Að neita að svara 17. október 2005 00:01 David Cameron, vonarstjarna breska íhaldsins, er í skrítnum málum. Maður nokkur spurði hann að því á fundi um daginn hvort hann hefði neytt fíkniefna. Cameron færðist undan að svara; hann hefur gefið þá skýringu að ef stjórnmálamenn svari svona spurningum verði engin takmörk fyrir hnýsninni. En þetta hefur verið túlkað Cameron í óhag – nefnilega þannig að þögn sé sama og samþykki. Fyrst Cameron neitar að svara hljóti hann að hafa neytt kókaíns á háskólaárum sínum. Þetta er dálítið erfið staða fyrir Cameron sem getur varla breytt afstöðu sinni úr þessu; hann verður að halda áfram að láta þessar spurningar sem vind um eyru þjóta. Pólitískir skríbentar virtari blaða hafa varið rétt hans til að þegja en götupressan er í stuði, hefur kastað sér á málið af þeirri meinfýsni sem einkennir marga fjölmiðla í Bretlandi. Keppinautar Camerons um formannsstólinn í Íhaldsflokknum horfa á vandræði hans með vissri velþóknun, segja lítið, en David Davis lét þó út úr sér að maður sem hefði notað hörð eiturlyf hlyti að vera óhæfur til forystu í stjórnmálum. Davis var talinn líklegastur til að vinna kosninguna framan af, en eftir stjörnuperformans Camerons á flokksþingi ihaldsins í Blackpool hefur staða hans veikst mjög. Þar talaði Cameron blaðlaust af miklum móð, en Davis las upp fremur leiðinlega ræðu. Það sögðu allavega fjölmiðlarnir. Peter Oborne skrifar í The Spectator að ræða Camerons hafi ekki verið svo sérstök, Davis ekki verið svo slæmur. Fjölmiðlarnir hafi hins vegar viljað framkalla aðra mynd. Þannig sé Cameron höfundur frábærrar ræðu sem hafi aldrei verið haldin, maður mikilla hæfileika sem hann hafi ekki – hann sé í raun og veru skáldskapur. En Cameron er ekki nema 39 ára og virkar nokkuð ferskur. Honum er gjarnan líkt við Tony Blair – íhaldsmenn vona að í Cameron hafi þeir loks fundið stjórnmálamann sem standi Blair og Gordon Brown á sporði hvað varðar kjörþokka. Kjósendur í formannskjörinu eru hins vegar upp til hópa fólk á sjötugsaldri eða þaðan af eldri, margt af því afar forpokað lið, mjög úr tengslum við það fjölbreytta samfélag sem Bretland er orðið og varla snokið fyrir mönnum sem hafa notað dóp. Cameron getur ekki gert eins og François Mitterrand sem sagði þegar hann var spurður um hjákonu sína og laundóttur: "Et quoi?" Og hvað með það? Leyndarhyggjan hefur reyndar verið óþarflega mikil kringum stjórnmálalífið í Frakklandi, en í Bretlandi eru öfgarnar allar í hina áttina. Hér ættum við að vera fegin að hafa samfélag þar sem er ekki verið að hnýsast í svona mál. En því miður eru teikn á lofti um að það sé að breytast. Ég hef verið að furða mig á félagsskap sem var stofnaður um daginn og kallast Vinir einkabílsins, en ekki almennilega komið orðum að því. Grímur Atlason sparar mér ómakið á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um Eggert Pál Ólason, stofnanda félagsins og frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðismanna: "Þvílíkur afdala plebbi! 14.800 nýjir bílar komu á götuna fyrstu 8 mánuði þessa árs. Yfir 50% borgarinnar eru undirlögð mannvirkjum fyrir bíla. Þess ber að geta að Reykjavík er sérstaklega flöt borg og því eru þessi 50% sérlega hátt hlutfall. Það kostar nánast ekkert að leggja bílum í miðbænum og stöðumælasektir eru í engum takti við það sem gerist í öllum borgum í kringum okkur. Einabíllinn, þessi þarfasti þjónn Eggerts og annarra jólasveina af hans sauðahúsi, nýtur forgangs í einu og öllu. Hringbrautin nýja er dæmi um hvernig borgaryfirvöld og vinir bílsins hugsa. Bílaumferð kemst á fyrir 4 mánuðum og þá tekur við eitthvað sem kallast frágangur en það er þegar gangstéttir eru lagðar og hjólreiðastígar. Börnin, hjólreiðafólk og þeir sem eiga ekki bíl þurfa að bíða í marga mánuði eftir því að röðin komi að þeim. Eggert og aðrir hugsuðir telja að mislæg gatnamót á alla helstu hnúta borgarinnar séu málið. Ef þessir kapparkomast í völd þá verður óbyggilegt í borginni. Mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut kalla á mislæg gatnamót á Lönguhlíð/Miklubraut og Suðurlandsbraut/Kringlumýrarbraut og síðan koll af kolli." Segir Grímur. Eftir því sem fréttamiðlun verður meiri og hraðari verður hún ekki traustari – líklega er hið þveröfuga raunin. Það verður meira um vitleysur; meira um að hlutum sé kastað út í loftið án þess að þeir hafi verið nægilega vel kannaðir. Um þetta er hægt að finna mýmörg dæmi, stór og smá. Nýafstaðin kvikmyndahátíð í Reykjavík bar vott um að fólk þráir efnistök sem ekki er að finna í fréttunum. Mikil aðsókn var á hátíðina og mest á heimildarmyndir sem fjölluðu til dæmis um börn vændiskvenna í Kalkútta, stríðshrjáð börn í Úganda, afleiðingar Bhopal-slyssins á Indlandi og samkynhneigð pör sem eru aðskilin vegna átakanna í Ísrael/Palestínu. Fólk stóð í röðum til að komast á þessar myndir. Samt er áreiðanlega ekki auðvelt að horfa á þær; þetta er ekki snöggsoðið efni eins og fréttir. En linnulaus fréttaflutningur allan sólarhringinn er máski ekki endilega málið – kannski fer að koma tími á minna magn en meiri súbstans. Maður úr bisnesslífinu sagði við mig: "Það er naumast að við erum upptekin af raunverulegum vandamálum á Íslandi, alltaf verið að rífast um fjölmiðla, meðan einhver sjóðstjóri í útlöndum sem er að braska með íslenskar krónur getur farið langleiðina með að setja þjóðina á hausinn." Tímaritið New Republic hefur gert úttekt á fimmtán spilltustu embættisveitingum George W. Bush. Hann þykir hafa verið duglegri en flestir aðrir Bandaríkjaforsetar við að koma vinum sínum og vinum vina sinna í feit djobb. Mikið af þessu liði er fullkomlega óhæft eða eins og blaðið segir – aldrei hafa svo margir sem hafa svo lítið til að bera komist svo langt áfram. Í efsta sæti á listanum trónir sjálf Harriet Miers, ráðgjafinn úr Hvíta húsinu, sem Bush skipaði hæstaréttardómara. Andrés Magnússon skrifar í Blaðið í morgun að Davíð Oddsson hafi ekki viljað koma í Kastljós vegna þess að starfsmenn RÚV hafi afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur afrit af ræðu hans áður en hann flutti hana. Ingibjörg kommenteraði á ræðuna í Kastljósi, aðeins hálftíma eftir að Davíð lauk að flytja hana – viðtalið við hana var ekki í beinni útsendingu, heldur var það klippt og tekið af Eyrúnu Magnúsdóttur sem stuttu síðar birtist í settinu með Karli Th. Birgissyni og Ólafi Teiti Guðnasyni. Ég var sjálfur við fréttamannaborðið á landsfundinum meðan Davíð flutti ræðu sína. Af einhverjum ástæðum var fréttamaður Sjónvarpsins kominn með ræðuna prentaða í hendur löngu áður en Davíð byrjaði að tala. Passaði vel að enginn sæi. Við sem komum frá öðrum fjölmiðlum, Stöð 2, Mogga og Fréttablaðinu, fengum hana hins vegar ekki í hendur fyrr en svona kortéri áður en Davíð lauk máli sínu. En að öðru leyti veit ég ekkert um þetta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
David Cameron, vonarstjarna breska íhaldsins, er í skrítnum málum. Maður nokkur spurði hann að því á fundi um daginn hvort hann hefði neytt fíkniefna. Cameron færðist undan að svara; hann hefur gefið þá skýringu að ef stjórnmálamenn svari svona spurningum verði engin takmörk fyrir hnýsninni. En þetta hefur verið túlkað Cameron í óhag – nefnilega þannig að þögn sé sama og samþykki. Fyrst Cameron neitar að svara hljóti hann að hafa neytt kókaíns á háskólaárum sínum. Þetta er dálítið erfið staða fyrir Cameron sem getur varla breytt afstöðu sinni úr þessu; hann verður að halda áfram að láta þessar spurningar sem vind um eyru þjóta. Pólitískir skríbentar virtari blaða hafa varið rétt hans til að þegja en götupressan er í stuði, hefur kastað sér á málið af þeirri meinfýsni sem einkennir marga fjölmiðla í Bretlandi. Keppinautar Camerons um formannsstólinn í Íhaldsflokknum horfa á vandræði hans með vissri velþóknun, segja lítið, en David Davis lét þó út úr sér að maður sem hefði notað hörð eiturlyf hlyti að vera óhæfur til forystu í stjórnmálum. Davis var talinn líklegastur til að vinna kosninguna framan af, en eftir stjörnuperformans Camerons á flokksþingi ihaldsins í Blackpool hefur staða hans veikst mjög. Þar talaði Cameron blaðlaust af miklum móð, en Davis las upp fremur leiðinlega ræðu. Það sögðu allavega fjölmiðlarnir. Peter Oborne skrifar í The Spectator að ræða Camerons hafi ekki verið svo sérstök, Davis ekki verið svo slæmur. Fjölmiðlarnir hafi hins vegar viljað framkalla aðra mynd. Þannig sé Cameron höfundur frábærrar ræðu sem hafi aldrei verið haldin, maður mikilla hæfileika sem hann hafi ekki – hann sé í raun og veru skáldskapur. En Cameron er ekki nema 39 ára og virkar nokkuð ferskur. Honum er gjarnan líkt við Tony Blair – íhaldsmenn vona að í Cameron hafi þeir loks fundið stjórnmálamann sem standi Blair og Gordon Brown á sporði hvað varðar kjörþokka. Kjósendur í formannskjörinu eru hins vegar upp til hópa fólk á sjötugsaldri eða þaðan af eldri, margt af því afar forpokað lið, mjög úr tengslum við það fjölbreytta samfélag sem Bretland er orðið og varla snokið fyrir mönnum sem hafa notað dóp. Cameron getur ekki gert eins og François Mitterrand sem sagði þegar hann var spurður um hjákonu sína og laundóttur: "Et quoi?" Og hvað með það? Leyndarhyggjan hefur reyndar verið óþarflega mikil kringum stjórnmálalífið í Frakklandi, en í Bretlandi eru öfgarnar allar í hina áttina. Hér ættum við að vera fegin að hafa samfélag þar sem er ekki verið að hnýsast í svona mál. En því miður eru teikn á lofti um að það sé að breytast. Ég hef verið að furða mig á félagsskap sem var stofnaður um daginn og kallast Vinir einkabílsins, en ekki almennilega komið orðum að því. Grímur Atlason sparar mér ómakið á bloggsíðu sinni þar sem hann fjallar um Eggert Pál Ólason, stofnanda félagsins og frambjóðanda í prófkjöri Sjálfstæðismanna: "Þvílíkur afdala plebbi! 14.800 nýjir bílar komu á götuna fyrstu 8 mánuði þessa árs. Yfir 50% borgarinnar eru undirlögð mannvirkjum fyrir bíla. Þess ber að geta að Reykjavík er sérstaklega flöt borg og því eru þessi 50% sérlega hátt hlutfall. Það kostar nánast ekkert að leggja bílum í miðbænum og stöðumælasektir eru í engum takti við það sem gerist í öllum borgum í kringum okkur. Einabíllinn, þessi þarfasti þjónn Eggerts og annarra jólasveina af hans sauðahúsi, nýtur forgangs í einu og öllu. Hringbrautin nýja er dæmi um hvernig borgaryfirvöld og vinir bílsins hugsa. Bílaumferð kemst á fyrir 4 mánuðum og þá tekur við eitthvað sem kallast frágangur en það er þegar gangstéttir eru lagðar og hjólreiðastígar. Börnin, hjólreiðafólk og þeir sem eiga ekki bíl þurfa að bíða í marga mánuði eftir því að röðin komi að þeim. Eggert og aðrir hugsuðir telja að mislæg gatnamót á alla helstu hnúta borgarinnar séu málið. Ef þessir kapparkomast í völd þá verður óbyggilegt í borginni. Mislæg gatnamót á Miklubraut/Kringlumýrarbraut kalla á mislæg gatnamót á Lönguhlíð/Miklubraut og Suðurlandsbraut/Kringlumýrarbraut og síðan koll af kolli." Segir Grímur. Eftir því sem fréttamiðlun verður meiri og hraðari verður hún ekki traustari – líklega er hið þveröfuga raunin. Það verður meira um vitleysur; meira um að hlutum sé kastað út í loftið án þess að þeir hafi verið nægilega vel kannaðir. Um þetta er hægt að finna mýmörg dæmi, stór og smá. Nýafstaðin kvikmyndahátíð í Reykjavík bar vott um að fólk þráir efnistök sem ekki er að finna í fréttunum. Mikil aðsókn var á hátíðina og mest á heimildarmyndir sem fjölluðu til dæmis um börn vændiskvenna í Kalkútta, stríðshrjáð börn í Úganda, afleiðingar Bhopal-slyssins á Indlandi og samkynhneigð pör sem eru aðskilin vegna átakanna í Ísrael/Palestínu. Fólk stóð í röðum til að komast á þessar myndir. Samt er áreiðanlega ekki auðvelt að horfa á þær; þetta er ekki snöggsoðið efni eins og fréttir. En linnulaus fréttaflutningur allan sólarhringinn er máski ekki endilega málið – kannski fer að koma tími á minna magn en meiri súbstans. Maður úr bisnesslífinu sagði við mig: "Það er naumast að við erum upptekin af raunverulegum vandamálum á Íslandi, alltaf verið að rífast um fjölmiðla, meðan einhver sjóðstjóri í útlöndum sem er að braska með íslenskar krónur getur farið langleiðina með að setja þjóðina á hausinn." Tímaritið New Republic hefur gert úttekt á fimmtán spilltustu embættisveitingum George W. Bush. Hann þykir hafa verið duglegri en flestir aðrir Bandaríkjaforsetar við að koma vinum sínum og vinum vina sinna í feit djobb. Mikið af þessu liði er fullkomlega óhæft eða eins og blaðið segir – aldrei hafa svo margir sem hafa svo lítið til að bera komist svo langt áfram. Í efsta sæti á listanum trónir sjálf Harriet Miers, ráðgjafinn úr Hvíta húsinu, sem Bush skipaði hæstaréttardómara. Andrés Magnússon skrifar í Blaðið í morgun að Davíð Oddsson hafi ekki viljað koma í Kastljós vegna þess að starfsmenn RÚV hafi afhent Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur afrit af ræðu hans áður en hann flutti hana. Ingibjörg kommenteraði á ræðuna í Kastljósi, aðeins hálftíma eftir að Davíð lauk að flytja hana – viðtalið við hana var ekki í beinni útsendingu, heldur var það klippt og tekið af Eyrúnu Magnúsdóttur sem stuttu síðar birtist í settinu með Karli Th. Birgissyni og Ólafi Teiti Guðnasyni. Ég var sjálfur við fréttamannaborðið á landsfundinum meðan Davíð flutti ræðu sína. Af einhverjum ástæðum var fréttamaður Sjónvarpsins kominn með ræðuna prentaða í hendur löngu áður en Davíð byrjaði að tala. Passaði vel að enginn sæi. Við sem komum frá öðrum fjölmiðlum, Stöð 2, Mogga og Fréttablaðinu, fengum hana hins vegar ekki í hendur fyrr en svona kortéri áður en Davíð lauk máli sínu. En að öðru leyti veit ég ekkert um þetta.