Fjárlög eiga að standast 22. júní 2005 00:01 Um þessar mundir er unnið hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu og ríkisstofnunum að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sem lagt verður fram í byrjun þings í október. Fjármálayfirvöld hafa að undanförnu fengið athugasemdir frá alþjóðastofnunum og samtökum atvinnuveitenda og launþega hér innanlands vegna þenslumerkja í íslensku efnahagslifi. Hefur ítrekað verið bent á að gæta verði aðhalds í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi og mikillar þenslu í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar athugasemdir ættu að vera leiðarljós þeirra sem stjórna nú undirbúningi fjárlaga. Það getur á stundum verið erfitt að spá fyrir um framvindu ríkisfjármála, því þar geta utanaðkomandi þættir eins og þróun mála á alþjóðamarkaði haft mikil áhrif eins og dæmin sanna, en gera verður þá kröfu til ríkisins að fjárlagafrumvarpið og fjárlögin sjálf séu raunhæf. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins verða þá líka að leggja fram raunhæfar fjárlagatillögur, sem fjármálaráðuneytið getur farið eftir. Fjárlagafrumvarpið tekur oft miklum breytingum á haustþinginu og þá í átt til hækkunar. Þetta fer nokkuð eftir árum og því hvernig stendur á með kosningar. Í nútíma tölvuvæddu þjóðfélagi ætti að vera hægt um vik að fylgjast með helstu efnahagsstærðum ráðuneyta og stofnana, rétt eins og á almennum markaði. Fyrirtæki sem eru í Kauphöllinni verða að gefa upp markmið og áætlanir í rekstri sínum, svo hluthafar og aðrir fjárfestar geti gert sér grein fyrir rekstrinum. Fjármálaráðuneytið er þannig eins konar kauphöll, þangað sem allar upplýsingar varðandi rekstur ríkisins eru sendar og síðan á ráðuneytið að fylgjast með því að reksturinn sé samkvæmt fjárlögum. Á undanförnum dögum hefur Fréttablaðið birt sláandi upplýsingar um rekstur ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Það geta verið skýringar á einstökum liðum þar sem farið hefur verið langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vitað fyrirfram, en mikil framkvæmdagleði og óstjórn geta líka verið skýringar á mikilli umframkeyrslu. Stóru og umsvifamiklu ráðuneytin, eins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið, fara yfirleitt mest fram úr fjárlögum hvað upphæðir snertir, en umsvifalítil ráðuneyti eru kannski með hæstu prósentutöluna í umframkeyrslu. Það eru áraskipti að þessu leyti, en krafan hlýtur að vera sú að ráðuneyti og stofnanir ríkisins haldi sig innan fjárlagarammans. Það á sérstaklega við á þenslutímum eins og nú. Það eru peningar skattborgaranna sem stjórnmálamenn og embættismenn ríksins eru að höndla með og þeim ber að fara vel með þá. Á hinn bóginn eru það líka skattborgararnir sem kalla á aukna þjónustu sem hefur útgjöld í för með sér, og oft eru allir sammála um einhverjar framkvæmdir eða fjárútlát á vegum hins opinbera, en svo kippast menn við þegar reikningurinn kemur. Þá er stjórnarandstaðan ekki sein á sér að gagnrýna, hvort sem um er að ræða rekstur ríkisins eða sveitarfélaga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun
Um þessar mundir er unnið hörðum höndum í fjármálaráðuneytinu og ríkisstofnunum að undirbúningi fjárlagafrumvarpsins fyrir næsta ár, sem lagt verður fram í byrjun þings í október. Fjármálayfirvöld hafa að undanförnu fengið athugasemdir frá alþjóðastofnunum og samtökum atvinnuveitenda og launþega hér innanlands vegna þenslumerkja í íslensku efnahagslifi. Hefur ítrekað verið bent á að gæta verði aðhalds í ríkisfjármálum vegna stórframkvæmdanna á Austurlandi og mikillar þenslu í húsbyggingum á höfuðborgarsvæðinu. Þessar athugasemdir ættu að vera leiðarljós þeirra sem stjórna nú undirbúningi fjárlaga. Það getur á stundum verið erfitt að spá fyrir um framvindu ríkisfjármála, því þar geta utanaðkomandi þættir eins og þróun mála á alþjóðamarkaði haft mikil áhrif eins og dæmin sanna, en gera verður þá kröfu til ríkisins að fjárlagafrumvarpið og fjárlögin sjálf séu raunhæf. Ráðuneyti og stofnanir ríkisins verða þá líka að leggja fram raunhæfar fjárlagatillögur, sem fjármálaráðuneytið getur farið eftir. Fjárlagafrumvarpið tekur oft miklum breytingum á haustþinginu og þá í átt til hækkunar. Þetta fer nokkuð eftir árum og því hvernig stendur á með kosningar. Í nútíma tölvuvæddu þjóðfélagi ætti að vera hægt um vik að fylgjast með helstu efnahagsstærðum ráðuneyta og stofnana, rétt eins og á almennum markaði. Fyrirtæki sem eru í Kauphöllinni verða að gefa upp markmið og áætlanir í rekstri sínum, svo hluthafar og aðrir fjárfestar geti gert sér grein fyrir rekstrinum. Fjármálaráðuneytið er þannig eins konar kauphöll, þangað sem allar upplýsingar varðandi rekstur ríkisins eru sendar og síðan á ráðuneytið að fylgjast með því að reksturinn sé samkvæmt fjárlögum. Á undanförnum dögum hefur Fréttablaðið birt sláandi upplýsingar um rekstur ráðuneyta og stofnana á síðasta ári. Það geta verið skýringar á einstökum liðum þar sem farið hefur verið langt fram úr áætlun og um sumt var jafnvel vitað fyrirfram, en mikil framkvæmdagleði og óstjórn geta líka verið skýringar á mikilli umframkeyrslu. Stóru og umsvifamiklu ráðuneytin, eins og heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytið og menntamálaráðuneytið, fara yfirleitt mest fram úr fjárlögum hvað upphæðir snertir, en umsvifalítil ráðuneyti eru kannski með hæstu prósentutöluna í umframkeyrslu. Það eru áraskipti að þessu leyti, en krafan hlýtur að vera sú að ráðuneyti og stofnanir ríkisins haldi sig innan fjárlagarammans. Það á sérstaklega við á þenslutímum eins og nú. Það eru peningar skattborgaranna sem stjórnmálamenn og embættismenn ríksins eru að höndla með og þeim ber að fara vel með þá. Á hinn bóginn eru það líka skattborgararnir sem kalla á aukna þjónustu sem hefur útgjöld í för með sér, og oft eru allir sammála um einhverjar framkvæmdir eða fjárútlát á vegum hins opinbera, en svo kippast menn við þegar reikningurinn kemur. Þá er stjórnarandstaðan ekki sein á sér að gagnrýna, hvort sem um er að ræða rekstur ríkisins eða sveitarfélaga.