Singstar serían seld í 2 milljónum 30. júní 2005 00:01 Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). “Hin mikla velgengni SingStar endurspeglar þá ætlun okkar að finna upp nýja hluti og breikka þann hóp sem spilar tölvuleiki”, segir Phil Harrison, en hann sér um alla leikjaútgáfu fyrirtækisins. “Núna, þriðja árið í röð, hefur London Studio náð að búa til enn annan smellinn sem náð hefur metsölu um allan heim”. “Við höfum verið mjög ánægð með hversu vel SingStar hefur verið tekið af tónlistariðnaðinum,” segir Sergio Pimentel, en hann sér um að fá lögin í SingStar.“Við höfum fengið leyfi fyrir meira en 250 lögum fyrir SingStar og við viljum þakka tónlistargeiranum og útgefendum fyrir þeirra framlag í leikinn.” SingStar kom fyrst út í maí 2004, og bætti þá nýrri vídd í leikjaflóru PlayStation 2. Þessi frumlegi partíleikur bauð leikmönnum uppá að baða sig í sviðsljósinu og sýna sönghæfileika, en SingStar hefur slegið í gegn hjá fólki á öllum aldri. Tæknin á bakvið SingStar færði leikmönnum spilun sem tekur hefðbundnu Karaoke fram, með því að greina raddir þeirra sem syngja, byggt á hæð, tón og takti. SingStar serían er þekkt fyrir öflugan lagalista, þar sem þekktum lögum hefur verið blandað saman, ásamt því skarta lögin upprunalegum myndböndum. Í nóvember 2004 var síðan gefin út SingStar Party, sem innihélt glæný lög og fleiri fjölspilunarmöguleika, þar sem að tveir til átta leikmenn gátu keppt. Nýjasti SingStar leikurinn, SingStar Pop, var síðan gefinn út í síðasta mánuði og hefur þegar náð gríðarlegum vinsældum og svo er 80’s útgáfa í undirbúningi. SingStar leiknum fylgja 2 hljóðnemar, en það gerir leikmönnum kleift að fara beint í hörku söngkeppni. Þar að auki er hægt að tengja EyeToy myndavélina við leikinn, og geta þá leikmenn séð sig sjálfa syngja. Íslenskir Singstar keppendur frá Singstar keppni Glaumbars Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Nú hefur SingStar serían selst í meira en 2 milljónum eintaka, og þar með hefur Sony Computer Entertainment Europe (SCEE) náð að koma á markað enn einni vinsælli nýjung fyrir PlayStation 2. Leikurinn er gerður af London Studio, sem er í eigu SCEE, og var SingStar stærsta nýjungin í tölvuleikjageiranum í Evrópu árið 2004, og fetar þar með í fótspor metsöluleikja á borð við EyeToy seríuna (stærsta nýjung árið 2003) og The Getawa (stærsta nýjung árið 2002). “Hin mikla velgengni SingStar endurspeglar þá ætlun okkar að finna upp nýja hluti og breikka þann hóp sem spilar tölvuleiki”, segir Phil Harrison, en hann sér um alla leikjaútgáfu fyrirtækisins. “Núna, þriðja árið í röð, hefur London Studio náð að búa til enn annan smellinn sem náð hefur metsölu um allan heim”. “Við höfum verið mjög ánægð með hversu vel SingStar hefur verið tekið af tónlistariðnaðinum,” segir Sergio Pimentel, en hann sér um að fá lögin í SingStar.“Við höfum fengið leyfi fyrir meira en 250 lögum fyrir SingStar og við viljum þakka tónlistargeiranum og útgefendum fyrir þeirra framlag í leikinn.” SingStar kom fyrst út í maí 2004, og bætti þá nýrri vídd í leikjaflóru PlayStation 2. Þessi frumlegi partíleikur bauð leikmönnum uppá að baða sig í sviðsljósinu og sýna sönghæfileika, en SingStar hefur slegið í gegn hjá fólki á öllum aldri. Tæknin á bakvið SingStar færði leikmönnum spilun sem tekur hefðbundnu Karaoke fram, með því að greina raddir þeirra sem syngja, byggt á hæð, tón og takti. SingStar serían er þekkt fyrir öflugan lagalista, þar sem þekktum lögum hefur verið blandað saman, ásamt því skarta lögin upprunalegum myndböndum. Í nóvember 2004 var síðan gefin út SingStar Party, sem innihélt glæný lög og fleiri fjölspilunarmöguleika, þar sem að tveir til átta leikmenn gátu keppt. Nýjasti SingStar leikurinn, SingStar Pop, var síðan gefinn út í síðasta mánuði og hefur þegar náð gríðarlegum vinsældum og svo er 80’s útgáfa í undirbúningi. SingStar leiknum fylgja 2 hljóðnemar, en það gerir leikmönnum kleift að fara beint í hörku söngkeppni. Þar að auki er hægt að tengja EyeToy myndavélina við leikinn, og geta þá leikmenn séð sig sjálfa syngja. Íslenskir Singstar keppendur frá Singstar keppni Glaumbars
Geim-Fréttir Leikjavélar Mest lesið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Lífið Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Tíska og hönnun Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Átta ár án áfengis og fíkniefna Lífið Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Bíó og sjónvarp Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir GameTíví: Skoða gjörbreyttan Warzone Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira