Prinsipp og gamlir tímar 27. september 2005 00:01 Í kjölfar birtingar Fréttablaðsins á upplýsingum um aðkomu ritstjóra Morgunblaðsins, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og eins helsta ráðgjafa formanns Sjálfstæðisflokksins að því máli sem seinna varð kæra á hendur Baugi hafa blaðamenn Fréttablaðsins mátt sæta þungum sökum. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, talar um að með þessum fréttum, þar sem þrír af hans nánustu ráðgjöfum eru í aðalhlutverkum, sé verið að misnota fjölmiðla. Einn þeirra, Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar varnargrein í blað sitt í gær og lætur liggja að því sama, að blaðamenn Fréttablaðsins láti misnota sig. Þar segir Styrmir meðal annars þetta: "Allt er þetta mál umhugsunarefni fyrir starfsfólk fjölmiðla. Nú er á fjölmiðlunum hér stór hópur vel menntaðs ungs fólks, sem kann vel til verka og veit sínu viti. Er það tilbúið til að láta nota sig í hvað sem er?" Í raun er þetta ekki skrítinn þankagangur miðað við hvernig Styrmir rekur sinn fjölmiðil þar sem blaðamenn eru látnir þýða greinar fyrir einstaklinga úti í bæ, sem eru að íhuga málaferli gegn fyrirtækjum sem ritstjórinn vonar að verði rannsökuð. Það er hins vegar alls engin ástæða fyrir Styrmi að ætla öðrum það sem hann praktíserar á sinni ritstjórn. Við sem störfum á Fréttablaðinu höfum ekki verið misnotuð. Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði ekki fyrir svo alls löngu grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði átökin sem hafa staðið milli viðskipta og stjórnmála á Íslandi "fjörbrot deyjandi valds" og átti með því við að viðskiptalífið væri að hrista af sér gömul tök sem stjórnmálaflokkarnir ættu erfitt með að losa um. Fréttir Fréttablaðsins af fundarhöldum manna úr innsta kjarna í Sjálfstæðisflokknum um mál Jóns Geralds og Baugs sýna þessa baráttu í hnotskurn. Viðbrögð og ásakanir Styrmis og Davíðs um misnotkun á fjölmiðlum gera það líka. Þetta eru menn sem ólust upp við að stjórnmálaflokkar gáfu út dagblöð sem gengu óhikað og grímulaust erinda þessara sömu flokka. Sem ritstjóri Morgunblaðsins sat Styrmir sat til dæmis svo árum skipti þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Þann gamla veruleika virðast Styrmir og Davíð eiga erfitt með að hrista af sér. Það er engu líka en þeir trúi að stjórnendur Fréttablaðsins sitji stjórnarfundi Baugs og plotti um hvernig eigi að haga skrifum blaðsins. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur árum saman þurft að sitja undir svipuðum ásökunum um að draga taum eigenda sinna. Þetta afsannaðist svo ekki varð um villst fyrir tveimur árum þegar einn af þáverandi eigendum stöðvarinnar reyndi að stöðva frétt um að tiltekinn banki hefði boðið ráðherra í lax, á þeim forsendum að fréttin gæti truflað viðkvæmar samningaviðræður eigendanna við þennan sama banka. Allt varð vitlaust á fréttastofunni, málið komst í hámæli og fréttin fór í loftið daginn eftir og fékk miklu meiri athygli en ella. Lærdómurinn af þeirri uppákomu var að fréttamönnunum þótti vænna um sín prinsipp en hagsmuni eigenda Stöðvar 2. Hið sama gildir um okkur sem vinnum á Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Jón Kaldal Mest lesið Halldór 28.12.2024 Halldór Veðurstofa Sjálfstæðisflokksins frestar fundi Daníel Hjörvar Guðmundsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Orkuverð og sæstrengir Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Í kjölfar birtingar Fréttablaðsins á upplýsingum um aðkomu ritstjóra Morgunblaðsins, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins og eins helsta ráðgjafa formanns Sjálfstæðisflokksins að því máli sem seinna varð kæra á hendur Baugi hafa blaðamenn Fréttablaðsins mátt sæta þungum sökum. Davíð Oddsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, talar um að með þessum fréttum, þar sem þrír af hans nánustu ráðgjöfum eru í aðalhlutverkum, sé verið að misnota fjölmiðla. Einn þeirra, Styrmir Gunnarsson ritstjóri Morgunblaðsins, skrifar varnargrein í blað sitt í gær og lætur liggja að því sama, að blaðamenn Fréttablaðsins láti misnota sig. Þar segir Styrmir meðal annars þetta: "Allt er þetta mál umhugsunarefni fyrir starfsfólk fjölmiðla. Nú er á fjölmiðlunum hér stór hópur vel menntaðs ungs fólks, sem kann vel til verka og veit sínu viti. Er það tilbúið til að láta nota sig í hvað sem er?" Í raun er þetta ekki skrítinn þankagangur miðað við hvernig Styrmir rekur sinn fjölmiðil þar sem blaðamenn eru látnir þýða greinar fyrir einstaklinga úti í bæ, sem eru að íhuga málaferli gegn fyrirtækjum sem ritstjórinn vonar að verði rannsökuð. Það er hins vegar alls engin ástæða fyrir Styrmi að ætla öðrum það sem hann praktíserar á sinni ritstjórn. Við sem störfum á Fréttablaðinu höfum ekki verið misnotuð. Hallgrímur Helgason rithöfundur skrifaði ekki fyrir svo alls löngu grein í Fréttablaðið þar sem hann kallaði átökin sem hafa staðið milli viðskipta og stjórnmála á Íslandi "fjörbrot deyjandi valds" og átti með því við að viðskiptalífið væri að hrista af sér gömul tök sem stjórnmálaflokkarnir ættu erfitt með að losa um. Fréttir Fréttablaðsins af fundarhöldum manna úr innsta kjarna í Sjálfstæðisflokknum um mál Jóns Geralds og Baugs sýna þessa baráttu í hnotskurn. Viðbrögð og ásakanir Styrmis og Davíðs um misnotkun á fjölmiðlum gera það líka. Þetta eru menn sem ólust upp við að stjórnmálaflokkar gáfu út dagblöð sem gengu óhikað og grímulaust erinda þessara sömu flokka. Sem ritstjóri Morgunblaðsins sat Styrmir sat til dæmis svo árum skipti þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins. Þann gamla veruleika virðast Styrmir og Davíð eiga erfitt með að hrista af sér. Það er engu líka en þeir trúi að stjórnendur Fréttablaðsins sitji stjórnarfundi Baugs og plotti um hvernig eigi að haga skrifum blaðsins. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur árum saman þurft að sitja undir svipuðum ásökunum um að draga taum eigenda sinna. Þetta afsannaðist svo ekki varð um villst fyrir tveimur árum þegar einn af þáverandi eigendum stöðvarinnar reyndi að stöðva frétt um að tiltekinn banki hefði boðið ráðherra í lax, á þeim forsendum að fréttin gæti truflað viðkvæmar samningaviðræður eigendanna við þennan sama banka. Allt varð vitlaust á fréttastofunni, málið komst í hámæli og fréttin fór í loftið daginn eftir og fékk miklu meiri athygli en ella. Lærdómurinn af þeirri uppákomu var að fréttamönnunum þótti vænna um sín prinsipp en hagsmuni eigenda Stöðvar 2. Hið sama gildir um okkur sem vinnum á Fréttablaðinu.
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Enginn á að vera hryggur um jólin Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun