Keisarinn er nakinn 20. september 2005 00:01 Fellibylurinn og eyðileggingin í New Orleans á dögunum hafa valdið ólýsanlegum hörmungum. Mannskepnan má sín lítils gagnvart slikum náttúruhamförum og enda þótt við höfum horft á margar stórslysamyndirnar i bíóunum, jafnast ekkert ímyndunarafl kvikmyndaframleiðanda á við þessa heljarslóðaorrustu. Sjálfan veruleikann. En að slepptum þessum hildarleik náttúrunnar, sem að hluta til á sér sínar skýringar í loftlagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum af manna völdum, hafa þessar hamfarir varpað ljósi á staðreynd, sem reyndar hefur legið ljós fyrir, en sjaldnast komið fram í sviðsljósið. Og aldrei betur en nú. Í Louisiana og Suðurríkjunum og raunar víðast hvar í Bandaríkjunum, leynist fátæktin og nauðin berskjölduð og nakin í allri sinni eymd. Eða eins og ágætlega var sagt í fréttaskýringum einhversstaðar: Stórveldið Bandaríkin fékk yfir sig fellibyl og eftir stóð keisarinn nakinn. Við höfum löngum litið aðdáunaraugum til Bandaríkjanna, land frjálsræðis og tækifæra, land ríkidæmis og velmegunar, land framfara og fegurðar. Og vissulega hafa Bandaríkjamenn fært okkur fyrirmynd og verið í fararbroddi frelsisbaráttu og lýðræðis. En kastljósinu hefur verið beint að hinum fallegu og fjáðu og frægu, sem hafa verið einhverskonar sýnishorn af þeirri glæstu ímynd, sem Bandaríkjamenn og raunar margir aðrir, hafa reynt að mála af þjóðinni. Hin fyrirheitna glansmynd. Allt í nafni kapitalismans og kenninganna um hið fullkomna frelsi. Skólabókardæmið hvernig eigi að brjótast til auðæfa og álits. Hin hliðin á bandarísku þjóðlífi hefur ekki verið eins til sýnis. Sú hliðin sem snýr að fátæktinni, vesöldinni, sem ríkir víða í þessu landi tækifæranna. Hún varð ekki lengur falin þegar Katrín reið yfir og skildi eftir sig vegsummerkin og fólkið í allsleysi sínu. Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við skort, híbýli sem jafnast á við íslenskan kotbúskap fyrri alda, félagslega einangrun, menntunarleysi og lágmenningu. Að langmestu leyti blökkumenn og undirmálsfólk. Engin atvinna, ekkert öryggisnet, engin framtíð, nema slömmið og skyndibitinn og næsta sápa í sjónvarpinu. Þetta er fólkið og fórnarlömb fellibylsins, sem allar bjargir voru bannaðar, þegar holskeflan reið yfir. Hafði hvorki bifreið, getu né rænu til að koma sér í burt. Ég hef komið til Dneproprotovsk og Donetsk, Kuala Lumpur og Kalotta, Río de Janeiro og Rúanda og hef séð með eigin augum betlarana, útigangsfólkið, umkomulaus börnin í leit að fæðubita og næturstað. Hún er grimm, fátæktin, víða í heiminum. En er hún eitthvað betri hjá hinni guðsútvöldu þjóð í Vesturheimi? Er hún jafnvel ekki ennþá verri, ef tekið er tillit til þess að Bandarikjamenn hafa alla möguleika, alla burði, til að útrýma þessu sjálfskaparvíti, ef ekki væri fyrir þá yfirgengilegu pólitísku trúarkenningu, sem þar hefur ráðið för, að hver eigi að bjarga sjálfum sér. Að hver sé sjálfum sér næstur og þeir kalla hið skandinavíska velferðarkerfi kommúnisma og eru með nátttröll við stjórnvölinn, sem setja kíkinn fyrir blinda augað, þegar þeir heyra minnst á félagslega þjónustu. Fátæktin í Bandaríkjunum er smánarblettur á ríkri þjóð, feimnismál og raunar þöguð í hel, því hún skemmir fallegu ímyndina af fallega fólkinu sem sífellt er að mata okkur í sjónvarpsþáttunum og fyrirsögnunum. Nú blasir hún við, nú sést hún í kastljósinu, í hrollvekjunum sem birtast af veruleikanum í fréttamyndum frá New Orleans. Það þurfti fellibyl til. Er það svona þjóðfélag sem við viljum, Íslendingar, himinn og haf á milli ríkra og fátækra, milli hins ljúfa lífs og lágkúrunnar? Ætlum við að ganga þessa sömu götu til móts við ríka fólkið og stéttamuninn, þar til bilið verður aldrei brúað og hér búi tvær þjóðir í einu landi? Flotta fólkið í flóðljósunum, fátæklingarnir í skúmaskotunum. Frjálsræði viljum við. Sjálfsbjargarviðleitni og einkaframtak. Við gleðjumst yfir velgengni annarra. En gleymum ekki þeim sem minna mega sín, sem eiga um sárt að binda og eiga sér enga framtíð, nema með hjálp og styrk samfélagsins. Ísland og Bandaríkin eru í hópi ríkustu þjóða. Við skulum aldrei láta það um okkur spyrjast að ríkidæmið sé notað til annars en að rétta þeim hjálparhönd sem næst okkur standa. Það er skylda þjóðfélagsins, skylda stjórnmálanna, skylda samborgarans. Kapitalismi er góður til síns brúks og keisarar geta verið ágætir en allar kenningar og glansmyndir eru harla lítils virði, ef þær þola ekki dagsljósið og faldar myndavélar. Nekt hins áferðarfallega kapitaliska keisaradæmis í Bandaríkjunum sem birtist okkur þegar óveðrinu slotaði, er aðvörun, sem vonandi gleymist aldrei. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ellert B. Schram Fastir pennar Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Íþróttahreyfingin glímir við skattyfirvöld Kristinn Jónasson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Samfélagstilraunin sem lítið er fjallað um Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Fellibylurinn og eyðileggingin í New Orleans á dögunum hafa valdið ólýsanlegum hörmungum. Mannskepnan má sín lítils gagnvart slikum náttúruhamförum og enda þótt við höfum horft á margar stórslysamyndirnar i bíóunum, jafnast ekkert ímyndunarafl kvikmyndaframleiðanda á við þessa heljarslóðaorrustu. Sjálfan veruleikann. En að slepptum þessum hildarleik náttúrunnar, sem að hluta til á sér sínar skýringar í loftlagsbreytingum og gróðurhúsaáhrifum af manna völdum, hafa þessar hamfarir varpað ljósi á staðreynd, sem reyndar hefur legið ljós fyrir, en sjaldnast komið fram í sviðsljósið. Og aldrei betur en nú. Í Louisiana og Suðurríkjunum og raunar víðast hvar í Bandaríkjunum, leynist fátæktin og nauðin berskjölduð og nakin í allri sinni eymd. Eða eins og ágætlega var sagt í fréttaskýringum einhversstaðar: Stórveldið Bandaríkin fékk yfir sig fellibyl og eftir stóð keisarinn nakinn. Við höfum löngum litið aðdáunaraugum til Bandaríkjanna, land frjálsræðis og tækifæra, land ríkidæmis og velmegunar, land framfara og fegurðar. Og vissulega hafa Bandaríkjamenn fært okkur fyrirmynd og verið í fararbroddi frelsisbaráttu og lýðræðis. En kastljósinu hefur verið beint að hinum fallegu og fjáðu og frægu, sem hafa verið einhverskonar sýnishorn af þeirri glæstu ímynd, sem Bandaríkjamenn og raunar margir aðrir, hafa reynt að mála af þjóðinni. Hin fyrirheitna glansmynd. Allt í nafni kapitalismans og kenninganna um hið fullkomna frelsi. Skólabókardæmið hvernig eigi að brjótast til auðæfa og álits. Hin hliðin á bandarísku þjóðlífi hefur ekki verið eins til sýnis. Sú hliðin sem snýr að fátæktinni, vesöldinni, sem ríkir víða í þessu landi tækifæranna. Hún varð ekki lengur falin þegar Katrín reið yfir og skildi eftir sig vegsummerkin og fólkið í allsleysi sínu. Í Bandaríkjunum búa milljónir manna við skort, híbýli sem jafnast á við íslenskan kotbúskap fyrri alda, félagslega einangrun, menntunarleysi og lágmenningu. Að langmestu leyti blökkumenn og undirmálsfólk. Engin atvinna, ekkert öryggisnet, engin framtíð, nema slömmið og skyndibitinn og næsta sápa í sjónvarpinu. Þetta er fólkið og fórnarlömb fellibylsins, sem allar bjargir voru bannaðar, þegar holskeflan reið yfir. Hafði hvorki bifreið, getu né rænu til að koma sér í burt. Ég hef komið til Dneproprotovsk og Donetsk, Kuala Lumpur og Kalotta, Río de Janeiro og Rúanda og hef séð með eigin augum betlarana, útigangsfólkið, umkomulaus börnin í leit að fæðubita og næturstað. Hún er grimm, fátæktin, víða í heiminum. En er hún eitthvað betri hjá hinni guðsútvöldu þjóð í Vesturheimi? Er hún jafnvel ekki ennþá verri, ef tekið er tillit til þess að Bandarikjamenn hafa alla möguleika, alla burði, til að útrýma þessu sjálfskaparvíti, ef ekki væri fyrir þá yfirgengilegu pólitísku trúarkenningu, sem þar hefur ráðið för, að hver eigi að bjarga sjálfum sér. Að hver sé sjálfum sér næstur og þeir kalla hið skandinavíska velferðarkerfi kommúnisma og eru með nátttröll við stjórnvölinn, sem setja kíkinn fyrir blinda augað, þegar þeir heyra minnst á félagslega þjónustu. Fátæktin í Bandaríkjunum er smánarblettur á ríkri þjóð, feimnismál og raunar þöguð í hel, því hún skemmir fallegu ímyndina af fallega fólkinu sem sífellt er að mata okkur í sjónvarpsþáttunum og fyrirsögnunum. Nú blasir hún við, nú sést hún í kastljósinu, í hrollvekjunum sem birtast af veruleikanum í fréttamyndum frá New Orleans. Það þurfti fellibyl til. Er það svona þjóðfélag sem við viljum, Íslendingar, himinn og haf á milli ríkra og fátækra, milli hins ljúfa lífs og lágkúrunnar? Ætlum við að ganga þessa sömu götu til móts við ríka fólkið og stéttamuninn, þar til bilið verður aldrei brúað og hér búi tvær þjóðir í einu landi? Flotta fólkið í flóðljósunum, fátæklingarnir í skúmaskotunum. Frjálsræði viljum við. Sjálfsbjargarviðleitni og einkaframtak. Við gleðjumst yfir velgengni annarra. En gleymum ekki þeim sem minna mega sín, sem eiga um sárt að binda og eiga sér enga framtíð, nema með hjálp og styrk samfélagsins. Ísland og Bandaríkin eru í hópi ríkustu þjóða. Við skulum aldrei láta það um okkur spyrjast að ríkidæmið sé notað til annars en að rétta þeim hjálparhönd sem næst okkur standa. Það er skylda þjóðfélagsins, skylda stjórnmálanna, skylda samborgarans. Kapitalismi er góður til síns brúks og keisarar geta verið ágætir en allar kenningar og glansmyndir eru harla lítils virði, ef þær þola ekki dagsljósið og faldar myndavélar. Nekt hins áferðarfallega kapitaliska keisaradæmis í Bandaríkjunum sem birtist okkur þegar óveðrinu slotaði, er aðvörun, sem vonandi gleymist aldrei.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun