
Sport
Beckman með forystu í Colorado

Bandaríkjamaðurinn Cameron Beckman hefur forystu á Internacional-mótinu í golfi í Castle Rock í Colorado. Spilað er eftir Stableford-fyrirkomulagi og er Beckman með 23 punkta en jafnir einum punkti á eftir eru landar hans Billy Mayfair, Charles Howell og Brand Jobe. Spilaðar verða 36 holur í dag. Sýnt verður beint frá mótinu á Sýn í kvöld.