Einfalt er best 25. febrúar 2005 00:01 Í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit galdrar Ásta Björk Magnúsdóttir fram dýrindis rétti úr alíslensku hráefni. Á dögunum kallaði landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra snaraði hún fram dýrindis hlaðborði þar sem allt hráefni var íslenskt, en tilefni fundarins var heimasala bænda á afurðum sínum. "Ég legg áherslu á að nota alltaf íslenskt hráefni, ef það er hægt," segir Ásta Björk, en í þessu tilfelli var þess krafist. "Hráefnið fæ ég svo héðan og þaðan en reyni að sækja það mest hérna í kring," segir Ásta. Meðal þeirra rétta sem hún bar á borð var grafin lundi með fjallagrösum, sítrónukryddleginn lambavöðvi og rúgbrauð með heimalagaðri lifrarkæfu, en réttirnir voru hver öðrum girnilegri. Veiðihúsið hjá Ástu er í fullri notkun á sumrin en á veturna leigir hún það út til hópa og er möguleiki á að hún fylgi með sem matreiðslumaður. "Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt þar sem maður er alltaf að taka á móti fólki, og ég ligg yfir uppskriftum. Ég var til dæmis að grafa gæs þegar mér datt í hug að nota sömu uppskrift á lunda og það heppnaðist bara mjög vel, " segir Ásta. Hún segist ekkert vera að leggja sig fram við að hafa hlutina flókna, enda þarf það ekki að vera betra. "Yfirleitt er það einfalda best," segir Ásta að lokum. Matur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið
Í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit galdrar Ásta Björk Magnúsdóttir fram dýrindis rétti úr alíslensku hráefni. Á dögunum kallaði landbúnaðarráðherra til blaðamannafundar í veiðihúsinu við Laxá í Leirársveit, þar sem Ásta Björk Magnúsdóttir ræður ríkjum. Að beiðni ráðherra snaraði hún fram dýrindis hlaðborði þar sem allt hráefni var íslenskt, en tilefni fundarins var heimasala bænda á afurðum sínum. "Ég legg áherslu á að nota alltaf íslenskt hráefni, ef það er hægt," segir Ásta Björk, en í þessu tilfelli var þess krafist. "Hráefnið fæ ég svo héðan og þaðan en reyni að sækja það mest hérna í kring," segir Ásta. Meðal þeirra rétta sem hún bar á borð var grafin lundi með fjallagrösum, sítrónukryddleginn lambavöðvi og rúgbrauð með heimalagaðri lifrarkæfu, en réttirnir voru hver öðrum girnilegri. Veiðihúsið hjá Ástu er í fullri notkun á sumrin en á veturna leigir hún það út til hópa og er möguleiki á að hún fylgi með sem matreiðslumaður. "Ég er alltaf að prófa eitthvað nýtt þar sem maður er alltaf að taka á móti fólki, og ég ligg yfir uppskriftum. Ég var til dæmis að grafa gæs þegar mér datt í hug að nota sömu uppskrift á lunda og það heppnaðist bara mjög vel, " segir Ásta. Hún segist ekkert vera að leggja sig fram við að hafa hlutina flókna, enda þarf það ekki að vera betra. "Yfirleitt er það einfalda best," segir Ásta að lokum.
Matur Mest lesið Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Héldu að hún væri rokkstjarna eða gift ríkum gaur Tíska og hönnun Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið