Sport

Robinho til Real Madríd?

Líkur á að Brasiliumaðurinn Robinho fari til spænska liðsins Real Madríd eru taldar meiri en áður eftir að leikmaðurinn lýsti því yfir við í samtali við brasilíska sjónvarpsstöð í gærkvöldi að Real Madríd væri góður kostur fyrir sig. Með þessum umælum vakti hann reiði stuðningsmanna Santos en forseti félagsins lýsti því yfir á dögunum að Brasilíski knattspyrnukappinn, Robinho, hefur vakið reiði meðal stuðningsmanna Santos eftir að hann lýsti því yfir í samtali brasilíska sjónvarpsstöð í gærkvöldi að hann óski þess heitast að spila með spænska liðinu Real Madrid. Robinho er 21 árs og samningsbundinn Santos í Brasilíu til ársins 2008. Robinho sagði í viðtali í gær að hann ætlaði sér að freista þess að fá forystumenn Santos til þess að leyfa sér að fara, það yrði gott fyrir öryggi fjölskyldunnar. Móður Robinho var rænt í Brasilíu í fyrra og henni haldið nauðugri í 40 daga áður en hún var leyst úr haldi. Forseti Santos hefur áður sagt að Robinho fari ekki frá félaginu fyrir minna en 3,2 milljarða króna.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×