Sport

Erfið ákvörðun að fara frá FH

"Það má segja að þetta séu þrír eins árs samningar," sagði Leifur Garðarsson, fyrrum aðstoðarþjálfari FH, við Fréttablaðið eftir að hann skrifaði undir þriggja ára samning sem aðalþjálfari Fylkis í Árbænum. Ólafur Jóhannesson, þjálfari FH, segir að ráðning Leifs í Árbæinn sé besta ákvörðun Fylkis í áraraðir.Leifur segir að það hafi verið hræðilega erfið ákvörðun að skilja við FH eftir þrjú frábær ár sem aðstoðarþjálfari. Hann kom til starfa vorið 2003 þegar FH var spáð falli en liðið varð í 2. sæti og svo Íslandsmeistari næstu tvö árin á eftir.Leifur segist vonast til þess að ná góðum árangri með Fylkisliðið og það strax. "Hjá Fylki er allt fyrir hendi til að ná góðum árangri ef menn stilla saman strengi sína."Nokkrir lykilmenn Fylkis eins og Helgi Valur Daníelsson, Valur Fannar Gíslason og Haukur Ingi Guðnason eru allir með lausa samninga. Samningaviðræður við þá standa nú yfir og bendir allt til þess að þeir verði áfram í herbúðum liðsins. Að sögn Harðar Antonssonar, formanns meistaraflokksráðs Fylkis, er jafnframt ætlunin að styrkja liðið með þremur öflugum leikmönnum og er sú leit þegar hafin.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×