rúmri viku, varð ég barn í annað sinn. Tvisvar verður gamall maður barn. Eins og lífið sjálft hefði staðið í stað. Það hefur allt breyst og þó hefur ekkert breyst.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun