Árekstrar á Austurlandi 17. janúar 2005 00:01 Það þarf ekki að kvarta undan fréttaþurrð eða gúrkutíð á Íslandi meðan hver uppákoman rekur aðra við álver og virkjun á Austurlandi. Árekstrar út og suður og á sama tíma sér forseti bæjarstjórnar á Austurhéraði ástæðu til að tala um sérstaka samstöðu um verkefnið, alveg frá byrjun. Það er ekki gott að segja hvort réttara er að hlæja eða gráta, sennilega er þó réttast að segja að þetta sé allt grátbroslegt. Allt frá því að átök hófust um virkjun á Eyjabökkum hefur þetta mál undið upp á sig og oft tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Átök um virkjun Jökulsár í Fljótsdal við Eyjabakka voru hatrammar. Þær snerust fyrst og fremst um það hvort 20 ára gamalt virkjunarleyfi væri gilt eða ekki. Á þeim 20 árum hafði hönnun virkjunarinnar breyst umtalsvert og leikreglur samfélagsins ekki síður. Mörgum þótti breytingar á hönnun virkjunar vera til bóta en eigi að síður varð niðurstaða þeirra deilna sú að leyfið væri ekki í gildi, endurskoðunar væri þörf og síðan var fallið frá virkjun þar eins og alþjóð veit. Átökin voru erfið, ekki síst í austfirsku samfélagi og hægt að tala um stríðandi fylkingar. Síðan var hafist handa við Kárahnjúka eftir miklar deilur og átök í þjóðfélaginu og frá þeim tíma hefur ekki linnt látum og árekstrum af ýmsu tagi og sér ekki fyrir endann á þeim. Nýleg niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að álver í Reyðarfirði þurfi að sæta mati á umhverfisáhrifum, þvert gegn úrskurði umhverfisráðherra tekur undir það sjónarmið sem varð ofan á í Eyjabakkamálinu, að leikreglur samtímans eigi að gilda. Ýmsir hafa haldið því fram að álverið þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum á nýjan leik þrátt fyrir umtalsverðar breytingar á hönnun. Þær breytingar hafi verið til bóta. Leikreglurnar eru þó skýrar. Við höfum komið okkur saman um að meta skuli umhverfisáhrif verkefna af þessu tagi og þessari stærðargráðu. Álit einstakra manna á því hvort eitthvað er betra eða verra á ekki að hafa nein áhrif þar á. Leikreglum ber að fylgja. Það þýðir ekki að standa sár og reiður frammi fyrir kastljósi fjölmiðla og segjast ekki skilja þetta. Það er enginn vandi að skilja, svona eru reglurnar og þeim ber að fylgja. Það skilur nýráðinn forstjóri álvers á Reyðarfirði og viðbrögð hans eru honum til sóma. Það er hins vegar undarlegt að fylgjast með átökum við samtök atvinnulífsins um mannaráðningar og starfsmannahald við Kárahnjúka. Leikmaður veit ekkert hverju hann á að trúa. Þar hefði maður haldið að leikreglur væru líka skýrar en svo virðist ekki vera. Ljóst er að annað hvort túlka menn lögin hver með sínum hætti, sem þýðir að þau eru þá varla nógu afdráttarlaus, eða þeir hreinlega ljúga að okkur linnulítið og almenningur þarf að velja hverjum hann á að halda með. Slíkt er út í hött. Leikreglurnar hljóta að vera skýrar þarna líka og svo virðist sem Impregilo sé að komast upp með að ganga á skjön við samninga sem gerðir hafa verið. Ef sú er raunin verða stjórnvöld að grípa í taumana en láta ekki skammtímagróðasjónarmið og áhyggjur af einstökum atkvæðum verða þess valdandi að leikreglur séu brotnar. Lítilvægasta dæmið um samstöðuskort var sennilega þegar forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð lýsti andstöðu sinni við búsetu forstjóra álversins í Reyðarfirði, sem hefur ákveðið að setja sig niður á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni. Þjóðin hló og það var í sjálfu sér ágætt því svona rétt eftir jólin er oft fátt sem kætir. En í raun var þetta ekkert sérstaklega fyndið. Afstaða forsetans endurspeglaði nefnilega skort á samstöðu og það er sorglegt. Það rifjaðist líka upp að þessi sami forseti hafði ekkert á móti því að Norðfirðingur tæki við stöðu forstöðumanns Fræðsluskrifstofu Austurlands á Reyðarfirði löngu fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga. Hann gerði heldur ekki athugasemdir við það að Reyðfirðingur var ráðinn forstöðumaður Byggðastofnunar á Egilsstöðum. Enginn annar sá heldur ástæðu til að amast við þessum ráðningum og akstri starfsmannanna tveggja milli heimilis og vinnustaðar. Þvert á móti held ég að þeim hafi báðum verið vel tekið á vinnustað. Það er dapurlegt að enn skuli lifa í einstökum mönnum þessi hrepparígur sem árum saman hefur þvælst fyrir víða um land. Þeim mun meiri ástæða er til að gleðjast með þeim byggðarlögum sem hafa borið gæfu til að hefja sig upp fyrir slík átök og starfa saman. Vonandi eru þau fleiri en færri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Inga Rósa Þórðardóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Framúrskarandi þjónusta byggir upp traust á fyrirtækjum Ingibjörg Valdimarsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Athugasemdir við eignaumsýslu Landsbanka Íslands Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Í aðdraganda jóla – hugleiðing Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun
Það þarf ekki að kvarta undan fréttaþurrð eða gúrkutíð á Íslandi meðan hver uppákoman rekur aðra við álver og virkjun á Austurlandi. Árekstrar út og suður og á sama tíma sér forseti bæjarstjórnar á Austurhéraði ástæðu til að tala um sérstaka samstöðu um verkefnið, alveg frá byrjun. Það er ekki gott að segja hvort réttara er að hlæja eða gráta, sennilega er þó réttast að segja að þetta sé allt grátbroslegt. Allt frá því að átök hófust um virkjun á Eyjabökkum hefur þetta mál undið upp á sig og oft tekið á sig hinar undarlegustu myndir. Átök um virkjun Jökulsár í Fljótsdal við Eyjabakka voru hatrammar. Þær snerust fyrst og fremst um það hvort 20 ára gamalt virkjunarleyfi væri gilt eða ekki. Á þeim 20 árum hafði hönnun virkjunarinnar breyst umtalsvert og leikreglur samfélagsins ekki síður. Mörgum þótti breytingar á hönnun virkjunar vera til bóta en eigi að síður varð niðurstaða þeirra deilna sú að leyfið væri ekki í gildi, endurskoðunar væri þörf og síðan var fallið frá virkjun þar eins og alþjóð veit. Átökin voru erfið, ekki síst í austfirsku samfélagi og hægt að tala um stríðandi fylkingar. Síðan var hafist handa við Kárahnjúka eftir miklar deilur og átök í þjóðfélaginu og frá þeim tíma hefur ekki linnt látum og árekstrum af ýmsu tagi og sér ekki fyrir endann á þeim. Nýleg niðurstaða Héraðsdóms þess efnis að álver í Reyðarfirði þurfi að sæta mati á umhverfisáhrifum, þvert gegn úrskurði umhverfisráðherra tekur undir það sjónarmið sem varð ofan á í Eyjabakkamálinu, að leikreglur samtímans eigi að gilda. Ýmsir hafa haldið því fram að álverið þurfi ekki að fara í mat á umhverfisáhrifum á nýjan leik þrátt fyrir umtalsverðar breytingar á hönnun. Þær breytingar hafi verið til bóta. Leikreglurnar eru þó skýrar. Við höfum komið okkur saman um að meta skuli umhverfisáhrif verkefna af þessu tagi og þessari stærðargráðu. Álit einstakra manna á því hvort eitthvað er betra eða verra á ekki að hafa nein áhrif þar á. Leikreglum ber að fylgja. Það þýðir ekki að standa sár og reiður frammi fyrir kastljósi fjölmiðla og segjast ekki skilja þetta. Það er enginn vandi að skilja, svona eru reglurnar og þeim ber að fylgja. Það skilur nýráðinn forstjóri álvers á Reyðarfirði og viðbrögð hans eru honum til sóma. Það er hins vegar undarlegt að fylgjast með átökum við samtök atvinnulífsins um mannaráðningar og starfsmannahald við Kárahnjúka. Leikmaður veit ekkert hverju hann á að trúa. Þar hefði maður haldið að leikreglur væru líka skýrar en svo virðist ekki vera. Ljóst er að annað hvort túlka menn lögin hver með sínum hætti, sem þýðir að þau eru þá varla nógu afdráttarlaus, eða þeir hreinlega ljúga að okkur linnulítið og almenningur þarf að velja hverjum hann á að halda með. Slíkt er út í hött. Leikreglurnar hljóta að vera skýrar þarna líka og svo virðist sem Impregilo sé að komast upp með að ganga á skjön við samninga sem gerðir hafa verið. Ef sú er raunin verða stjórnvöld að grípa í taumana en láta ekki skammtímagróðasjónarmið og áhyggjur af einstökum atkvæðum verða þess valdandi að leikreglur séu brotnar. Lítilvægasta dæmið um samstöðuskort var sennilega þegar forseti bæjarstjórnar í Fjarðarbyggð lýsti andstöðu sinni við búsetu forstjóra álversins í Reyðarfirði, sem hefur ákveðið að setja sig niður á Egilsstöðum með fjölskyldu sinni. Þjóðin hló og það var í sjálfu sér ágætt því svona rétt eftir jólin er oft fátt sem kætir. En í raun var þetta ekkert sérstaklega fyndið. Afstaða forsetans endurspeglaði nefnilega skort á samstöðu og það er sorglegt. Það rifjaðist líka upp að þessi sami forseti hafði ekkert á móti því að Norðfirðingur tæki við stöðu forstöðumanns Fræðsluskrifstofu Austurlands á Reyðarfirði löngu fyrir sameiningu þessara sveitarfélaga. Hann gerði heldur ekki athugasemdir við það að Reyðfirðingur var ráðinn forstöðumaður Byggðastofnunar á Egilsstöðum. Enginn annar sá heldur ástæðu til að amast við þessum ráðningum og akstri starfsmannanna tveggja milli heimilis og vinnustaðar. Þvert á móti held ég að þeim hafi báðum verið vel tekið á vinnustað. Það er dapurlegt að enn skuli lifa í einstökum mönnum þessi hrepparígur sem árum saman hefur þvælst fyrir víða um land. Þeim mun meiri ástæða er til að gleðjast með þeim byggðarlögum sem hafa borið gæfu til að hefja sig upp fyrir slík átök og starfa saman. Vonandi eru þau fleiri en færri.