Virkið Ísrael 7. nóvember 2005 19:19 Ísrael er síðasta vígi síðnýlendustefnunnar. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku áttaði sig loks á því að hann gat ekki lengur undirokað hina svörtu íbúa landsins; umsátursástandið sem þar ríkti hlaut að taka enda. Á sama hátt og Suður-Afríka aðskilnaðarstefnunnar er Ísrael virki hvítra manna gegn þeim sem dekkri eru. Ísraelsmenn óttast það mjög að íbúasamsetningin á svæðinu breytist. Þetta er í raun lykillinn að átökunum – demógrafían. --- --- --- Við stofnun Ísraelsríkis á síðustu öld tókst ekki að fá nógu marga svokallaða askenasí-gyðinga til að flytja til landsins; nokkuð vel menntað fólk sem var upprunnið í Austur-Evrópu líkt og flestir af leiðtogum Ísraels. Margir létu lífið í helförinni; aðrir kusu fremur að setjast að í Bandaríkjunum þar sem búa fleiri gyðingar en í Ísrael. Í staðinn fór að streyma inn sefardim-gyðingar, ættaðir frá Arabalöndum og Norður-Afríku. Gyðingarnir frá Evrópu litu niður á þetta fólk sem hafði tileinkað sér mikið af siðum araba. Þetta varð að hreinsa burt, kenna fólkinu að verða gyðingar upp á nýtt – ferlið var kallað hishtankenezut. Enn búa sefardim-gyðingar við lakari kjör en askenasíar. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að það eru þeir sem líta mest niður á Palestínumenn - sem þeir líkjast þó furðu mikið eftir að hafa deilt kjörum og að nokkru leyti menningu með aröbum um árhundruð. --- --- --- Nú hefur það gerst að straumur gyðinga til Ísraels hefur nánast stöðvast. Þeir einu sem koma eru trúarofstækismenn frá Bandaríkjunum. Í staðinn streymir inn fólk frá Rússlandi, ódýrt vinnuafl. Margir Ísraelsmenn halda að þeir muni fara aftur – það er misskilningur. Þetta fólk er ekki gyðingar, en sökum þess að Rússarnir eru "hvítir", þ.e.a.s. ekki arabar, eru þeir ekki taldir ógnun við ríkið. Það er liggur hins vegar blátt bann við því að leyfa Palestínumönnum sem voru flæmdir af heimilum sínum í þjóðernishreinsunum á síðustu öld að snúa aftur til heimkynna sinna. Það er mál sem fæst varla tekið upp í friðarviðræðum. --- --- --- Ísraelsríki er aftur farið að skreppa saman. Ísraelsher hefur dregið sig frá Suður-Líbanon og nú frá Gaza. Hreyfingar ofstækismanna berjast gegn þessu; þær eru hávær minnihluti og frekur. Framtíð Ísraels getur ekki legið með þessu fólki sem dreymir um einhvers konar fullnaðarsigur yfir aröbum. Menntaðir og veraldlega sinnaðir Ísraelsmenn vilja helst forða sér úr landi til að komast burt frá því. Á meðan fjölgar Palestínumönnum. Fyrir hvern nýjan ísraelskan þegn sem er borinn í heiminn fæðast þrír Palestínumenn. Þetta er staðreynd sem hefur mikil áhrif á ísraelsk stjórnmál. Niðurstaðan hefur verið sú að fara leið Suður-Afríku; að skilja að kynþættina. Í þessu tilviki með miklum múr. Stór-Ísrael sem áður var markmiðið víkur fyrir virkinu Ísrael. Lykilatriðið er að blandast ekki. Því þetta snýst um hvítt fólk og þeldökkt fólk; múrinn er tákmynd þess rasisma sem er innbyggður í ríkið. --- --- --- Þannig er Ísrael eins og eftirlegukind frá síðnýlendutímanum. Sagan sýnir að slík ríki standast ekki til lengdar þótt þeim takist að loka sig af með einhverjum hætti. Múrinn lokar óvininn að einhverju leyti úti; hann lægir kannski óttann en hann eitrar samfélagið fyrir innan. Þeir sem þekktu Ísrael eins og það var á fyrstu áratugunum finnst það miklu ógeðfelldari staður nú. Togstreitan innan samfélagsins hefur aukist, reiðin, tortryggnin og ofstækið. Hættan er að samfélag sem lokar sig inni með þessum hætti rotni að innan – eins og Suður-Afríka á sínum tíma. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Ísrael er síðasta vígi síðnýlendustefnunnar. Hvíti minnihlutinn í Suður-Afríku áttaði sig loks á því að hann gat ekki lengur undirokað hina svörtu íbúa landsins; umsátursástandið sem þar ríkti hlaut að taka enda. Á sama hátt og Suður-Afríka aðskilnaðarstefnunnar er Ísrael virki hvítra manna gegn þeim sem dekkri eru. Ísraelsmenn óttast það mjög að íbúasamsetningin á svæðinu breytist. Þetta er í raun lykillinn að átökunum – demógrafían. --- --- --- Við stofnun Ísraelsríkis á síðustu öld tókst ekki að fá nógu marga svokallaða askenasí-gyðinga til að flytja til landsins; nokkuð vel menntað fólk sem var upprunnið í Austur-Evrópu líkt og flestir af leiðtogum Ísraels. Margir létu lífið í helförinni; aðrir kusu fremur að setjast að í Bandaríkjunum þar sem búa fleiri gyðingar en í Ísrael. Í staðinn fór að streyma inn sefardim-gyðingar, ættaðir frá Arabalöndum og Norður-Afríku. Gyðingarnir frá Evrópu litu niður á þetta fólk sem hafði tileinkað sér mikið af siðum araba. Þetta varð að hreinsa burt, kenna fólkinu að verða gyðingar upp á nýtt – ferlið var kallað hishtankenezut. Enn búa sefardim-gyðingar við lakari kjör en askenasíar. Það er hins vegar kaldhæðnislegt að það eru þeir sem líta mest niður á Palestínumenn - sem þeir líkjast þó furðu mikið eftir að hafa deilt kjörum og að nokkru leyti menningu með aröbum um árhundruð. --- --- --- Nú hefur það gerst að straumur gyðinga til Ísraels hefur nánast stöðvast. Þeir einu sem koma eru trúarofstækismenn frá Bandaríkjunum. Í staðinn streymir inn fólk frá Rússlandi, ódýrt vinnuafl. Margir Ísraelsmenn halda að þeir muni fara aftur – það er misskilningur. Þetta fólk er ekki gyðingar, en sökum þess að Rússarnir eru "hvítir", þ.e.a.s. ekki arabar, eru þeir ekki taldir ógnun við ríkið. Það er liggur hins vegar blátt bann við því að leyfa Palestínumönnum sem voru flæmdir af heimilum sínum í þjóðernishreinsunum á síðustu öld að snúa aftur til heimkynna sinna. Það er mál sem fæst varla tekið upp í friðarviðræðum. --- --- --- Ísraelsríki er aftur farið að skreppa saman. Ísraelsher hefur dregið sig frá Suður-Líbanon og nú frá Gaza. Hreyfingar ofstækismanna berjast gegn þessu; þær eru hávær minnihluti og frekur. Framtíð Ísraels getur ekki legið með þessu fólki sem dreymir um einhvers konar fullnaðarsigur yfir aröbum. Menntaðir og veraldlega sinnaðir Ísraelsmenn vilja helst forða sér úr landi til að komast burt frá því. Á meðan fjölgar Palestínumönnum. Fyrir hvern nýjan ísraelskan þegn sem er borinn í heiminn fæðast þrír Palestínumenn. Þetta er staðreynd sem hefur mikil áhrif á ísraelsk stjórnmál. Niðurstaðan hefur verið sú að fara leið Suður-Afríku; að skilja að kynþættina. Í þessu tilviki með miklum múr. Stór-Ísrael sem áður var markmiðið víkur fyrir virkinu Ísrael. Lykilatriðið er að blandast ekki. Því þetta snýst um hvítt fólk og þeldökkt fólk; múrinn er tákmynd þess rasisma sem er innbyggður í ríkið. --- --- --- Þannig er Ísrael eins og eftirlegukind frá síðnýlendutímanum. Sagan sýnir að slík ríki standast ekki til lengdar þótt þeim takist að loka sig af með einhverjum hætti. Múrinn lokar óvininn að einhverju leyti úti; hann lægir kannski óttann en hann eitrar samfélagið fyrir innan. Þeir sem þekktu Ísrael eins og það var á fyrstu áratugunum finnst það miklu ógeðfelldari staður nú. Togstreitan innan samfélagsins hefur aukist, reiðin, tortryggnin og ofstækið. Hættan er að samfélag sem lokar sig inni með þessum hætti rotni að innan – eins og Suður-Afríka á sínum tíma.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun