Unaðsleg önd í pönnukökum 5. mars 2005 00:01 Asískir veitingastaðir voru óþekktir hér á landi lengi vel og asískri matargerð kynntust Íslendingar á ferðum sínum erlendis. Þetta hefur breyst á undanförnum áratug og hér heima hafa sprottið upp asískir veitingastaðir sem auðga matarmenningu Íslendinga. Einn er þó sá réttur sem hefur ekki fengist hér á landi en það er "Aromatic Crispy Duck" sem er einn vinsælasti rétturinn á asískum veitingahúsum í Evrópu. Nú býður veitingahúsið Nings upp á þennan rétt og víst er að margir munu taka því fagnandi. "Við erum stoltir af því að hafa bætt þessum rétti á matseðilinn," segir Hilmar Sigurjónsson, rekstrarstjóri Nings. "Þetta er þessi frægi réttur sem er borinn fram með sérstökum pönnukökum, vorlauk og agúrku að ógleymdri sósunni sem er engu lík. Öndin er hægsoðin í þrjá klukkutíma og maríneruð í sérstakri masterssósu. Svo er hún steikt í ofni við mikinn hita þannig að hún verður stökk. Þetta er ný aðferð, en vandamálið hér heima hefur aðallega verið að hér hafa ekki fengist endur. Nú eru komnir tveir aðilar á markaðinn þannig að við höfum greiðan aðgang að hráefninu." Þegar öndin er tilbúin er hún rifin niður með skeið. Sósan er sett á pönnukökuna, þá vorlaukur og gúrka og síðan nokkrir bitar af önd. Þessu er rúllað upp og bragðið er engu líkt," segir Hilmar. "Í hverjum skammti eru 18 pönnukökur og rétturinn er frábær hvort sem er sem aðalréttur fyrir tvo eða forréttur fyrir fjóra. Öndin fæst líka í heimsendingu, en rétturinn kostar rúmlega 3.400 krónur."Í hverjum skammti eru 18 pönnukökur. Matur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira
Asískir veitingastaðir voru óþekktir hér á landi lengi vel og asískri matargerð kynntust Íslendingar á ferðum sínum erlendis. Þetta hefur breyst á undanförnum áratug og hér heima hafa sprottið upp asískir veitingastaðir sem auðga matarmenningu Íslendinga. Einn er þó sá réttur sem hefur ekki fengist hér á landi en það er "Aromatic Crispy Duck" sem er einn vinsælasti rétturinn á asískum veitingahúsum í Evrópu. Nú býður veitingahúsið Nings upp á þennan rétt og víst er að margir munu taka því fagnandi. "Við erum stoltir af því að hafa bætt þessum rétti á matseðilinn," segir Hilmar Sigurjónsson, rekstrarstjóri Nings. "Þetta er þessi frægi réttur sem er borinn fram með sérstökum pönnukökum, vorlauk og agúrku að ógleymdri sósunni sem er engu lík. Öndin er hægsoðin í þrjá klukkutíma og maríneruð í sérstakri masterssósu. Svo er hún steikt í ofni við mikinn hita þannig að hún verður stökk. Þetta er ný aðferð, en vandamálið hér heima hefur aðallega verið að hér hafa ekki fengist endur. Nú eru komnir tveir aðilar á markaðinn þannig að við höfum greiðan aðgang að hráefninu." Þegar öndin er tilbúin er hún rifin niður með skeið. Sósan er sett á pönnukökuna, þá vorlaukur og gúrka og síðan nokkrir bitar af önd. Þessu er rúllað upp og bragðið er engu líkt," segir Hilmar. "Í hverjum skammti eru 18 pönnukökur og rétturinn er frábær hvort sem er sem aðalréttur fyrir tvo eða forréttur fyrir fjóra. Öndin fæst líka í heimsendingu, en rétturinn kostar rúmlega 3.400 krónur."Í hverjum skammti eru 18 pönnukökur.
Matur Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið „Við höfum það fyrir sið að faðmast í að lágmarki sjö sekúndur á hverjum morgni“ Lífið samstarf Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fréttatía vikunnar: Mismæli, sakborningar og Elon Musk Lífið Fleiri fréttir Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Andrés, Daníel og Ásbjörn Íslandsmeistarar Maturinn á boðstólnum yfir Super Bowl Ofurfæðis súkkulaðikaka slær í gegn í skammdeginu Vegan próteinbomba að hætti Kolbeins Arnbjörnssonar Kraftmikill grænn safi fyrir öfluga húð Sjá meira