Sport

Strazdas á leið frá HK

HK hefur orðið fyrir mikilli blóðtöku því nú er ljóst að skyttan öfluga frá Litháen, Augustas Strazdas, mun ekki verða áfram í herbúðum liðsins á næsta ári. Hilmar Sigurgíslason, formaður handknattleiksdeildar HK, staðfesti við Fréttablaðið í gær að Strazdas hefði úr nokkrum erlendum tilboðum að velja. Strazdas hefur leikið með HK undanfarin tvö ár við mjög góðan orðstír og var til að mynda yfirburðamaður hjá liðinu í einvíginu gegn Valsmönnum í 8-liða úrslitum DHL-deildarinnar fyrir skemmstu þar sem HK þurfti að lúta í lægra haldi. Hilmar segir jafnframt að HK muni horfa til útlanda þegar leitað verður að arftaka Strazdas enda sé ekki um auðugan garð að gresja þegar kemur að rétthentum íslenskum skyttum sem eru á lausu.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×