Eins og geisli 7. mars 2005 00:01 "Hún kom eins og geisli inn í grafarhúm kalt". Þannig orti Þorsteinn Erlingsson um vantrúna undir lok 19. aldarinnar en svo nefndi hann þá lífsafstöðu að tileinka sér ekki auðsveipur steinrunnið kenningakerfi heldur spyrja, leita og þenkja, rannsaka og draga ályktanir sjálfur í stað þess að láta yfirvöld stjórna andlegu lífi sínu. Sennilega eigum við erfitt með að ímynda okkur hvernig það var að búa við trúræði á borð við það sem ríkti hér á landi öldum saman og hvílík lausn það var fyrir ungt fólk þess tíma að neita að gangast undir klerkaveldið. Menn hafa verið að kalla eftir aukinni kristindómsfræðslu í skólum og sumir meira að segja krafist þess að teknar verði upp bænastundir í skólum. Þau börn sem ekki eru alin upp í kristni mega samkvæmt þessu fara fram á meðan - vertu úti - svona til að ekkert fari á milli mála um það hvílík frík þau séu. Trúboðið er réttlætt með því að þetta sé "okkar" menning sem okkur beri að heiðra, gott ef ekki sjálft samhengið í íslenskri menningu - yfirgnæfandi meirihluti landsmanna játi kristna trú og meirihlutinn verði að fá að hafa þetta eins og hann vill... Kristnin skýri líka yfirburði okkar yfir þá hluta mannkyns sem í myrkrinu búi, hún hafi fært okkur frjálsa hugsun, kvenréttindi, lýðréttindi, málfrelsi, fyrir utan náttúrlega eilíft líf... En þá gleymist eitt: þjóðfélag okkar er sekúleríserað - veraldlegt. Og sekúleríseringin hefur haldist í hendur við frjálsa hugsun og þróun vísinda sem leitt hafa til þess að menn hafa komist á snoðir um eitt og annað sem stangast á við kenningar biblíunnar, rétt eins múslimar gerðu á sínum tíma þegar þeir losnuðu undan þröngum stakki kóransins. Sekúlerísering táknar að völd klerka yfir lífi fólks hafa verið afnumin og að biblían er ekki höfð að leiðarljósi við lagasetningu eða úrlausn mála líkt og raunin er með kóraninn í helsta stuðningsríki Bandaríkjamanna í mið-austurlöndum, Sádi-Arabíu. Biblían geymir ekkert síður en kóraninn ýmis fáránleg boð og bönn sem ættuð eru úr löngu liðnu og fullkomlega fjarlægu samfélagi þar sem staðhættir líkjast í engu staðháttum hér; og afskaplega óviðeigandi að fara að játast undir löngu aflagt feðraveldi. Við höfum lítið við gamla testamentið að gera nema í bókmenntalegu samhengi - til að dást að orðkynngi spámannanna, erótík ljóðaljóðanna og tign sálmanna í texta sem hefur sig upp yfir stund og stað, eins og allar miklar heimsbókmenntir gera, á íslensku máli sem brýnna er að varðveita en rausið í spámönnunum. En til að fá leiðsögn um líf sitt ætti fólk frekar að fá sér sjálfshjálparbækur nútímans en að reyna að fá botn í Esekíel. Um nýja testamentið og kærleiksboðskap Jesú Krists gegnir allt öðru máli - hann fellur aldrei úr gildi. Ég held að til sé íslensk kristni og að höfuðrit hennar sé eftir meistara Þórberg: ævisaga séra Árna Þórarinssonar. Þetta eru trúarbrögð sem sprottin eru upp úr landsháttum hér, bændamenningu, barnaþrælkun, fásinni, einangrun og myrkri og alltumlykjandi og lifandi náttúru sem ýmist er undurblíð eða ógurleg. Þetta er trú á stokka og steina. Þetta er hugmyndafræðin sem Þorgeir Ljósvetningagoði og þeir allir komu hér á þegar þeir féllust á að taka upp kristni en blóta á laun - sérkennilegur samruni evrópskrar kristni og heiðninnar sem fyrir var í landinu. Allt er kvikt af leyndu lífi í þessari trú - skemmtilegt er myrkrið: það er álfur í sérhverjum hóli, um fjörur ráfa marmennlar og sækýr eru á beit, hestar gætu reynst nykrar, draugar ríða húsum, tröll eru í fjöllum... en fyrst og fremst gengur fram af síðum bókarinnar takmarkalaus trú á afl ljóssins og kærleikans: hún er full af sögum um lækningar fólks sem hefur ekkert annað í höndunum en skært ljós. Við búum í skammdegislandi. Við trúum á ljósið. Hvað á að kenna í skólum? Oft hef ég furðað mig á því hversu mikið fer fyrir Mósebókum í stundarskrá dóttur minnar og spurt af hverju hún sé ekki heldur að læra landafræði eða ensku eða grasafræði eða afla sér einhverrar þekkingar á veröldinni eins og hún er - ekki eins og Móses og Jeremías héldu að hún væri. Hins vegar mætti kenna henni um álfa og tröll, Þorgeirsbola, móra og skottur og afl ljóssins til að sigrast á slíkum kvikindum. En í hinum gömlu fræðum frá Palestínu ætti að duga að sýna börnunum Life of Brian með Monty Python. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
"Hún kom eins og geisli inn í grafarhúm kalt". Þannig orti Þorsteinn Erlingsson um vantrúna undir lok 19. aldarinnar en svo nefndi hann þá lífsafstöðu að tileinka sér ekki auðsveipur steinrunnið kenningakerfi heldur spyrja, leita og þenkja, rannsaka og draga ályktanir sjálfur í stað þess að láta yfirvöld stjórna andlegu lífi sínu. Sennilega eigum við erfitt með að ímynda okkur hvernig það var að búa við trúræði á borð við það sem ríkti hér á landi öldum saman og hvílík lausn það var fyrir ungt fólk þess tíma að neita að gangast undir klerkaveldið. Menn hafa verið að kalla eftir aukinni kristindómsfræðslu í skólum og sumir meira að segja krafist þess að teknar verði upp bænastundir í skólum. Þau börn sem ekki eru alin upp í kristni mega samkvæmt þessu fara fram á meðan - vertu úti - svona til að ekkert fari á milli mála um það hvílík frík þau séu. Trúboðið er réttlætt með því að þetta sé "okkar" menning sem okkur beri að heiðra, gott ef ekki sjálft samhengið í íslenskri menningu - yfirgnæfandi meirihluti landsmanna játi kristna trú og meirihlutinn verði að fá að hafa þetta eins og hann vill... Kristnin skýri líka yfirburði okkar yfir þá hluta mannkyns sem í myrkrinu búi, hún hafi fært okkur frjálsa hugsun, kvenréttindi, lýðréttindi, málfrelsi, fyrir utan náttúrlega eilíft líf... En þá gleymist eitt: þjóðfélag okkar er sekúleríserað - veraldlegt. Og sekúleríseringin hefur haldist í hendur við frjálsa hugsun og þróun vísinda sem leitt hafa til þess að menn hafa komist á snoðir um eitt og annað sem stangast á við kenningar biblíunnar, rétt eins múslimar gerðu á sínum tíma þegar þeir losnuðu undan þröngum stakki kóransins. Sekúlerísering táknar að völd klerka yfir lífi fólks hafa verið afnumin og að biblían er ekki höfð að leiðarljósi við lagasetningu eða úrlausn mála líkt og raunin er með kóraninn í helsta stuðningsríki Bandaríkjamanna í mið-austurlöndum, Sádi-Arabíu. Biblían geymir ekkert síður en kóraninn ýmis fáránleg boð og bönn sem ættuð eru úr löngu liðnu og fullkomlega fjarlægu samfélagi þar sem staðhættir líkjast í engu staðháttum hér; og afskaplega óviðeigandi að fara að játast undir löngu aflagt feðraveldi. Við höfum lítið við gamla testamentið að gera nema í bókmenntalegu samhengi - til að dást að orðkynngi spámannanna, erótík ljóðaljóðanna og tign sálmanna í texta sem hefur sig upp yfir stund og stað, eins og allar miklar heimsbókmenntir gera, á íslensku máli sem brýnna er að varðveita en rausið í spámönnunum. En til að fá leiðsögn um líf sitt ætti fólk frekar að fá sér sjálfshjálparbækur nútímans en að reyna að fá botn í Esekíel. Um nýja testamentið og kærleiksboðskap Jesú Krists gegnir allt öðru máli - hann fellur aldrei úr gildi. Ég held að til sé íslensk kristni og að höfuðrit hennar sé eftir meistara Þórberg: ævisaga séra Árna Þórarinssonar. Þetta eru trúarbrögð sem sprottin eru upp úr landsháttum hér, bændamenningu, barnaþrælkun, fásinni, einangrun og myrkri og alltumlykjandi og lifandi náttúru sem ýmist er undurblíð eða ógurleg. Þetta er trú á stokka og steina. Þetta er hugmyndafræðin sem Þorgeir Ljósvetningagoði og þeir allir komu hér á þegar þeir féllust á að taka upp kristni en blóta á laun - sérkennilegur samruni evrópskrar kristni og heiðninnar sem fyrir var í landinu. Allt er kvikt af leyndu lífi í þessari trú - skemmtilegt er myrkrið: það er álfur í sérhverjum hóli, um fjörur ráfa marmennlar og sækýr eru á beit, hestar gætu reynst nykrar, draugar ríða húsum, tröll eru í fjöllum... en fyrst og fremst gengur fram af síðum bókarinnar takmarkalaus trú á afl ljóssins og kærleikans: hún er full af sögum um lækningar fólks sem hefur ekkert annað í höndunum en skært ljós. Við búum í skammdegislandi. Við trúum á ljósið. Hvað á að kenna í skólum? Oft hef ég furðað mig á því hversu mikið fer fyrir Mósebókum í stundarskrá dóttur minnar og spurt af hverju hún sé ekki heldur að læra landafræði eða ensku eða grasafræði eða afla sér einhverrar þekkingar á veröldinni eins og hún er - ekki eins og Móses og Jeremías héldu að hún væri. Hins vegar mætti kenna henni um álfa og tröll, Þorgeirsbola, móra og skottur og afl ljóssins til að sigrast á slíkum kvikindum. En í hinum gömlu fræðum frá Palestínu ætti að duga að sýna börnunum Life of Brian með Monty Python.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun