Léleg sápa 27. september 2005 00:01 Um helgina breyttist Baugsmálið endanlega í sápuóperu. Með forsíðufrétt DV um ástir Jónínu og Styrmis , einkaspæjaranum sem var sendur á Jón Gerald og síðan innkomu Arnþrúðar Karlsdóttir – sem stormaði upp á sjónvarp með tölvupóst þar sem Jónína á að heimta hvítan jeppa. Í dag finnst manni þetta bara vera endaleysa; leikrit með persónum sem haga sé óskiljanlega illa – skrifað af höfundi sem er farinn að missa tökin á efninu. Allir leikendur með tölu eru farnir að virka mjög ósýmpatískir. Í Dallas héldu allir með JR af því hann var svo mikill skúrkur. En er hægt að halda með einhverjum í svona sápu?--- --- ---Hafi verið tilgangur með fréttaflutningnum sem hófst í Fréttablaðinu á laugardaga að sýna fram á að málið væri runnið undan rifjum forystu Sjálfstæðisflokksins hefur það líklega mistekist. Þetta nær ekki að vera Watergate. Það er vitað um illan hug Davíðs til Baugs en tengslin er fjarska óljós. Það er ekki alveg nóg að fullyrða um Davíð eins og Karl Th. Birgisson í Blaðinu í dag: "Hans menn vissu hvað hann vildi."Og því ber Davíð pólitíska ábyrgð – segir Kalli.--- --- ---Hlutur Styrmis er hins vegar mjög sérkennilegur. Ekki get ég ímyndað mér að ritstjórn Morgunblaðsins hafi liðið vel á fundinum með honum í gær. Sá raunar ekki betur en að annar aðstoðarritstjórinn væri fölur og fár í sjónvarpsviðtali sem var tekið eftir fundinn.Styrmir vildi ekki birta fréttir af Baugi (og ekki heldur af samráði olíufélaganna) en hann taldi hins vegar sjálfsagt að standa í makki gegn fyrirtækinu bak við tjöldin. Hann vildi fremur búa til fréttir en að birta fréttir. Bak við þetta er einhver einkennilegur hégómaskapur, þörf fyrir að gera sig merkilegan – af hverju hafði Styrmir til dæmis samband við Jón Steinar og Kjartan fremur en einhverja aðra lögfróða menn? Til hvers að blanda nánustu vinum forsætisráðherrans í málið?Tekur stjórn Morgunblaðsins þetta virkilega gott og gilt – og líka þegar Styrmir segist hafa alls kyns vitneskju um Baug sem hann sé að hugsa um að birta? Ha? En maður á svosem ekki von á að stjórnin hafi mjög þroskaðar hugmyndir um blaðamennsku. Mestur áhrifamaður í stjórn Árvakurs er núorðið Kristinn Björnsson, einn höfuðpaurinn í olíumálinu.--- --- ---Hæstiréttur úrskurðar um framhaldið á næstu vikum. Það mæðir mikið á dómurunum að sjá í gegnum allt moldrykið. Sérfróðir menn um lögfræði spá því við mig að Hæstiréttur muni senda málið aftur niður í Héraðsdóm til efnismeðferðar – að minnsta kosti stóran hluta þess. --- --- ---Davíð hverfur úr ríkisstjórninni í dag. Þetta er fyrsti dagurinn síðan vorið 1991 að situr ríkisstjórn á Íslandi þar sem Davíð er ekki innanborðs. Manni verður hugsað til Davíð og Jóns Baldvins þegar þeir komu glaðbeittir úr Viðeyjarferjunni þetta vor. Þeir voru flottir saman en kærleikurinn entist ekki lengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun Hvernig getur NATO verið, eða hafa verið, flott og fínt, en ESB slæmt? Ole Anton Bieltvedt Skoðun Örugg skref fyrir Ísland í alþjóðasamfélaginu Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun Björn til rektors Benedikt Hjartarson Skoðun Aðgengismál í HÍ – Háskóli fyrir öll? Styrmir Hallsson Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Af hverju kílómetragjald? Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Yfir til ykkar, VR-ingar! Halla Gunnarsdóttir Skoðun
Um helgina breyttist Baugsmálið endanlega í sápuóperu. Með forsíðufrétt DV um ástir Jónínu og Styrmis , einkaspæjaranum sem var sendur á Jón Gerald og síðan innkomu Arnþrúðar Karlsdóttir – sem stormaði upp á sjónvarp með tölvupóst þar sem Jónína á að heimta hvítan jeppa. Í dag finnst manni þetta bara vera endaleysa; leikrit með persónum sem haga sé óskiljanlega illa – skrifað af höfundi sem er farinn að missa tökin á efninu. Allir leikendur með tölu eru farnir að virka mjög ósýmpatískir. Í Dallas héldu allir með JR af því hann var svo mikill skúrkur. En er hægt að halda með einhverjum í svona sápu?--- --- ---Hafi verið tilgangur með fréttaflutningnum sem hófst í Fréttablaðinu á laugardaga að sýna fram á að málið væri runnið undan rifjum forystu Sjálfstæðisflokksins hefur það líklega mistekist. Þetta nær ekki að vera Watergate. Það er vitað um illan hug Davíðs til Baugs en tengslin er fjarska óljós. Það er ekki alveg nóg að fullyrða um Davíð eins og Karl Th. Birgisson í Blaðinu í dag: "Hans menn vissu hvað hann vildi."Og því ber Davíð pólitíska ábyrgð – segir Kalli.--- --- ---Hlutur Styrmis er hins vegar mjög sérkennilegur. Ekki get ég ímyndað mér að ritstjórn Morgunblaðsins hafi liðið vel á fundinum með honum í gær. Sá raunar ekki betur en að annar aðstoðarritstjórinn væri fölur og fár í sjónvarpsviðtali sem var tekið eftir fundinn.Styrmir vildi ekki birta fréttir af Baugi (og ekki heldur af samráði olíufélaganna) en hann taldi hins vegar sjálfsagt að standa í makki gegn fyrirtækinu bak við tjöldin. Hann vildi fremur búa til fréttir en að birta fréttir. Bak við þetta er einhver einkennilegur hégómaskapur, þörf fyrir að gera sig merkilegan – af hverju hafði Styrmir til dæmis samband við Jón Steinar og Kjartan fremur en einhverja aðra lögfróða menn? Til hvers að blanda nánustu vinum forsætisráðherrans í málið?Tekur stjórn Morgunblaðsins þetta virkilega gott og gilt – og líka þegar Styrmir segist hafa alls kyns vitneskju um Baug sem hann sé að hugsa um að birta? Ha? En maður á svosem ekki von á að stjórnin hafi mjög þroskaðar hugmyndir um blaðamennsku. Mestur áhrifamaður í stjórn Árvakurs er núorðið Kristinn Björnsson, einn höfuðpaurinn í olíumálinu.--- --- ---Hæstiréttur úrskurðar um framhaldið á næstu vikum. Það mæðir mikið á dómurunum að sjá í gegnum allt moldrykið. Sérfróðir menn um lögfræði spá því við mig að Hæstiréttur muni senda málið aftur niður í Héraðsdóm til efnismeðferðar – að minnsta kosti stóran hluta þess. --- --- ---Davíð hverfur úr ríkisstjórninni í dag. Þetta er fyrsti dagurinn síðan vorið 1991 að situr ríkisstjórn á Íslandi þar sem Davíð er ekki innanborðs. Manni verður hugsað til Davíð og Jóns Baldvins þegar þeir komu glaðbeittir úr Viðeyjarferjunni þetta vor. Þeir voru flottir saman en kærleikurinn entist ekki lengi.
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun
Svar við grein Dagnýjar Hængsdóttur Köhler Ragnheiður Magnúsdóttir,Halldóra Jónsdóttir,Óskar Þór Karlsson,Eiríkur Böðvarsson Skoðun
Eflum málumhverfi barna Bjarnfríður Leósdóttir,Harpa Stefánsdóttir,Hildur Rut Sigurbjartsdóttir,Silja Jóhannsdóttir,Þorbjörg Saga Ásgeirsdóttir Skoðun