Lögreglukylfan og penninn 15. júní 2005 00:00 Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru „í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki „í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt „fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á „hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi hennar. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra var sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Halldór 11.01.2025 Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun
Vonbrigðin skinu út úr grein þeirri, sem Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur skrifaði hér í blaðið á mánudaginn vegna þess, að Héraðsdómur vísaði í síðustu viku frá máli erfingja Halldórs Kiljans Laxness gegn mér. Þeir höfðu krafist opinberrar refsingar ásamt miskabótum og skaðabótum, af því að ég gerðist svo djarfur að nýta mér minningabrot skáldsins í ævisögu hans. Guðmundur Andri huggaði sig við það, að úrskurður Héraðsdóms væri ekki efnislegur, heldur snerist um það, að málið væri stórlega vanreifað af hálfu erfingjanna. Eftir væri að fá úr því skorið, hvort vinnubrögð mín væru „í lagi". Það kemur á óvart að heyra slíkan tón frá rithöfundi. Jafnvel þótt vinnubrögð mín væru ekki „í lagi" að einhverra dómi, þarf það auðvitað ekki að merkja, að ég hafi brotið lög. Það er eitthvað óviðkunnanlegt við það, þegar einn rithöfundur óskar þess, að dómstólar skipi öðrum fyrir um það, hvernig hann eigi að skrifa. Fer penni ekki betur í hendi rithöfundar en lögreglukylfa? Guðmundur Andri á samt þakkir skildar fyrir grein sína. Hann staðfestir málflutning minn um tvö mikilvæg úrlausnarefni. Hið fyrra er, hvað valdi hinni ótrúlegu heift, sem nokkrir vinstri sinnaðir bókmenntafræðingar með greiðan aðgang að fjölmiðlum hafa sýnt mér síðustu misseri. Skýringin er, að þeir telja sig hafa einkaeignarrétt á ævi og verkum Halldórs Kiljans Laxness. Guðmundur Andri skrifaði eitt sinn grein hér í blaðið undir fyrirsögninni „Þegar boðflennan gerist veislustjóri". Hún var um það, að ég skyldi skrifa bók um Laxness. Fyrirsögnin var fróðleg: Þetta var bersýnilega samkoma, sem aðeins átti að bjóða sumum í. Aðrir voru boðflennur. Laxness var samkvæmt því ekki þjóðskáld, heldur þinglýst eign nokkurra vinstri sinnaðra menntamanna. Guðmundur endurtekur slíkar líkingar í grein sinni hér á mánudaginn. Ég hafi með því að skrifa ævisögu Laxness reynt „fjandsamlega yfirtöku". Yfirtöku frá hverjum? Væntanlega Guðmundi Andra og félögum hans, sem eigi skáldið. Eitt sinn var talað um flokkseigendafélagið. Nú mætti tala um Halldórseigendafélagið. Seinna atriðið, sem Guðmundur Andri staðfestir í grein sinni, er, að texti minn í ævisögunni um Laxness er ekki hinn sami og texti Laxness í minningabókum hans, en sú ásökun hefur heyrst oftar en tölu verður á komið. Megininntakið í grein Guðmundar Andra er einmitt, að texti minn sé miklu síðri texta Laxness! Ég hef oft gert grein fyrir því opinberlega, hvernig ég vann í fyrsta bindi ævisögunnar úr texta Laxness (og öðrum textum auðvitað líka) eigin texta: Ég studdist mjög við lýsingar skáldsins á æsku sinni, en breytti þeim eftir eðli og tilgangi verks míns. Þar á meðal stytti ég setningar og tók út skáldlegar líkingar og einstaklingsbundið mat. Ég vildi skrifa einfaldan, hraðan, lipran blaðamannastíl, ekki tilþrifamikinn eða ljóðrænan rithöfundastíl, sem átti ekki við í ævisögu Laxness, þótt hann dygði honum sjálfum vel í minningabókunum. Þetta kallar Guðmundur Andri með fyrirlitningu maggísúpustíl. Ég get af því tilefni sagt honum, að stundum má taka undir gagnrýni meistara Þórbergs á „hriflingabjargastíl" Laxness. Hann á það til að vera of tilgerðarlegur, vera öðru vísi til þess eins að vera öðru vísi, nota skrýtin orð aðeins af þeirri ástæðu, að þau eru skrýtin. Í herferð Halldórseigendafélagsins gegn mér eftir útkomu fyrsta bindis ævisögu Laxness, sakaði Helga Kress mig um stórfellda rannsókna- og hugmyndastuldi, þar sem ég hefði ekki vísað nógu oft til annarra fræðimanna. Þótt Helga gengi þar allt of langt, skal ég játa á mig yfirsjón. Í bók minni voru ekki nema 1.600 tilvísanir. Þær hefðu mátt vera 1.700. Til er fólk, sem skrifar eina ritgerð í fræðileg tímarit annað hvort ár og hefur lítið annað að gleðjast yfir í lífinu en það, að vísað sé til þess í neðanmálsgreinum. Mér var útlátalaust að sýna þessu neðanmálsfólki virðingu. En mér sýnist Guðmundur Andri sekur um hið sama í grein sinni hér í blaðinu á mánudaginn. Hann notar dæmi frá Helgu Kress án þess að geta hennar. Er þetta ekki rannsóknastuldur í skilningi hennar? Raunar er Guðmundur Andri líka sekur um hugmyndastuld í skilningi hennar. Í skáldsögu sinni, Íslandsförinni, notaði Guðmundur Andri atvik og einstaklinga úr ævisögu Þorláks Johnsons eftir Lúðvík Kristjánsson, eins og Einar Sveinbjörnsson benti á í blaðagrein í ársbyrjun 1997. En auðvitað var Guðmundur Andri ekki sekur þar um hugmyndastuld. Mælikvarði Helgu Kress er allt of strangur. Þetta var ekki þjófnaður texta, heldur úrvinnsla. Skáldsaga Guðmundar Andra var sjálfstætt sköpunarverk, eins og bók mín um Laxness. Er niðurstaðan ekki sú, að hvorugur okkar Guðmundar Andra er neinn glæpamaður og hann ætti að leggja frá sér lögreglukylfuna og taka upp pennann?
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun