Gengið sterkt til frambúðar 31. janúar 2005 00:01 Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar. Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira
Hátt raungengi krónunnar um þessar mundir er til marks um bætt efnahagsskilyrði í landinu og því er líklegt að krónan verði áfram sterk. Þetta kom fram í riti greiningardeildar Landsbankans "Sterk króna til framtíðar" sem kom út í gær. Björn Rúnar Guðmundsson, hagfræðingur í Landsbankanum, segir það vera til marks um styrkleika í hagkerfinu að raungengið fari hækkandi því það gefi til kynna að framleiðni og kaupmáttur fari vaxandi. "Það er styrkleikamerki að raungengið fari hækkandi," segir hann. Í riti greiningardeildarinnar kemur fram að gera megi ráð fyrir að gengisvísitala krónunnar haldist í námunda við 115 stig fram ámitt næsta ár. Þá muni gengið gefa eftir og fara í 130 stig en nái nýju jafnvægi í kringum 125 stig. Gangi þessi spá eftir þýðir það að raungengið verði um fimm prósent hærra en sögulegt meðaltal áranna 1990 til 2003 segir til um næst þegar jafnvægi er í þjóðarbúskapnum. Stóriðjuframkvæmdir ráða miklu um sterkt gengi krónunnar um þessar mundir en aðrir þættir hafa hins vegar þau áhrif að langtímaspá Landsbankans vísar til þess að gengið verði áfram sterkt. "Þau atriði sem skipta mestu eru lækkandi fjármagnskostnaður, hagstætt skattaumhverfi, breytingar á vinnumarkaði, minnkandi vægi sjávarútvegs og vaxandi eignir íslenskra fyrirtækja og lífeyrissjóða erlendis," segir í riti greiningardeildarinnar. Raungengi segir til um hlutfallslega verðþróun á milli landa. Hátt raungengi krónunnar bendir til þess að kostnaður við framleiðslu hafi aukist hraðar hér á landi en í samkeppnislöndunum. Sú þróun hefur verið á undanförnum árum. Frá 1998 hefur verðlag á Íslandi hækkað um 32 prósent en um 13 prósent í samkeppnislöndunum og launakostnaður hefur hækkað um 25 prósent á Íslandi en um 12 prósent í samkeppnislöndunum. Þetta bendir til þess að þótt nafnengi krónunnar sé svipað nú og árið 1998 þá hafi samkeppnisaðstæður íslensks atvinnulífs versnað verulega. Björn Rúnar segir að aðgerðir ríkisstjórnar og Seðlabanka muni ráða mestu um það hvort íslenskt atvinnulíf nái að standa undir því að raungengi krónunnar verði áfram sterkt á næstu árum. "Einhverjar atvinnugreinar munu líða fyirr þessa þróun en fyrirtækin eiga að geta borið þann kostnaðarauka sem hærra raungengi felur í sér vegna framleiðniaukningar og aukin framleiðni getur skilað varanlegri kaupmáttaraukningu inn í hagkerfið," segir Björn Rúnar.
Viðskipti Mest lesið Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Viðskipti innlent Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Viðskipti innlent Bjartara yfir við opnun markaða Viðskipti erlent Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Neytendur Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Viðskipti innlent Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Viðskipti erlent Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækkanir í Kauphöllinni á ný Viðskipti innlent Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Viðskipti innlent Fleiri fréttir Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Hækkanir í Kauphöllinni á ný Nýr fríverslunarsamningur við Úkraínu samþykktur Greiðslur og rafræn skilríki komin í samt lag Ráðinn forstöðumaður fyrirtækjasviðs Ormsson Truflanir í heimabönkum vegna bilunar hjá Reiknistofu bankanna Tvö hundruð konur töluðu um orkumál á KÍO-deginum Um 44 prósent hlynnt inngöngu í Evrópusambandið Kaupa fyrir 234 milljónir og eiga rúman þriðjung Fátt rökrétt við lækkanirnar Vöruviðskiptin tíu milljörðum óhagstæðari en í mars í fyrra Áframhaldandi hrun í Kauphöllinni Metfjöldi farþega í mars OK með nýjan fjármálastjóra Tollar Trumps kalli á að Ísland aðlagi sig að breyttum leikreglum „Að fá sér Bryndísarpizzu skiptir máli“ Wow fékk bestu þjónustu Airbus eftir að Icelandair valdi Boeing Olíuvinnsla á Drekasvæðinu geti staðið undir rekstri ríkisins í tuttugu ár Kínverskir ferðamenn aldrei fleiri: Beint flug hefjist von bráðar Eldrauð Kauphöll: Bandaríkjamenn horfi fram á lakari lífskjör Sættast við Fjármálaeftirlitið og greiða fimmtán milljóna sekt Guðmundur í Brimi nýr formaður Einar Hrafn og Díana Dögg til Reon Kristjana til ÍSÍ Nánast allir telja útgerðirnar geta greitt hærri veiðigjöld Lítið sem ekkert fékkst upp í kröfur í þrotabú bakarísins Kaupmáttur jókst á milli ára Tollastríð geti haft áhrif á vaxtalækkunarferli og íslenska ferðaþjónustu Trump-tollarnir muni ekki kollsteypa útflutningsgreinum Íslands „Svartari sviðsmynd en flestir bjuggust við“ Sjá meira