
Sport
Borgvardt og Laufey best

Allan Borgvardt sem lék með FH í sumar var valinn besti leikmaðurinn í Landsbankadeild karla á lokahófi KSÍ sem fram fór á Broadway í kvöld. Laufey Ólafsdóttir hjá Val var valin best í kvennaflokki en leikmenn Landsbankadeilda karla og kvenna höfðu atkvæðarétt í kjörinu. Þetta er annað árið í röð sem Laufey hlýtur þennan heiður. Þá var Hörður Sveinsson leikmaður Keflavíkur var valinn efnilegasti leikmaður ársins í karlaflokki og Greta Mjöll Samúelsdóttir Breiðabliki efnilegust í kvennaflokki. Kristinn Jakobsson var valinn besti dómarinn. Borgvardt gat ekki tekið á móti verðlaununum í kvöld en hann gekk sem kunnugt er til liðs við Viking í Noregi á dögunum og komst ekki frá þar sem lokaspretturinn stendur sem hæst þar í landi. Hann skoraði 13 mörk í 15 leikjum í deildinni fyrir FH í sumar auk þess að leggja upp fjölda annarra marka fyrir félaga sína í liði Íslandsmeistaranna.