Kíkt í pottana hjá Dóra 15. apríl 2005 00:01 "Við erum alltaf með sömu sex réttina sem viðskiptavinirnir ganga að vísum," segir Halldór Þórhallsson, veitingamaður í Mjóddinni, betur þekktur sem Dóri, og bendir á steikt lambalæri, svínalæri með puru, rifjasteik með puru, djúpsteikta ýsu, kjúkling og kjötbollur. "Auk þess eru alltaf aðrir tveir réttir og það er mismunandi eftir dögum hvað þeir heita," segir hann og nefnir sem dæmi svínasnitsel, lasagna og fiskibollur. "Á föstudögum hef ég oftast hamborgarhrygg með tilheyrandi," tekur hann fram. Allt er þetta eldað á staðnum og þrátt fyrir að eldhúsið sé ekki stórt nýtist plássið vel. Borð eru í salnum fyrir 40-50 manns og Dóri segir margsetið við þau í hádeginu. "Hingað koma vinnuhópar og iðnaðarmenn í stórum stíl og svo fólk úr fyrirtækjunum í kring. Á kvöldin er þetta aðeins öðruvísi því þá er fólk að taka matinn með sér heim. Mikið er um að eldri borgarar versli hér og þeir sem búa einir, því fólki finnst ekki sniðugt að kaupa heilt lambalæri og borða það síðan í viku, heldur velur það sem passar hverju sinni." Dóri hefur eldað í Mjóddinni í níu ár, en var áður í Perlunni áður Viðeyjarstofu. Fyrstu tvö árin í Mjóddinni vann hann hjá öðrum en hefur rekið Hjá Dóra síðustu sjö árin og haft sama starfsfólkið allan tímann. Hann segir vinsældir staðarins alltaf að aukast. "Fyrir ári hélt ég að ég hefði náð toppnum en það hefur bæst við síðan," segir hann. "Þetta eru svona um 400 skammtar á dag sem við afgreiðum, heldur fleiri í hádeginu en á kvöldin. Svo eru þeir enn fleiri á föstudögum. Þá geta þeir farið í 600. Fólk er uppgefið eftir vinnuvikuna og vill eyða tíma sínum í eitthvað annað en að elda. Finnst fínt að kaupa hér eitthvað tilbúið til að taka með sér heim, henda síðan bakkanum og byrja helgina," segir Dóri brosandi. Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið
"Við erum alltaf með sömu sex réttina sem viðskiptavinirnir ganga að vísum," segir Halldór Þórhallsson, veitingamaður í Mjóddinni, betur þekktur sem Dóri, og bendir á steikt lambalæri, svínalæri með puru, rifjasteik með puru, djúpsteikta ýsu, kjúkling og kjötbollur. "Auk þess eru alltaf aðrir tveir réttir og það er mismunandi eftir dögum hvað þeir heita," segir hann og nefnir sem dæmi svínasnitsel, lasagna og fiskibollur. "Á föstudögum hef ég oftast hamborgarhrygg með tilheyrandi," tekur hann fram. Allt er þetta eldað á staðnum og þrátt fyrir að eldhúsið sé ekki stórt nýtist plássið vel. Borð eru í salnum fyrir 40-50 manns og Dóri segir margsetið við þau í hádeginu. "Hingað koma vinnuhópar og iðnaðarmenn í stórum stíl og svo fólk úr fyrirtækjunum í kring. Á kvöldin er þetta aðeins öðruvísi því þá er fólk að taka matinn með sér heim. Mikið er um að eldri borgarar versli hér og þeir sem búa einir, því fólki finnst ekki sniðugt að kaupa heilt lambalæri og borða það síðan í viku, heldur velur það sem passar hverju sinni." Dóri hefur eldað í Mjóddinni í níu ár, en var áður í Perlunni áður Viðeyjarstofu. Fyrstu tvö árin í Mjóddinni vann hann hjá öðrum en hefur rekið Hjá Dóra síðustu sjö árin og haft sama starfsfólkið allan tímann. Hann segir vinsældir staðarins alltaf að aukast. "Fyrir ári hélt ég að ég hefði náð toppnum en það hefur bæst við síðan," segir hann. "Þetta eru svona um 400 skammtar á dag sem við afgreiðum, heldur fleiri í hádeginu en á kvöldin. Svo eru þeir enn fleiri á föstudögum. Þá geta þeir farið í 600. Fólk er uppgefið eftir vinnuvikuna og vill eyða tíma sínum í eitthvað annað en að elda. Finnst fínt að kaupa hér eitthvað tilbúið til að taka með sér heim, henda síðan bakkanum og byrja helgina," segir Dóri brosandi.
Matur Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið