Skólapistill 23. október 2005 17:50 Það hafa verið fréttir í sjónvarpinu af barni með Downes-heilkenni sem var afskipt í skóla. Ég tek fram að ég veit ekkert um þetta tilfelli, enda ætla ég ekki að fjalla um það. Sú stefna að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og misjafna getu í bekki er mjög í anda þeirrar rétthugsunar sem nú tíðkast. Í aðalnámskrá grunnskóla stendur að allir eigi að hafa jafnan rétt til að ganga í sinn heimaskóla. Þetta er svosem nógu göfugt markmið – en getur líka gengið út í öfgar. Um daginn fékk ég tölvupóst frá grunnskólakennara sem fannst eins og umræðan snerist um að kennarar vildu ekki sinna fötluðum börnum. Hann tók fram að kennarar með venjulegt kennarapróf hefðu enga sérmenntun til að fást við nemendur sem væru mjög fatlaðir. Þetta væri hins vegar tískan. --- --- --- Ellefu ára stúlka sem ég þekki, námfús og dugleg, situr í bekk með tveimur strákum sem eiga við mikla sálræna örðugleika að stríða. Sá þeirra sem er vanstilltari heldur starfinu í bekknum nánast í gíslingu – hann er að verða svo stór að kennarinn ræður varla við hann lengur. Önnur stúlka sem ég þekki, sex ára, nýbyrjuð í skóla, er látin læra táknmál. Hún er varla læs né skrifandi, kann ekki að reikna, er í rauninni bara smábarn ennþá, en er látin eyða tímanum í að læra táknmál. --- --- --- Það er mikið kvartað undan því að grunnskólinn sé ekki nógu góður. Ég hygg að þetta sé rétt – kröfurnar eru of litlar, tímasóunin of mikil, kennararnir kannski ekki alltaf nógu vel menntaðir sjálfir. Það eru alltof mörg dæmi um unglinga sem eru varla læsir þegar þeir koma upp úr grunnskólanum. Þess vegna er varasamt þegar verið er að rugla skólastarfið með misskildum pólitískum rétttrúnaði. Skólum fer vel að vera íhaldssamir. Hvað með rétt þeirra sem geta lært, eiga framtíð sína undir því að fá almennilega menntun en venjast ekki á sluks - þeirra sem geta tileinkað sé svo miklu meira en er boðið upp á í skólum þar sem er alltof mikið einblínt á lægsta samnefnara? Með svona aðferðum verður mönnum ekki skotaskuld úr að rústa skólakerfinu – guð veit að nógu margar tilraunir hafa verið gerðar til þess í nafni einhverra tískubylgja. --- --- --- Að þessu sögðu tek ég fram að það er mælikvarði á siðferðisstig hvers samfélags hvernig er komið fram við þá sem minna mega sín, sjúka og fatlaða. Það á að tryggja slíku fólki bestu umönnun sem fáanleg er, kennslu og heilbrigðisþjónustu. Umgangast það af mikilli virðingu. Að því leyti má kannski segja að við lifum í bestu samfélögum sem hafa verið til í mannkynssögunni – norræna velferðarmódelið byggir á þeirri grunnhugsun að enginn eigi að vera utangarðs í samfélaginu. Þess vegna er það afskaplega dýrmætt. En það er líka alltumlykjandi, jafnaðarhugsunin getur stundum virkað kæfandi – og það hefur ákveðna tilhneigingu til að ganga af göflunum í sjálfvirkri rétthugsun. Tökum til dæmis umræðuna sem nú geisar um bílastyrki til öryrkja. Enginn vill taka ábyrgð á því að hafa viljað afnema þessa styrki; ráðherrar fara undan í flæmingi, það vill barasta enginn kannast við málið. En kannski var barasta þörf á peningunum í annað og þá á bara að segja það. Er ekki hægt að ræða mál eins og þetta – og til dæmis stöðuga fjölgun fólks á örorkubótum – með rökum fremur en helgislepju? --- --- --- Við Kári vorum að labba í haustblíðunni í gær. Fórum í gegnum Grjótaþorpið, skoðuðum um runna með snjóberjum. "Þetta eru mjög falleg ber," sagði ég. "Þetta er mjög fallegur heimur, " sagði Kári þá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun
Það hafa verið fréttir í sjónvarpinu af barni með Downes-heilkenni sem var afskipt í skóla. Ég tek fram að ég veit ekkert um þetta tilfelli, enda ætla ég ekki að fjalla um það. Sú stefna að blanda saman börnum með ólíkar þarfir og misjafna getu í bekki er mjög í anda þeirrar rétthugsunar sem nú tíðkast. Í aðalnámskrá grunnskóla stendur að allir eigi að hafa jafnan rétt til að ganga í sinn heimaskóla. Þetta er svosem nógu göfugt markmið – en getur líka gengið út í öfgar. Um daginn fékk ég tölvupóst frá grunnskólakennara sem fannst eins og umræðan snerist um að kennarar vildu ekki sinna fötluðum börnum. Hann tók fram að kennarar með venjulegt kennarapróf hefðu enga sérmenntun til að fást við nemendur sem væru mjög fatlaðir. Þetta væri hins vegar tískan. --- --- --- Ellefu ára stúlka sem ég þekki, námfús og dugleg, situr í bekk með tveimur strákum sem eiga við mikla sálræna örðugleika að stríða. Sá þeirra sem er vanstilltari heldur starfinu í bekknum nánast í gíslingu – hann er að verða svo stór að kennarinn ræður varla við hann lengur. Önnur stúlka sem ég þekki, sex ára, nýbyrjuð í skóla, er látin læra táknmál. Hún er varla læs né skrifandi, kann ekki að reikna, er í rauninni bara smábarn ennþá, en er látin eyða tímanum í að læra táknmál. --- --- --- Það er mikið kvartað undan því að grunnskólinn sé ekki nógu góður. Ég hygg að þetta sé rétt – kröfurnar eru of litlar, tímasóunin of mikil, kennararnir kannski ekki alltaf nógu vel menntaðir sjálfir. Það eru alltof mörg dæmi um unglinga sem eru varla læsir þegar þeir koma upp úr grunnskólanum. Þess vegna er varasamt þegar verið er að rugla skólastarfið með misskildum pólitískum rétttrúnaði. Skólum fer vel að vera íhaldssamir. Hvað með rétt þeirra sem geta lært, eiga framtíð sína undir því að fá almennilega menntun en venjast ekki á sluks - þeirra sem geta tileinkað sé svo miklu meira en er boðið upp á í skólum þar sem er alltof mikið einblínt á lægsta samnefnara? Með svona aðferðum verður mönnum ekki skotaskuld úr að rústa skólakerfinu – guð veit að nógu margar tilraunir hafa verið gerðar til þess í nafni einhverra tískubylgja. --- --- --- Að þessu sögðu tek ég fram að það er mælikvarði á siðferðisstig hvers samfélags hvernig er komið fram við þá sem minna mega sín, sjúka og fatlaða. Það á að tryggja slíku fólki bestu umönnun sem fáanleg er, kennslu og heilbrigðisþjónustu. Umgangast það af mikilli virðingu. Að því leyti má kannski segja að við lifum í bestu samfélögum sem hafa verið til í mannkynssögunni – norræna velferðarmódelið byggir á þeirri grunnhugsun að enginn eigi að vera utangarðs í samfélaginu. Þess vegna er það afskaplega dýrmætt. En það er líka alltumlykjandi, jafnaðarhugsunin getur stundum virkað kæfandi – og það hefur ákveðna tilhneigingu til að ganga af göflunum í sjálfvirkri rétthugsun. Tökum til dæmis umræðuna sem nú geisar um bílastyrki til öryrkja. Enginn vill taka ábyrgð á því að hafa viljað afnema þessa styrki; ráðherrar fara undan í flæmingi, það vill barasta enginn kannast við málið. En kannski var barasta þörf á peningunum í annað og þá á bara að segja það. Er ekki hægt að ræða mál eins og þetta – og til dæmis stöðuga fjölgun fólks á örorkubótum – með rökum fremur en helgislepju? --- --- --- Við Kári vorum að labba í haustblíðunni í gær. Fórum í gegnum Grjótaþorpið, skoðuðum um runna með snjóberjum. "Þetta eru mjög falleg ber," sagði ég. "Þetta er mjög fallegur heimur, " sagði Kári þá.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun