Klausturlíf 22. júní 2005 00:01 Frægasti staður á Amorgos er eitt merkilegasta klaustur í Grikklandi, Hozoviotissa. Það hangir utan í klettunum á eyðilegum suðurhluta eyjarinnar. Aðkoman að klaustrinu er stórkostleg - maður fetar sig langa leið upp þröngan stíg í klettunum. Klaustrið hefur verið þarna frá tíundu öld. Við getum sett það í sögulegt samhengi - hvað ef Þingeyraklaustur væri ennþá starfandi? En áhuginn á klausturlífi hefur minnkað hér eins og annars staðar, eitt sinn voru þarna meira en sjötíu munkar var mér tjáð, nú eru þeir aðeins fimm talsins. Við fórum í klaustrið, skriðum inn um litlar dyr og upp skakka og þrönga stiga sem liggja utan í klettunum. Munkarnir voru fjarska alúðlegir, en hins vegar er þeim vísað á dyr sem eru ekki rétt klæddir - karlmenn mega ekki vera í stuttbuxum, konur ekki í buxum eda stuttum pilsum. Einn munkanna, sem telst líklega vera einhvers konar ábóti - stór rauðbirkinn maður með gamansamt blik í auga - bauð okkur kaffi, heilagt vatn, raki og dísætt sælgæti sem stundum er kallað turkish delight, þó örugglega ekki hérna í Grikklandi. Kári, sem hafði af miklum krafti gengið alla leiðina upp að klaustrinu, fór að ókyrrast í kaffiboðinu. Vildi endilega skríða undir borð. "Ég vil sjá prestinn," hrópaði Kári og benti á eina af mörgum myndum af skeggjuðum öldungum sem hengu uppi á vegg. Þegar Kári komst loks að myndinni og skríkti af fögnuði sá maður að munkarnir voru mjög ánægðir með hann - þeir skýrðu út að maðurinn á myndinni væri enginn annar en Bartolomeus, höfuð grísku kirkjunnar. Sá maður er reyndar frekar umdeildur eftir að gríska kirkjan seldi Ísraelsmönnum land nálægt Jerúsalem; það er meiriháttar hneyksli hér í landi. Þetta þykja svik við kristna Palestínumenn sem eru fjölmargir. Í fyrradag var okkur boðið í brúðkaup hjá fólki sem við kynntumst hérna, stórri fjölskyldu frá Aþenu. Munkurinn áðurnefndur framkvæmdi vígsluna við annan mann í pínulítilli kirkju frá sextándu öld hér uppi í fjallinu. Athöfnin var furðu frjálsleg, gestirnir fóru í sígarettupásur fyrir utan kirkjuna, það var veitt raki, menn hlógu þegar klerkurinn mismælti sig. Allt tók þetta mjög langan tíma. Okkur var tjáð að hér á eyjunni væru svo fá brúðkaup að menn hefðu tilhneigingu til að nota lengstu útgáfuna af ritúalinu. Klerkarnir þuldu endalaust, maður náði engu nema fáeinum dýrlinganöfnum. Eftir á var mér tjáð að Grikkirnir skildu sama og ekkert heldur, þetta væri á svo fornlegu máli. En allt var þetta fallegt og eftirminnilegt. Kirkjurnar eru fullar af íkonum, ljósastikum, gylltum hlutum og reykelsisilmi. Ég er ágætlega sáttur við íslensku þjóðkirkjuna, en kirkjurnar eru óþarflega ljótar í okkar sið. Eftir vígsluna hóf munkurinn að bera drykki og sælgæti í Kára af veisluborði fyrir utan, kallaði hann vin sinn Anemos, en fór síðan í burt með eitthvað sem líktist fartölvu i tösku (eða var það bara ritningin?) með þeim orðum að hann byggist við brúðhjónunum í tíðir í klaustrinu klukkan fjögur um morguninn. Líklega var hann að grínast. Hins vegar var tekið til þess að hann sleppti ekki úr texta sínum kaflanum um að brúðurin skuli vera undirgefin manni sínum. Það gera víst nútímalegri prestar i Aþenu. Ef til vill ætti maður að gifta sig á Grikklandi - var ekki einmitt gerð fræg Hollywoodmynd sem fjallar um grískt brúðkaup? Fá brúðkaupsþáttinn á Skjá einum til að sponsa dæmið? Stúlkan þar hefði fríkað út ef hún hefði séð þetta. Þetta mundi þó líklega útheimta að annað hvort brúðurin eða brúðguminn taki upp orþodox sið. Svo myndi maður bjóða öllum vinum sínum, útbúa mikla veislu, en enginn myndi koma af því þetta er svo langt í burtu og dýrt að komast. Maður myndi enda með að bjóða gömlu körlunum sem hanga hér niðri við höfnina. Ég var að reyna að útskýra fiskverð á Íslandi fyrir einum þeirra um daginn. Fiskur er miklu ódýrari á Íslandi en hér. Eftir athöfnina var veisla fram undir morgun. Einvera er ekki hátt skrifuð hér; fólk situr lengi yfir borðum med fjölskyldu sinni og vinum. Það reykir mikið, drekkur, en samt sér maður yfirleitt ekki vín á fólki. Á Naxos er sérstakt hús fyrir krakka, staður þar sem þeir geta klifrað og leikið sér. Þar voru viskíflöskur upp um alla veggi. Eigandinn sagði mér að það þýddi ekki annað en að hafa bar á svona stað, annars kæmu pabbarnir ekki. Heima yrði umsvifalaust hringt á lögregluna. Hér kippir sér enginn upp við þótt Kári sé með okkur á veitingahúsi um miðnættið. Yfirleitt er hann að hlaupa um með hinum krökkunum. Máninn er að vaxa. Í flestum grískum lögum er sungið um tunglið, helst bátsferðir í tungsljósi. Hafið hérna fyrir utan er eins og silfurfljót sem bærist hægt. Ég ætla ekki að fara héðan fyrr en eftir fullt tungl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Slökkvistarfið Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Fæðuöryggi þjóðar, sláum í klárinn, togum í tauminn Helgi Eyleifur Þorvaldsson Skoðun Hvatning til heilbrigðisráðherra Halla Þorvaldsdóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Verðmætasköpun með hugvitið að vopni Ingvar Hjálmarsson Skoðun
Frægasti staður á Amorgos er eitt merkilegasta klaustur í Grikklandi, Hozoviotissa. Það hangir utan í klettunum á eyðilegum suðurhluta eyjarinnar. Aðkoman að klaustrinu er stórkostleg - maður fetar sig langa leið upp þröngan stíg í klettunum. Klaustrið hefur verið þarna frá tíundu öld. Við getum sett það í sögulegt samhengi - hvað ef Þingeyraklaustur væri ennþá starfandi? En áhuginn á klausturlífi hefur minnkað hér eins og annars staðar, eitt sinn voru þarna meira en sjötíu munkar var mér tjáð, nú eru þeir aðeins fimm talsins. Við fórum í klaustrið, skriðum inn um litlar dyr og upp skakka og þrönga stiga sem liggja utan í klettunum. Munkarnir voru fjarska alúðlegir, en hins vegar er þeim vísað á dyr sem eru ekki rétt klæddir - karlmenn mega ekki vera í stuttbuxum, konur ekki í buxum eda stuttum pilsum. Einn munkanna, sem telst líklega vera einhvers konar ábóti - stór rauðbirkinn maður með gamansamt blik í auga - bauð okkur kaffi, heilagt vatn, raki og dísætt sælgæti sem stundum er kallað turkish delight, þó örugglega ekki hérna í Grikklandi. Kári, sem hafði af miklum krafti gengið alla leiðina upp að klaustrinu, fór að ókyrrast í kaffiboðinu. Vildi endilega skríða undir borð. "Ég vil sjá prestinn," hrópaði Kári og benti á eina af mörgum myndum af skeggjuðum öldungum sem hengu uppi á vegg. Þegar Kári komst loks að myndinni og skríkti af fögnuði sá maður að munkarnir voru mjög ánægðir með hann - þeir skýrðu út að maðurinn á myndinni væri enginn annar en Bartolomeus, höfuð grísku kirkjunnar. Sá maður er reyndar frekar umdeildur eftir að gríska kirkjan seldi Ísraelsmönnum land nálægt Jerúsalem; það er meiriháttar hneyksli hér í landi. Þetta þykja svik við kristna Palestínumenn sem eru fjölmargir. Í fyrradag var okkur boðið í brúðkaup hjá fólki sem við kynntumst hérna, stórri fjölskyldu frá Aþenu. Munkurinn áðurnefndur framkvæmdi vígsluna við annan mann í pínulítilli kirkju frá sextándu öld hér uppi í fjallinu. Athöfnin var furðu frjálsleg, gestirnir fóru í sígarettupásur fyrir utan kirkjuna, það var veitt raki, menn hlógu þegar klerkurinn mismælti sig. Allt tók þetta mjög langan tíma. Okkur var tjáð að hér á eyjunni væru svo fá brúðkaup að menn hefðu tilhneigingu til að nota lengstu útgáfuna af ritúalinu. Klerkarnir þuldu endalaust, maður náði engu nema fáeinum dýrlinganöfnum. Eftir á var mér tjáð að Grikkirnir skildu sama og ekkert heldur, þetta væri á svo fornlegu máli. En allt var þetta fallegt og eftirminnilegt. Kirkjurnar eru fullar af íkonum, ljósastikum, gylltum hlutum og reykelsisilmi. Ég er ágætlega sáttur við íslensku þjóðkirkjuna, en kirkjurnar eru óþarflega ljótar í okkar sið. Eftir vígsluna hóf munkurinn að bera drykki og sælgæti í Kára af veisluborði fyrir utan, kallaði hann vin sinn Anemos, en fór síðan í burt með eitthvað sem líktist fartölvu i tösku (eða var það bara ritningin?) með þeim orðum að hann byggist við brúðhjónunum í tíðir í klaustrinu klukkan fjögur um morguninn. Líklega var hann að grínast. Hins vegar var tekið til þess að hann sleppti ekki úr texta sínum kaflanum um að brúðurin skuli vera undirgefin manni sínum. Það gera víst nútímalegri prestar i Aþenu. Ef til vill ætti maður að gifta sig á Grikklandi - var ekki einmitt gerð fræg Hollywoodmynd sem fjallar um grískt brúðkaup? Fá brúðkaupsþáttinn á Skjá einum til að sponsa dæmið? Stúlkan þar hefði fríkað út ef hún hefði séð þetta. Þetta mundi þó líklega útheimta að annað hvort brúðurin eða brúðguminn taki upp orþodox sið. Svo myndi maður bjóða öllum vinum sínum, útbúa mikla veislu, en enginn myndi koma af því þetta er svo langt í burtu og dýrt að komast. Maður myndi enda með að bjóða gömlu körlunum sem hanga hér niðri við höfnina. Ég var að reyna að útskýra fiskverð á Íslandi fyrir einum þeirra um daginn. Fiskur er miklu ódýrari á Íslandi en hér. Eftir athöfnina var veisla fram undir morgun. Einvera er ekki hátt skrifuð hér; fólk situr lengi yfir borðum med fjölskyldu sinni og vinum. Það reykir mikið, drekkur, en samt sér maður yfirleitt ekki vín á fólki. Á Naxos er sérstakt hús fyrir krakka, staður þar sem þeir geta klifrað og leikið sér. Þar voru viskíflöskur upp um alla veggi. Eigandinn sagði mér að það þýddi ekki annað en að hafa bar á svona stað, annars kæmu pabbarnir ekki. Heima yrði umsvifalaust hringt á lögregluna. Hér kippir sér enginn upp við þótt Kári sé með okkur á veitingahúsi um miðnættið. Yfirleitt er hann að hlaupa um með hinum krökkunum. Máninn er að vaxa. Í flestum grískum lögum er sungið um tunglið, helst bátsferðir í tungsljósi. Hafið hérna fyrir utan er eins og silfurfljót sem bærist hægt. Ég ætla ekki að fara héðan fyrr en eftir fullt tungl.
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun
Áskorun til Handknattleikssambands Íslands: Ekki keppa við lið Ísraels um sæti í Evrópumóti kvenna í handbolta í apríl 2025 Hjálmtýr Heiðdal Skoðun