Sport

Auðveldur sigur Premat

Alexandre Premat vann nokkuð þægilegan sigur í Malasíu
Alexandre Premat vann nokkuð þægilegan sigur í Malasíu AFP

Frakkar héldu sigurgöngu sinni áfram á heimsmeistaramótinu í kappakstri um helgina, þegar Malasíukappaksturinn fór fram. Alexandre Premat, sem var annar í rásröðinni í morgun, vann sprettkeppnina og vann svo auðveldan sigur í aðalkeppninni eftir að hafa haldið forystunni í 30 hringi.

Svisslendingurinn Neel Jani, sem var á ráspól, varð í öðru sæti í báðum keppnunum og Tomas Enge tryggði Tékkum fyrsta verðlaunasæti sitt með því að ná þriðja sætinu í aðalkeppninni.

"Þetta var nokkuð þægilegur sigur fyrir mig í dag," sagði Premat. "Eftir að ég komst fram úr Jani var eftirleikurinn nokkuð auðveldur. Liðið mitt tók þá góðu ákvörðun að taka þjónustuhlé í miðjum kappakstrinum, en þá var bíllinn orðinn nokkuð erfiður, en þeir komu mér inn aftur á undan Kerr sem var farinn að pressa nokkuð stíft á mig og þegar voru tíu hringir eftir var ég eiginlega bara að hugsa um að spara bílinn," sagði Frakkinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×