Opið bréf til Styrmis Gunnarssonar 26. september 2005 00:01 Styrmir Gunnarsson: "Því þykir mér sem þú skuldir mér og öðrum svör við ýmsu því sem þú hefur látið ósvaraðí greinum þínum í Morgunblaðinu hingað til - þótt langar séu." Sæll Styrmir. Ekki er nú beint skemmtilegt að fylgjast með vandræðum þínum þessa dagana og skapi næst væri mér að láta duga að aðrir fjölluðu bara um þetta mál allt saman. En þar sem það eru fáein atriði í málinu sem ég hef enn ekki fengið botn í þá hlýt ég að snúa mér beint til þín og bið hér með um skýringar. Því tölvupóstar þínar og Jónínu Benediktsdóttur eru því miður ekki þitt einkamál þar eð þeir snerta augljóslega opinbert sakamál af áður óþekktri stærðargráðu og afskipti áhrifamanna í stjórnmálum að því. Því þykir mér sem þú skuldir mér og öðrum svör við ýmsu því sem þú hefur látið ósvarað í greinum þínum í Morgunblaðinu hingað til ? þótt langar séu. Rétt er hins vegar og skylt að taka fram að ég, sem fyrrverandi ritstjóri DV, harma þann pól sem ritstjórar þess tóku í hæðina í þessu máli. Davíð Oddsson. "Hér er augljóslega átt við Davíð Oddsson. Við þurfum ekkert að tala neina tæpitungu um það. En af hverju dúkkar Davíð enn upp í þessu sambandi?"Af hverju vildi Jónína fá Davíð til að hringja í Jón Gerald? En í fyrsta lagi: Í einu tölvubréfinu stingur Jónína upp á því að Davíð Oddsson hringi í Jón Gerald til að "róa hann". Hefur þú einhverja skýringu á því af hverju henni datt í hug Davíð í þessu sambandi? Höfðuð þið rætt ykkar á milli hugsanlega ?aðkomu? Davíðs að málinu? Var Davíð Oddsson kannski þegar kominn að málinu með einhverjum hætti? Hafðir þú rætt málið við Davíð á einn eða annan hátt? Þá eða síðar? Eða kynnt það fyrir honum með öðru móti? Eða veist þú til þess að þeir nánu trúnaðarmenn hans sem þú varst í sambandi við vegna málsins (Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson) hafi rætt málið við Davíð? Er sennilegt að Kjartan og Jón Steinar hafi aldrei rætt við Davíð um málið? Og í því tilviki, veistu hvað Davíð lagði þá til málanna? Og hafir þú sjálfir ekki rætt málið við Davíð, finnst þér sennilegt (og nú ætla ég þér að spekúlera, ég veit það) að Jón Steinar og Kjartan hafi aldrei sett Davíð inn í málið? Með tilliti til þess að þeir tveir eru hvorki meira né minna en nánustu vinir Davíðs og öflugustu ráðgjafar hans í pólitík. Kjartan Gunnarsson. "Skýring (Kjartans) þótti flestum með mestu ólíkindum, enda virðist hún stangast alveg á við grein þína í Morgunblaðinu á laugardag." Hvers vegna ber Styrmi og Kjartani ekki saman? Í öðru lagi: Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á laugardagsmorgun að þið tveir hafið aðeins rætt málið í tengslum við hvort Jón Steinar væri hæfur til að annast málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger. En ekki minnst á nein efnisatriði málsins. Sú skýring þótti flestum með mestu ólíkindum, enda virðist hún stangast alveg á við grein þína í Morgunblaðinu á laugardag þar sem fram kemur að þú hafir ekki þurft neinar ráðleggingar um hæfi og hæfni Jóns Steinars. Hefur þú skýringu á þessu misræmi í orðum ykkar Kjartans? Getur þú upplýst hvað og hversu oft þið Kjartan rædduð mál Jóns Geralds og hvað ykkur fór á milli? Geir H. Haarde. "Þó ætti jafnvel ófróðari mönnum en þér um stjórnsýslu á Íslandi eða vera ljóst að skattrannsóknarstjóri hefði einmitt alls ekki átt að ræða þetta mál við fjármálaráðherra.Seinagangur skattrannsóknarstjóra Í þriðja lagi: Í einum tölvupósti þínum til Jónínu Benediktsdóttur virðist þú sýta það að skattrannsóknarstjóri skuli ekki þegar hafa brugðist við upplýsingum um Baugsfeðga sem hann hafði fengið sendar. Og þú varpar fram þeirri hugmynd að seinagangur hans kunni að stafa af því að hann sé að bíða eftir því að ræða málið við Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem sé erlendis. Þó ætti jafnvel ófróðari mönnum en þér um stjórnsýslu á Íslandi að vera ljóst að skattrannsóknarstjóri hefði einmitt alls ekki átt að ræða þetta mál við fjármálaráðherra ? heldur taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvort hann gripi til aðgerða. Það gerði skattrannsóknarstjóri reyndar og ákvað að aðhafast ekkert. Hvers vegna átti að bíða eftir fjármálaráðherra? En hvers vegna fannst þér líklegt að hann væri að bíða eftir Geir Haarde? Var það reynsla þín að æðstu embættismenn tækju ekki ákvarðanir nema að höfðu samráði við stjórnmálamenn? Jónína Benediktsdóttir. "Því tölvupóstar þínir og Jónínu Benediktsdóttur eru því miður ekki þitt einkamál."Í fjórða lagi: Í einum tölvupósti þínum til Jónínu segir orðrétt: "Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er algjörlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Jón Gerald Sullenberger. "Það má lesa á milli línanna að Jón Gerald hafi haft af því áhyggjur að hvort Jón Steinar Gunnlaugsson myndi vinna af heilindum að máli hans."Undarlegt orðalag Hvað á þessi klausa að þýða? Það má lesa milli línanna að Jón Gerald hafi haft áhyggjur af því hvort Jón Steinar Gunnlaugsson myndi vinna af heilindum að máli hans ? meðal annars, en greinilega ekki eingöngu, út af kynnum sínum við Tryggva Jónsson, sem var einn af helstu mönnum Baugs á þeim tíma. Og þið Jónína hafið þurft að sannfæra Jón Gerald um að Jón Steinar mundi ekki láta kynni sín af nokkrum málsaðila koma í veg fyrir að hann ynni af trúfestu að málinu. Gott og vel. En af hverju tekurðu svona til orða: "Þetta er eins innmúrað og innvígt og nokkur hlutur getur verið." Hvað, með leyfi? Þú sagðir í Morgunblaðsgreininni á laugardag að þú hafir viljað taka sterkt til orða til að róa Jón Gerald að fullu, eitthvað svoleiðis. Jón Steinar Gunnlaugsson. "Tryggð (Jóns Steinars) við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur""Tryggð hans við ónefndan mann" En maður tekur ekki svona til orða þegar maður ætlar að sannfæra annan um að tiltekinn lögfræðingur sé ábyggilegur og traustur og heiðarlegur. Nei, þetta ber miklu frekar keim af því að þú hafir viljað láta Jónínu bera Jóni Gerald þau skilaboð að málið sé öruggt í höndunum á "innmúruðum" og "innvígðum" hópi manna - ekki einum manni. Er það ekki réttur skilningur hjá mér? Svo segir þú Jónínu að þú munir kanna tengsl Jóns Steinars við Tryggva Jónsson en brýnir fyrir henni að hafa ekki áhyggjur því "tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur". "Ónefndi maðurinn" er augljóslega Davíð Hér er augljóslega átt við Davíð Oddsson. Við þurfum ekkert að tala neina tæpitungu um það. En af hverju dúkkar Davíð enn upp í þessu sambandi? Af hverju er það merki um að Jóni Steinari sé treystandi til að fleipra engu í Tryggva Jónsson að tryggð hans við Davíð sé svona innmúruð? (Voðalegt frímúraorðalag er þetta annars! Manni dettur jafnvel í hug klíka!) Af hverju er tryggð Jóns Steinars við akkúrat Davíð Oddsson merki um hvað hann sé pottþéttur í þessu máli? Nema af því Davíð hafi komið við sögu í málinu. Og að minnsta kosti hafi það verið trú ykkar Jónínu að afstaða manna til Davíðs skipti öllu í því hvernig þeir mundu bregðast við í þessu máli. Ekki afstaða þeirra til heiðarleika í viðskiptum eða nokkurs af því tagi. Nei - það skipti ekki höfuðmáli. Bara afstaðan til Davíðs skipti máli. Og hvernig stendur á því, Styrmir? Haraldur Johannessen. "Þessi spurning hlýtur að vakna þar sem Haraldur er þér gagnkunnugur sem sonur samstjóra þíns í áratugi, Matthíasar Johannessen."Ræddi Styrmir við Harald Johannessen? Í fimmta lagi: Úr því sem komið er - úr því það er í ljós komið að þú hefur rætt þessi mál við ýmislegt fólk, þá er nauðsynlegt að spyrja að einu. Nefnilega þessu: á þeim tíma sem hér um ræðir, ræddir þú Baugsmál einhvern tíma við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra? Eða komst þú til hans, með beinum eða óbeinum hætti, einhverjum upplýsingum eða gögnum varðandi málið? Þessi spurning hlýtur að vakna þar sem Haraldur er þér gagnkunnugur sem sonur samstjóra þíns í áratugi, Matthíasar Johannessen. Og þar sem þú varst augljóslega innsti koppur í búri þess að koma málum Jóns Geralds áleiðis í kerfinu þá er því miður hreint ekki fráleitt að álykta að þú kynnir að hafa haft samband við Harald vegna málsins. Það er að minnsta kosti ástæða til að spyrja. Gerðir þú það? Eðlilegar spurningar Það væri gott að fá þetta allt saman á hreint. Þessar spurningar held ég séu allar eðlilegar eins og málið er vaxið. Og nauðsynlegt að fá svör við þeim úr því sem komið er. Til að hreinsa andrúmsloftið. Illugi Jökulsson > Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Á kassanum Illugi Jökulsson Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Styrmir Gunnarsson: "Því þykir mér sem þú skuldir mér og öðrum svör við ýmsu því sem þú hefur látið ósvaraðí greinum þínum í Morgunblaðinu hingað til - þótt langar séu." Sæll Styrmir. Ekki er nú beint skemmtilegt að fylgjast með vandræðum þínum þessa dagana og skapi næst væri mér að láta duga að aðrir fjölluðu bara um þetta mál allt saman. En þar sem það eru fáein atriði í málinu sem ég hef enn ekki fengið botn í þá hlýt ég að snúa mér beint til þín og bið hér með um skýringar. Því tölvupóstar þínar og Jónínu Benediktsdóttur eru því miður ekki þitt einkamál þar eð þeir snerta augljóslega opinbert sakamál af áður óþekktri stærðargráðu og afskipti áhrifamanna í stjórnmálum að því. Því þykir mér sem þú skuldir mér og öðrum svör við ýmsu því sem þú hefur látið ósvarað í greinum þínum í Morgunblaðinu hingað til ? þótt langar séu. Rétt er hins vegar og skylt að taka fram að ég, sem fyrrverandi ritstjóri DV, harma þann pól sem ritstjórar þess tóku í hæðina í þessu máli. Davíð Oddsson. "Hér er augljóslega átt við Davíð Oddsson. Við þurfum ekkert að tala neina tæpitungu um það. En af hverju dúkkar Davíð enn upp í þessu sambandi?"Af hverju vildi Jónína fá Davíð til að hringja í Jón Gerald? En í fyrsta lagi: Í einu tölvubréfinu stingur Jónína upp á því að Davíð Oddsson hringi í Jón Gerald til að "róa hann". Hefur þú einhverja skýringu á því af hverju henni datt í hug Davíð í þessu sambandi? Höfðuð þið rætt ykkar á milli hugsanlega ?aðkomu? Davíðs að málinu? Var Davíð Oddsson kannski þegar kominn að málinu með einhverjum hætti? Hafðir þú rætt málið við Davíð á einn eða annan hátt? Þá eða síðar? Eða kynnt það fyrir honum með öðru móti? Eða veist þú til þess að þeir nánu trúnaðarmenn hans sem þú varst í sambandi við vegna málsins (Kjartan Gunnarsson og Jón Steinar Gunnlaugsson) hafi rætt málið við Davíð? Er sennilegt að Kjartan og Jón Steinar hafi aldrei rætt við Davíð um málið? Og í því tilviki, veistu hvað Davíð lagði þá til málanna? Og hafir þú sjálfir ekki rætt málið við Davíð, finnst þér sennilegt (og nú ætla ég þér að spekúlera, ég veit það) að Jón Steinar og Kjartan hafi aldrei sett Davíð inn í málið? Með tilliti til þess að þeir tveir eru hvorki meira né minna en nánustu vinir Davíðs og öflugustu ráðgjafar hans í pólitík. Kjartan Gunnarsson. "Skýring (Kjartans) þótti flestum með mestu ólíkindum, enda virðist hún stangast alveg á við grein þína í Morgunblaðinu á laugardag." Hvers vegna ber Styrmi og Kjartani ekki saman? Í öðru lagi: Kjartan Gunnarsson framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins hélt því fram í yfirlýsingu sem hann sendi frá sér á laugardagsmorgun að þið tveir hafið aðeins rætt málið í tengslum við hvort Jón Steinar væri hæfur til að annast málarekstur fyrir Jón Gerald Sullenberger. En ekki minnst á nein efnisatriði málsins. Sú skýring þótti flestum með mestu ólíkindum, enda virðist hún stangast alveg á við grein þína í Morgunblaðinu á laugardag þar sem fram kemur að þú hafir ekki þurft neinar ráðleggingar um hæfi og hæfni Jóns Steinars. Hefur þú skýringu á þessu misræmi í orðum ykkar Kjartans? Getur þú upplýst hvað og hversu oft þið Kjartan rædduð mál Jóns Geralds og hvað ykkur fór á milli? Geir H. Haarde. "Þó ætti jafnvel ófróðari mönnum en þér um stjórnsýslu á Íslandi eða vera ljóst að skattrannsóknarstjóri hefði einmitt alls ekki átt að ræða þetta mál við fjármálaráðherra.Seinagangur skattrannsóknarstjóra Í þriðja lagi: Í einum tölvupósti þínum til Jónínu Benediktsdóttur virðist þú sýta það að skattrannsóknarstjóri skuli ekki þegar hafa brugðist við upplýsingum um Baugsfeðga sem hann hafði fengið sendar. Og þú varpar fram þeirri hugmynd að seinagangur hans kunni að stafa af því að hann sé að bíða eftir því að ræða málið við Geir H. Haarde fjármálaráðherra sem sé erlendis. Þó ætti jafnvel ófróðari mönnum en þér um stjórnsýslu á Íslandi að vera ljóst að skattrannsóknarstjóri hefði einmitt alls ekki átt að ræða þetta mál við fjármálaráðherra ? heldur taka sjálfstæðar ákvarðanir um hvort hann gripi til aðgerða. Það gerði skattrannsóknarstjóri reyndar og ákvað að aðhafast ekkert. Hvers vegna átti að bíða eftir fjármálaráðherra? En hvers vegna fannst þér líklegt að hann væri að bíða eftir Geir Haarde? Var það reynsla þín að æðstu embættismenn tækju ekki ákvarðanir nema að höfðu samráði við stjórnmálamenn? Jónína Benediktsdóttir. "Því tölvupóstar þínir og Jónínu Benediktsdóttur eru því miður ekki þitt einkamál."Í fjórða lagi: Í einum tölvupósti þínum til Jónínu segir orðrétt: "Þið þurfið ekki að hafa áhyggjur af þessu með Jón Steinar. Hann er algjörlega pottþéttur maður. Þegar ég talaði um þetta mál við Jón Steinar hafði ég Kjartan með. Þetta er eins innmúrað og innvígt eins og nokkur hlutur getur verið. Ég þekki hins vegar ekki samband Jóns Steinars og Tryggva og mun kanna það. En það er alveg sama hvaða menn Jón Steinar þekkir. Tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur." Jón Gerald Sullenberger. "Það má lesa á milli línanna að Jón Gerald hafi haft af því áhyggjur að hvort Jón Steinar Gunnlaugsson myndi vinna af heilindum að máli hans."Undarlegt orðalag Hvað á þessi klausa að þýða? Það má lesa milli línanna að Jón Gerald hafi haft áhyggjur af því hvort Jón Steinar Gunnlaugsson myndi vinna af heilindum að máli hans ? meðal annars, en greinilega ekki eingöngu, út af kynnum sínum við Tryggva Jónsson, sem var einn af helstu mönnum Baugs á þeim tíma. Og þið Jónína hafið þurft að sannfæra Jón Gerald um að Jón Steinar mundi ekki láta kynni sín af nokkrum málsaðila koma í veg fyrir að hann ynni af trúfestu að málinu. Gott og vel. En af hverju tekurðu svona til orða: "Þetta er eins innmúrað og innvígt og nokkur hlutur getur verið." Hvað, með leyfi? Þú sagðir í Morgunblaðsgreininni á laugardag að þú hafir viljað taka sterkt til orða til að róa Jón Gerald að fullu, eitthvað svoleiðis. Jón Steinar Gunnlaugsson. "Tryggð (Jóns Steinars) við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur""Tryggð hans við ónefndan mann" En maður tekur ekki svona til orða þegar maður ætlar að sannfæra annan um að tiltekinn lögfræðingur sé ábyggilegur og traustur og heiðarlegur. Nei, þetta ber miklu frekar keim af því að þú hafir viljað láta Jónínu bera Jóni Gerald þau skilaboð að málið sé öruggt í höndunum á "innmúruðum" og "innvígðum" hópi manna - ekki einum manni. Er það ekki réttur skilningur hjá mér? Svo segir þú Jónínu að þú munir kanna tengsl Jóns Steinars við Tryggva Jónsson en brýnir fyrir henni að hafa ekki áhyggjur því "tryggð hans við ónefndan mann er innmúruð og ófrávíkjanleg og þess vegna þurfið þið Jón Gerald ekki að hafa nokkrar áhyggjur". "Ónefndi maðurinn" er augljóslega Davíð Hér er augljóslega átt við Davíð Oddsson. Við þurfum ekkert að tala neina tæpitungu um það. En af hverju dúkkar Davíð enn upp í þessu sambandi? Af hverju er það merki um að Jóni Steinari sé treystandi til að fleipra engu í Tryggva Jónsson að tryggð hans við Davíð sé svona innmúruð? (Voðalegt frímúraorðalag er þetta annars! Manni dettur jafnvel í hug klíka!) Af hverju er tryggð Jóns Steinars við akkúrat Davíð Oddsson merki um hvað hann sé pottþéttur í þessu máli? Nema af því Davíð hafi komið við sögu í málinu. Og að minnsta kosti hafi það verið trú ykkar Jónínu að afstaða manna til Davíðs skipti öllu í því hvernig þeir mundu bregðast við í þessu máli. Ekki afstaða þeirra til heiðarleika í viðskiptum eða nokkurs af því tagi. Nei - það skipti ekki höfuðmáli. Bara afstaðan til Davíðs skipti máli. Og hvernig stendur á því, Styrmir? Haraldur Johannessen. "Þessi spurning hlýtur að vakna þar sem Haraldur er þér gagnkunnugur sem sonur samstjóra þíns í áratugi, Matthíasar Johannessen."Ræddi Styrmir við Harald Johannessen? Í fimmta lagi: Úr því sem komið er - úr því það er í ljós komið að þú hefur rætt þessi mál við ýmislegt fólk, þá er nauðsynlegt að spyrja að einu. Nefnilega þessu: á þeim tíma sem hér um ræðir, ræddir þú Baugsmál einhvern tíma við Harald Johannessen ríkislögreglustjóra? Eða komst þú til hans, með beinum eða óbeinum hætti, einhverjum upplýsingum eða gögnum varðandi málið? Þessi spurning hlýtur að vakna þar sem Haraldur er þér gagnkunnugur sem sonur samstjóra þíns í áratugi, Matthíasar Johannessen. Og þar sem þú varst augljóslega innsti koppur í búri þess að koma málum Jóns Geralds áleiðis í kerfinu þá er því miður hreint ekki fráleitt að álykta að þú kynnir að hafa haft samband við Harald vegna málsins. Það er að minnsta kosti ástæða til að spyrja. Gerðir þú það? Eðlilegar spurningar Það væri gott að fá þetta allt saman á hreint. Þessar spurningar held ég séu allar eðlilegar eins og málið er vaxið. Og nauðsynlegt að fá svör við þeim úr því sem komið er. Til að hreinsa andrúmsloftið. Illugi Jökulsson >
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun
Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson Skoðun