Frá Piccadilly og Póllandi 12. desember 2005 00:11 Ég stóð á Piccadilly á laugardaginn og fylgdist með miklum fjölda af ungum múslimum í mótmælagöngu. Konurnar gengu sér, klæddar í hinn dapurlega búning múslimakvenna; karlarnir framar í göngunni, skeggjaðir, margir með gleðisnauðan þóttasvip í augunum. Ég sá á andlitum margra vegfarenda að þeim fannst þetta frekar óhugnanleg ganga – maður stóð lengi þögull álengdar og velti fyrir sér hugarfarinu sem býr þarna að baki. En þessi aðgerð var greinilega vel skipulögð. Allir göngumenn báru prentaða dreifimiða með slagorðum sem þeir kyrjuðu hástöfum og út um allt voru appelsínugulir borðar þar sem voru letraðir frasar eins og –Muslims in Britain challenge secularism!Muslims demand khalifah not capitalism!War on terror - war on muslims! This umma will not be divided! Inn á milli hrópuðu allir hástöfum Allah akbar! --- --- --- Ég heyrði að kona sem stóð álengdar sagði - "nobody asked them to stay here". Ég gat ekki annað en samþykkt þetta í huganum. Að nafninu til átti gangan að vera gegn hryðjuverkalögum Blairs, en mér sýndist þetta snúast um annað og meira. --- --- --- Fyrr í vikunni var ég í Kraká. Þar kom ég síðast veturinn 1986. Þegar maður segir íbúum borgarinnar að maður hafi komið þangað fyrir tveim áratugum, á tíma kommúnistastjórnarinnar, segja allir - en þetta hefur breyst svo mikið. Það er rétt, en þó ekki að öllu leyti. Það eru fleiri veitingahús – og allt sem er auglýst á matseðlum veitingahúsana er fáanlegt ólíkt því sem áður var. Það eru fleiri búðir og ljósaskilti, verslunarmiðstöðvar í úthverfunum. En andrúmsloftið í borginni er hið sama; þetta er borg með gömlum húsasundum og skúmaskotum, full af mið-evrópskri dulúð, minningum um horfinn heim gyðinga, gömlu myrkri, rammri kaþólsku. --- --- --- Þegar ég bjó í París fyrir mörgum árum var mjög lífleg umræða um Mið-Evrópu; orðið Mitteleuropa var þá gjarnan notað af menningarvitunum. Fremstur í flokki var sá bráðgáfaði höfundur Timothy Garton-Ash. Álfunni var skipt milli austurs og vesturs og umræðan snerist um hvort Mið-Evrópa væri yfirleitt til lengur sem menningarsvæði. Það var talin ástæða til að efast um það eftir árin undir nasismanum og síðan kommúnismanum. Sá sem kemur núna til landa eins og Suður-Póllands, Ungverjalands, Tékklands og Slóveníu þarf ekkert að velkjast í vafa um það. Þetta er sérstakur menningarheimur sem á sinn stað í hjarta Evrópu. --- --- --- Það var einmitt veturinn sem ég fór til Póllands að Hófí var kosin heimsfegurðardrottning. Ég var að skrifa grein um stjórnmálaaástandið í landinu eftir að Jaruselski hershöfðingi setti herlög, fór meðal annars á leynifundi með andstöðumönnum í kirkjum; ræddi við andófsmanninn Jacek Kuron meðan leynilögeglumenn þóttust vera að mála blokkina sem hann bjó í, hann benti mér á hljóðnema sem var falinn í stofunni; hálfpartinn mútaði Thadeusz Konwicki, einum helsta rithöfundi Póllands, til að tala við mig með Marlboro-sígarettum sem hann mátti örugglega ekki reykja því hann hóstaði allan tímann; fór í mjög fjölmenna messu í kirkjunni þar sem presturinn og píslarvotturinn Jerzy Popielusko þjónaði áður en hann var myrtur. Ég monta mig af því að hafa séð eða hitt marga frægustu Pólverja tuttugustu aldarinnar, auk ofantalinna leikhúsmanninn Tadeusz Kantor, nóbelsverðlaunahafann Czeslav Milosz – og svo Jóhannes Pál páfa sem ég sá í Vatíkaninu á mektartíma þessa stórmennis. --- --- --- Mér fannst Pólverjarnir sem ég hitti þennan vetur opnir og skemmtilegir; ég var ekki búinn að vera nema þrjá tíma í Varsjá þegar ég var kominn í partí með lagadeildinni í háskólanum. Stúdentarnir reyndust mér mjög hjálplegir við að komast í sambönd við andófsöflin í borginni Eitt sem kom mér á óvart var hvernig allir þekktust. Margir andófsmennirnir og blaðamennirnir sem voru mest á móti stjórninni voru vel kunnugir broddunum í kommúnistaflokknum. Höfðu kannski gengið með þeim í skóla. Þannig var þetta miklu þrengri heimur en ég hafði gert mér grein fyrir. Kannski auðveldaði þetta líka umskiptin þegar kommúnisminn féll endanlega. Kúgunin var samt áþreifanleg, en þó ekkert í líkingu við Tékkóslóvakíu sem ég heimsótti líka á þessum árum. Þar þorðu menn ekki að tjá skoðanir sínar við útlendinga, voru lokaðir og þunglyndislegir. --- --- --- Ég nefndi Hófí. Það þóttu rosaleg tíðindi þegar hún var kosin Ungfrú Heimur. Þjóðin var að rifna úr stolti, þetta nálgaðist móðursýki. En eins og þeir þreytast ekki á að benda á í Fréttablaðinu var meira fásinni þá svo kannski kippa menn sér ekki sérstaklega upp við fegurðardrottningartitil Unnar Birnu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Ég stóð á Piccadilly á laugardaginn og fylgdist með miklum fjölda af ungum múslimum í mótmælagöngu. Konurnar gengu sér, klæddar í hinn dapurlega búning múslimakvenna; karlarnir framar í göngunni, skeggjaðir, margir með gleðisnauðan þóttasvip í augunum. Ég sá á andlitum margra vegfarenda að þeim fannst þetta frekar óhugnanleg ganga – maður stóð lengi þögull álengdar og velti fyrir sér hugarfarinu sem býr þarna að baki. En þessi aðgerð var greinilega vel skipulögð. Allir göngumenn báru prentaða dreifimiða með slagorðum sem þeir kyrjuðu hástöfum og út um allt voru appelsínugulir borðar þar sem voru letraðir frasar eins og –Muslims in Britain challenge secularism!Muslims demand khalifah not capitalism!War on terror - war on muslims! This umma will not be divided! Inn á milli hrópuðu allir hástöfum Allah akbar! --- --- --- Ég heyrði að kona sem stóð álengdar sagði - "nobody asked them to stay here". Ég gat ekki annað en samþykkt þetta í huganum. Að nafninu til átti gangan að vera gegn hryðjuverkalögum Blairs, en mér sýndist þetta snúast um annað og meira. --- --- --- Fyrr í vikunni var ég í Kraká. Þar kom ég síðast veturinn 1986. Þegar maður segir íbúum borgarinnar að maður hafi komið þangað fyrir tveim áratugum, á tíma kommúnistastjórnarinnar, segja allir - en þetta hefur breyst svo mikið. Það er rétt, en þó ekki að öllu leyti. Það eru fleiri veitingahús – og allt sem er auglýst á matseðlum veitingahúsana er fáanlegt ólíkt því sem áður var. Það eru fleiri búðir og ljósaskilti, verslunarmiðstöðvar í úthverfunum. En andrúmsloftið í borginni er hið sama; þetta er borg með gömlum húsasundum og skúmaskotum, full af mið-evrópskri dulúð, minningum um horfinn heim gyðinga, gömlu myrkri, rammri kaþólsku. --- --- --- Þegar ég bjó í París fyrir mörgum árum var mjög lífleg umræða um Mið-Evrópu; orðið Mitteleuropa var þá gjarnan notað af menningarvitunum. Fremstur í flokki var sá bráðgáfaði höfundur Timothy Garton-Ash. Álfunni var skipt milli austurs og vesturs og umræðan snerist um hvort Mið-Evrópa væri yfirleitt til lengur sem menningarsvæði. Það var talin ástæða til að efast um það eftir árin undir nasismanum og síðan kommúnismanum. Sá sem kemur núna til landa eins og Suður-Póllands, Ungverjalands, Tékklands og Slóveníu þarf ekkert að velkjast í vafa um það. Þetta er sérstakur menningarheimur sem á sinn stað í hjarta Evrópu. --- --- --- Það var einmitt veturinn sem ég fór til Póllands að Hófí var kosin heimsfegurðardrottning. Ég var að skrifa grein um stjórnmálaaástandið í landinu eftir að Jaruselski hershöfðingi setti herlög, fór meðal annars á leynifundi með andstöðumönnum í kirkjum; ræddi við andófsmanninn Jacek Kuron meðan leynilögeglumenn þóttust vera að mála blokkina sem hann bjó í, hann benti mér á hljóðnema sem var falinn í stofunni; hálfpartinn mútaði Thadeusz Konwicki, einum helsta rithöfundi Póllands, til að tala við mig með Marlboro-sígarettum sem hann mátti örugglega ekki reykja því hann hóstaði allan tímann; fór í mjög fjölmenna messu í kirkjunni þar sem presturinn og píslarvotturinn Jerzy Popielusko þjónaði áður en hann var myrtur. Ég monta mig af því að hafa séð eða hitt marga frægustu Pólverja tuttugustu aldarinnar, auk ofantalinna leikhúsmanninn Tadeusz Kantor, nóbelsverðlaunahafann Czeslav Milosz – og svo Jóhannes Pál páfa sem ég sá í Vatíkaninu á mektartíma þessa stórmennis. --- --- --- Mér fannst Pólverjarnir sem ég hitti þennan vetur opnir og skemmtilegir; ég var ekki búinn að vera nema þrjá tíma í Varsjá þegar ég var kominn í partí með lagadeildinni í háskólanum. Stúdentarnir reyndust mér mjög hjálplegir við að komast í sambönd við andófsöflin í borginni Eitt sem kom mér á óvart var hvernig allir þekktust. Margir andófsmennirnir og blaðamennirnir sem voru mest á móti stjórninni voru vel kunnugir broddunum í kommúnistaflokknum. Höfðu kannski gengið með þeim í skóla. Þannig var þetta miklu þrengri heimur en ég hafði gert mér grein fyrir. Kannski auðveldaði þetta líka umskiptin þegar kommúnisminn féll endanlega. Kúgunin var samt áþreifanleg, en þó ekkert í líkingu við Tékkóslóvakíu sem ég heimsótti líka á þessum árum. Þar þorðu menn ekki að tjá skoðanir sínar við útlendinga, voru lokaðir og þunglyndislegir. --- --- --- Ég nefndi Hófí. Það þóttu rosaleg tíðindi þegar hún var kosin Ungfrú Heimur. Þjóðin var að rifna úr stolti, þetta nálgaðist móðursýki. En eins og þeir þreytast ekki á að benda á í Fréttablaðinu var meira fásinni þá svo kannski kippa menn sér ekki sérstaklega upp við fegurðardrottningartitil Unnar Birnu.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun