Davíð kveður 23. október 2005 16:58 Davíð Oddsson er í merkilegu viðhafnarviðtali við Morgunblaðið í dag, það dugir ekki minna en aukablað til að kveðja foringjann. Viðtalið er eins konar uppgjör í lok valdaferilsins, hann fer yfir árin í borgarstjórn og ríkisstjórn, en í lokin er komið að samtímanum. Þar verður Davíð tíðrætt um völd auðhringsins Baugs eins og hann kallar það, fjölmiðlafrumvarpið sem ekki náði fram að ganga og málaferlin gegn Baugi. "Það er svo fjarri öllu lagi!" eru viðbrögð Davíðs við spurningunni hvort hann hafi hleypt Baugsmálinu af stokkunum. --- --- --- Davíð er ekki af baki dottinn þótt tíminn sem hann á eftir í pólitík sé nú talinn í klukkustundum. Hann telur að nauðsyn sé að taka fjölmiðlamálið upp á nýjan leik og að það verði ekki gert á grundvelli fjölflokkaskýrslunnar – "það yrði verra en ekkert", segir hann. Halldór Ásgrímsson hefur þvert á móti lýst því yfir að ný fjölmiðlalög verði byggð á skýrslunni, tók þá sérstaklega fram að hún væri málamiðlun milli allra flokkanna. Þannig fara áhrif Davíðs strax þverrandi. --- --- --- Í viðtalinu bætir Davíð við að setja þurfi fleiri leikreglur en fjölmiðlalög. Hann segir að stjórnmálamenn megi ekki heykjast á því að setja viðskiptalífinu heilbrigðar leikreglur "þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yfirburðastöðu og drepið allt annað í dróma". Nú er álítamál hvort Davíð verði að ósk sinni. Það vekur athygli að í drögum að stjórnmálaályktun landsfundarins er ekki minnst á fjölmiðlalög eða lagasetningu til að takmarka umsvif auðhringa. Mörgum þykir reyndar líklegt að þessi mál verði alls ekki rædd á fundinum, nema einhverjir flokksmenn sem brenna í andanum reyni að koma þeim á dagskrá. En slík uppákoma gæti auðvitað skyggt á megininntak fundarins sem er að kveðja Davíð með ást og þökk og bjóða nýja forystu velkomna. --- --- --- Raunar er því spáð að eingöngu verði átök um eitt mál á fundinum – það er framtíð Reykjavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson og hans menn hafa verið að "hanna atburðarás" fyrir fundinn með stöðugum blaðaskrifum í Moggann og birtingu valinna spurninga úr Gallupkönnun um flutning flugsins til Keflavíkur. Þeir ætla að láta mikið fyrir sér fara á fundinum og freista þess að kveða niður þau umskipti sem hafa orðið meðal borgarfulltrúa og frambjóðenda í Reykjavík sem eru nánast allir með tölu þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fara. En flugvallarmálið er auðvitað ekki flokkspólitískt. Stuðningsmenn og andstæðinga flugvallarins er að finna í öllum flokkum. Það er samt spurning hvort Sturlu tekst að reka borgarstjórnarliðið á flótta – heyrst hefur að hann muni reyna að knýja í gegn landsfundarsamþykkt sem bindi hendur borgarfulltrúanna í flugvallarmálinu þannig að þeir geti beinlínis ekki haft að stefnu sinni að völlurinn eigi að fara. --- --- --- Blaðið segir réttilega í leiðara að Geirs Haarde bíði það verkefni að finna Sjálfstæðisflokknum nýtt og endurnýjað erindi annað en áframhaldandi húsvörslu í Stjórnarráðinu. Þetta hafi Davíð tekist þegar hann stóð í að leysa þjóðfélagið úr fjötrum rótgróinnar forsjárhyggju stjórnmála- og embættismanna. En kannski liggur ekki jafnmikið á og leiðarahöfundur Blaðsins telur. Eftir átök undanfarinna ára finnst mörgum barasta nóg að Geir sé friðarins maður sem á fáa óvini, varkár í orðum og hófstilltur. Það er haft fyrir satt að ekki einu sinni andstæðingarnir tali illa um Geir. Hins vegar hefur maður aldrei haft á tilfinningunni að honum liggi mikið á hjarta. Þeir sem taka við flokknum, formaðurinn, varaformaðurinn og nýjir ráðherrar, eru farsælt fólk og ágætlega gæfulegt, en ekki stórbrotnir karakterar. En kannski er heldur ekki tími fyrir stór egó. --- --- --- Það vill svo skemmtilega til að setningu landsfundarins og kveðjuræðu Davíðs ber upp á áttræðisafmæli sjálfrar Margrétar Thatcher, stjórnmálaskörungsins sem öðrum fremur hratt af stað bylgju einkavæðingar og markaðshyggju. Davíð er einn af holdgervingum þeirrar hugmyndafræði á Íslandi. Kannski SUS-arar geti notað tækifærið og mætt í Thatcherbolunum sem þeir selja í netverslun sinni? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun Agaleysi í íslenskum skólum - Kennarar þurfa valdið til baka Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Davíð Oddsson er í merkilegu viðhafnarviðtali við Morgunblaðið í dag, það dugir ekki minna en aukablað til að kveðja foringjann. Viðtalið er eins konar uppgjör í lok valdaferilsins, hann fer yfir árin í borgarstjórn og ríkisstjórn, en í lokin er komið að samtímanum. Þar verður Davíð tíðrætt um völd auðhringsins Baugs eins og hann kallar það, fjölmiðlafrumvarpið sem ekki náði fram að ganga og málaferlin gegn Baugi. "Það er svo fjarri öllu lagi!" eru viðbrögð Davíðs við spurningunni hvort hann hafi hleypt Baugsmálinu af stokkunum. --- --- --- Davíð er ekki af baki dottinn þótt tíminn sem hann á eftir í pólitík sé nú talinn í klukkustundum. Hann telur að nauðsyn sé að taka fjölmiðlamálið upp á nýjan leik og að það verði ekki gert á grundvelli fjölflokkaskýrslunnar – "það yrði verra en ekkert", segir hann. Halldór Ásgrímsson hefur þvert á móti lýst því yfir að ný fjölmiðlalög verði byggð á skýrslunni, tók þá sérstaklega fram að hún væri málamiðlun milli allra flokkanna. Þannig fara áhrif Davíðs strax þverrandi. --- --- --- Í viðtalinu bætir Davíð við að setja þurfi fleiri leikreglur en fjölmiðlalög. Hann segir að stjórnmálamenn megi ekki heykjast á því að setja viðskiptalífinu heilbrigðar leikreglur "þannig að enginn einn, tveir eða þrír aðilar geti náð yfirburðastöðu og drepið allt annað í dróma". Nú er álítamál hvort Davíð verði að ósk sinni. Það vekur athygli að í drögum að stjórnmálaályktun landsfundarins er ekki minnst á fjölmiðlalög eða lagasetningu til að takmarka umsvif auðhringa. Mörgum þykir reyndar líklegt að þessi mál verði alls ekki rædd á fundinum, nema einhverjir flokksmenn sem brenna í andanum reyni að koma þeim á dagskrá. En slík uppákoma gæti auðvitað skyggt á megininntak fundarins sem er að kveðja Davíð með ást og þökk og bjóða nýja forystu velkomna. --- --- --- Raunar er því spáð að eingöngu verði átök um eitt mál á fundinum – það er framtíð Reykjavíkurflugvallar. Sturla Böðvarsson og hans menn hafa verið að "hanna atburðarás" fyrir fundinn með stöðugum blaðaskrifum í Moggann og birtingu valinna spurninga úr Gallupkönnun um flutning flugsins til Keflavíkur. Þeir ætla að láta mikið fyrir sér fara á fundinum og freista þess að kveða niður þau umskipti sem hafa orðið meðal borgarfulltrúa og frambjóðenda í Reykjavík sem eru nánast allir með tölu þeirrar skoðunar að flugvöllurinn eigi að fara. En flugvallarmálið er auðvitað ekki flokkspólitískt. Stuðningsmenn og andstæðinga flugvallarins er að finna í öllum flokkum. Það er samt spurning hvort Sturlu tekst að reka borgarstjórnarliðið á flótta – heyrst hefur að hann muni reyna að knýja í gegn landsfundarsamþykkt sem bindi hendur borgarfulltrúanna í flugvallarmálinu þannig að þeir geti beinlínis ekki haft að stefnu sinni að völlurinn eigi að fara. --- --- --- Blaðið segir réttilega í leiðara að Geirs Haarde bíði það verkefni að finna Sjálfstæðisflokknum nýtt og endurnýjað erindi annað en áframhaldandi húsvörslu í Stjórnarráðinu. Þetta hafi Davíð tekist þegar hann stóð í að leysa þjóðfélagið úr fjötrum rótgróinnar forsjárhyggju stjórnmála- og embættismanna. En kannski liggur ekki jafnmikið á og leiðarahöfundur Blaðsins telur. Eftir átök undanfarinna ára finnst mörgum barasta nóg að Geir sé friðarins maður sem á fáa óvini, varkár í orðum og hófstilltur. Það er haft fyrir satt að ekki einu sinni andstæðingarnir tali illa um Geir. Hins vegar hefur maður aldrei haft á tilfinningunni að honum liggi mikið á hjarta. Þeir sem taka við flokknum, formaðurinn, varaformaðurinn og nýjir ráðherrar, eru farsælt fólk og ágætlega gæfulegt, en ekki stórbrotnir karakterar. En kannski er heldur ekki tími fyrir stór egó. --- --- --- Það vill svo skemmtilega til að setningu landsfundarins og kveðjuræðu Davíðs ber upp á áttræðisafmæli sjálfrar Margrétar Thatcher, stjórnmálaskörungsins sem öðrum fremur hratt af stað bylgju einkavæðingar og markaðshyggju. Davíð er einn af holdgervingum þeirrar hugmyndafræði á Íslandi. Kannski SUS-arar geti notað tækifærið og mætt í Thatcherbolunum sem þeir selja í netverslun sinni?
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun