Tiger Woods Pga Tour 06 Baddi skrifar 23. október 2005 17:57 Haustið vel á veg komið og landinn byrjaður að finna fyrir kuldanum. Norðan garrinn strýkur “grínin” og nöturlegir vindar berast um golfvöllinn. Eini staðurinn þar sem ekki er kalt og notalegt við að hafast er golfskálinn, er þá bara ekki upplagt að skella sér í golfskóna samt, láta á sig hanskann á vinstri hönd, sixpenser og stilla sér upp fyrir eins og 18 holur í Tiger woods Pga tour? Það er einmitt málið, Tgier Woods PGA tour frá hinum vel sjóuðu galdramönnum Electronic Arts er nú nýlega kominn út og verður að segjast að niðurstaðan er ánægjuleg. Eins og nafnið gefur til kynna er Tiger Woods PGA tour golfleikur sem byggir mikið á sjálfum Tiger Woods, stærsta nafni golfsins í dag. Leikurinn sækir í bæði fyrirennara sína og aðra leiki byggða á þessari miklu íþrótt en bætir ýmsu við. Þegar í leikinn er komið þá býðst manni ýmsir kostir til að byrja með. Þar á meðal að skella sér beint í fyrsta högg sem Tiger woods sjálfur, hægt er að fara í til að mynda Rivals mode sem er hálfger úrdráttur af sögu golfsins með ýmsum þáttum, bæði spilamennsku og þrautum. Svo er það sjálfur PGA túrinn þar sem hægt er að byrja sem algert lamb og vinna sig upp. Í PGA mótaröðuninni er keppt á ýmsan hátt , allt frá svokölluðum “strokes” keppnum þar sem 72 holur eru spilaðar með því markmiði að vera sem mest undir pari og ef vel gengur þá eru miklar fjárhæðir í boði. Fjárhæðirnar verða svo enn meiri ef vel gengur að etja kappi við aðra golfara á PGA mótinu en einnig er sá möguleiki að tapa gríðarlegum tekjum ef tekur að halla undan fæti. Svo er einnig hægt að spila ýmsar leikfléttur á þeim golfvelli sem maður vill, bæði svokallað “scramble” þar sem tveir golfarar vinna saman að því að vera sem mest undir pari og margt fleira. Leikurinn býður uppá marga golfvelli sem eiga sér allir raunverulegar fyrirmyndir allt frá Pebble beach til Troon north vallanna. Vellirnir eru vel gerðir og þar má fyrst þakka þessari fínu grafíkvél sem keyrir leikinn, bæði tré og lækir raunverulegir og mikill munur á hæsta og lægsta garði. Raunveruleikavélin í leiknum ef svo mætti að orða komast er mjög skilvirk sem slík, veður og vindar hafa mikil áhrif og þarf að taka vindáttir með í reikninginn ef kúlan á að rata á skikkanlegan stað á “gríninu”. Tiger woods Pga tour er samt spilaður mjög “beint áfram” á stuttum tíma er hægt að læra inná hvernig á að meðhöndla kylfurnar á vellinum og stýra henni á grænu flötina en leikurinn flækist mikið þegar þangað er komið. Flóknasti og jafnframt mesta áskorunin við leikspilunina í Tiger Woods er að pútta, mætti halda að það þyrfti jarðfræðing, eðlisfræðing, eldflaugafræðing og svo góðan sálfræðing til að hjálpa manni í gegnum þær miklu þolraunir sem þar bíða. Því golf getur vægast sagt verið svekkjandi íþrótt, þó maður rati á græna flötinn með léttu móti þá getur púttið algerlega rústað parinu hjá manni. Einn af skemmtilegri fítusunum við leikinn er “EA game face” þar býðst manni að skapa sinn eigin golf karakter, allt frá því hversu stór litla tá er til hvort karakterinn sé vel tenntur. Yðar undirritaður afrekaði að skapa Önnu Kournikovu Golfsins og skapaði einnig afar feitan dverg til að slá um sig á 18 holunum. Einnig velur maður klæðnað, golf græjur og jafnvel tattú á karakterinn. Með því að skapa eigin karakter býðst manni að spila “Rivals mode” sem var farið í hér á undan. Þegar keppt er þá eru afar lunknir kallar sem lýsa framvindu hverrar holu hjá manni og jafnvel gefa manni góð ráð með tildæmis vindátt og hvernig “grínið” hallar. Golf er afar vinsæl íþrótt um allan heim þessar mundir og fylgir alltaf áhorfenda skari með á hverri holu sem klappar þegar þér gengur vel og andvarpar þegar þér gengur illa. Niðurstaða mín er sú að Tiger Woods Pga tour er stórskemmtilegur íþróttaleikur sem gæti hentað Fifa nördi sem og Star trek nördi, leikurinn svínvirkar, hefur mikið skemmtanagildi og getur látið spilarann naga handabök sem og að stökkva hæð sína af kátínu yfir vel heppnuðum “birdie”. Framleiðandi Leiks: Electronic Arts Útgefandi leiks: Electronic Arts Baddi Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Haustið vel á veg komið og landinn byrjaður að finna fyrir kuldanum. Norðan garrinn strýkur “grínin” og nöturlegir vindar berast um golfvöllinn. Eini staðurinn þar sem ekki er kalt og notalegt við að hafast er golfskálinn, er þá bara ekki upplagt að skella sér í golfskóna samt, láta á sig hanskann á vinstri hönd, sixpenser og stilla sér upp fyrir eins og 18 holur í Tiger woods Pga tour? Það er einmitt málið, Tgier Woods PGA tour frá hinum vel sjóuðu galdramönnum Electronic Arts er nú nýlega kominn út og verður að segjast að niðurstaðan er ánægjuleg. Eins og nafnið gefur til kynna er Tiger Woods PGA tour golfleikur sem byggir mikið á sjálfum Tiger Woods, stærsta nafni golfsins í dag. Leikurinn sækir í bæði fyrirennara sína og aðra leiki byggða á þessari miklu íþrótt en bætir ýmsu við. Þegar í leikinn er komið þá býðst manni ýmsir kostir til að byrja með. Þar á meðal að skella sér beint í fyrsta högg sem Tiger woods sjálfur, hægt er að fara í til að mynda Rivals mode sem er hálfger úrdráttur af sögu golfsins með ýmsum þáttum, bæði spilamennsku og þrautum. Svo er það sjálfur PGA túrinn þar sem hægt er að byrja sem algert lamb og vinna sig upp. Í PGA mótaröðuninni er keppt á ýmsan hátt , allt frá svokölluðum “strokes” keppnum þar sem 72 holur eru spilaðar með því markmiði að vera sem mest undir pari og ef vel gengur þá eru miklar fjárhæðir í boði. Fjárhæðirnar verða svo enn meiri ef vel gengur að etja kappi við aðra golfara á PGA mótinu en einnig er sá möguleiki að tapa gríðarlegum tekjum ef tekur að halla undan fæti. Svo er einnig hægt að spila ýmsar leikfléttur á þeim golfvelli sem maður vill, bæði svokallað “scramble” þar sem tveir golfarar vinna saman að því að vera sem mest undir pari og margt fleira. Leikurinn býður uppá marga golfvelli sem eiga sér allir raunverulegar fyrirmyndir allt frá Pebble beach til Troon north vallanna. Vellirnir eru vel gerðir og þar má fyrst þakka þessari fínu grafíkvél sem keyrir leikinn, bæði tré og lækir raunverulegir og mikill munur á hæsta og lægsta garði. Raunveruleikavélin í leiknum ef svo mætti að orða komast er mjög skilvirk sem slík, veður og vindar hafa mikil áhrif og þarf að taka vindáttir með í reikninginn ef kúlan á að rata á skikkanlegan stað á “gríninu”. Tiger woods Pga tour er samt spilaður mjög “beint áfram” á stuttum tíma er hægt að læra inná hvernig á að meðhöndla kylfurnar á vellinum og stýra henni á grænu flötina en leikurinn flækist mikið þegar þangað er komið. Flóknasti og jafnframt mesta áskorunin við leikspilunina í Tiger Woods er að pútta, mætti halda að það þyrfti jarðfræðing, eðlisfræðing, eldflaugafræðing og svo góðan sálfræðing til að hjálpa manni í gegnum þær miklu þolraunir sem þar bíða. Því golf getur vægast sagt verið svekkjandi íþrótt, þó maður rati á græna flötinn með léttu móti þá getur púttið algerlega rústað parinu hjá manni. Einn af skemmtilegri fítusunum við leikinn er “EA game face” þar býðst manni að skapa sinn eigin golf karakter, allt frá því hversu stór litla tá er til hvort karakterinn sé vel tenntur. Yðar undirritaður afrekaði að skapa Önnu Kournikovu Golfsins og skapaði einnig afar feitan dverg til að slá um sig á 18 holunum. Einnig velur maður klæðnað, golf græjur og jafnvel tattú á karakterinn. Með því að skapa eigin karakter býðst manni að spila “Rivals mode” sem var farið í hér á undan. Þegar keppt er þá eru afar lunknir kallar sem lýsa framvindu hverrar holu hjá manni og jafnvel gefa manni góð ráð með tildæmis vindátt og hvernig “grínið” hallar. Golf er afar vinsæl íþrótt um allan heim þessar mundir og fylgir alltaf áhorfenda skari með á hverri holu sem klappar þegar þér gengur vel og andvarpar þegar þér gengur illa. Niðurstaða mín er sú að Tiger Woods Pga tour er stórskemmtilegur íþróttaleikur sem gæti hentað Fifa nördi sem og Star trek nördi, leikurinn svínvirkar, hefur mikið skemmtanagildi og getur látið spilarann naga handabök sem og að stökkva hæð sína af kátínu yfir vel heppnuðum “birdie”. Framleiðandi Leiks: Electronic Arts Útgefandi leiks: Electronic Arts
Baddi Leikjavísir Mest lesið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Gummi kíró kom Elísabetu til bjargar Jól Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira