Verð á rafmagni til húshitunar 27. janúar 2005 00:01 Um áramótin tóku gildi ný lög um raforkumál. Þessi lög eru búin að vera lengi í undirbúningi, og enn lengra er síðan reglur Evrópusambandsins, sem lögin byggja á, gengu í gildi. Meginatriði þeirra er að framleiðsla og dreifing raforkunnar má ekki vera á sömu hendi, þar þurfa að vera skýr skil á milli. Þessvegna var stofnað nýtt félag, Landsnet, sem á að sjá um dreifingu á raforku um allt land og kerfisstjórnun. Eigendur Landsnets eru Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða og tilheyrir dreifikerfi það sem þessi fyrirtæki höfðu komið sér upp nú hinu nýja fyrirtæki. Það vekur athygli að stór orkufyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl utan sinna hefðbundnu svæða, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja, eru ekki með í Landsneti . Í umræðu sem varð seint á síðasta ári um hin nýju orkulög var því haldið fram, bæði af iðnaðarráðherra og Orkustofnun, að ekki væri að vænta mikilla hækkana á raforku með gilditöku hinna nýju laga, og tilkomu Landsnets. Annað hefur komið á daginn á ákveðnum landssvæðum hjá þeim sem nota raforku til húshitunar. Þetta eru þeir íbúar á svokölluðum "köldu" svæðum sem búið hafa við hæsta húshitunarkostnaðinn. Yfirleitt eru þetta íbúar í dreifbýli sem ekki eiga þess kost að hita hús sín með heitu vatni. Nefndar hafa verið mjög háar tölur varðandi hækkun hitunarkostnaðar hjá þessu fólki - og var hann þó ærinn fyrir. Þessi hækkun er algerlega óviðunandi, eins og margir sveitarstjórnarmenn hafa bent á eftir gildistöku laganna. Það er jafnframt furðulegt ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir þessu þegar lögin voru sett. Íbúar á þesum svæðum máttu síst við að húshitunarkostnaður hjá þeim hækkaði. Margir þeirra eru sauðfjárbændur sem búa við kröpp kjör og geta ekki veitt auknum kostnaði út í verðlagið. Þá kemur þetta illa við garðyrkjubændur, fiskeldisstöðvar og fleiri sem eru með rekstur á landsbyggðinni. Þessi lagasetning vekur upp spurningar um það hvort við þurfum að taka allt hrátt upp sem samþykkt er í Brussel. Þótt við séum með viðskiptasamning við Evrópusambandið, er þá sjálfgefið að við tökum sjálfkrafa allt upp sem þar er ákveðið? Íslendingar eru með fjölmennt lið stjórnarerindreka í Brüssel sem eiga að fylgjast með því sem þar er að gerast. Var ekki hægt að fá undanþágu fyrir okkur vegna þessa máls? Það er eilíflega verið að semja um undanþágur á allskonar reglum innan sjálfs Evrópusambandsins og því ekki fyrir okkur? Eru íslensku stjórnarerindrekarnir í Brüssel nógu vel á verði ? Þá er það líka umhugsunarvert að Landsnet er í eigu þriggja stórra raforkufyrirtækja, sem hljóta að hafa hagsmuna að gæta í framleiðslu, sölu og dreifingu á raforku. Var ekki markmiðið með lagasetningunni að aðskilja framleiðslu og dreifingu, en svo þegar upp er staðið er þetta allt meira og minna tengt og í eigu þeirra sömu. Væntanlega fást skýr svör við þessum málum á Alþingi í dag, jafnframt því sem upplýst verður hvernig bættur verður hlutur þeirra á landsbyggðinni sem nota rafmagn til upphitunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Um áramótin tóku gildi ný lög um raforkumál. Þessi lög eru búin að vera lengi í undirbúningi, og enn lengra er síðan reglur Evrópusambandsins, sem lögin byggja á, gengu í gildi. Meginatriði þeirra er að framleiðsla og dreifing raforkunnar má ekki vera á sömu hendi, þar þurfa að vera skýr skil á milli. Þessvegna var stofnað nýtt félag, Landsnet, sem á að sjá um dreifingu á raforku um allt land og kerfisstjórnun. Eigendur Landsnets eru Landsvirkjun, Rarik og Orkubú Vestfjarða og tilheyrir dreifikerfi það sem þessi fyrirtæki höfðu komið sér upp nú hinu nýja fyrirtæki. Það vekur athygli að stór orkufyrirtæki sem hafa verið að hasla sér völl utan sinna hefðbundnu svæða, Orkuveita Reykjavíkur og Hitaveita Suðurnesja, eru ekki með í Landsneti . Í umræðu sem varð seint á síðasta ári um hin nýju orkulög var því haldið fram, bæði af iðnaðarráðherra og Orkustofnun, að ekki væri að vænta mikilla hækkana á raforku með gilditöku hinna nýju laga, og tilkomu Landsnets. Annað hefur komið á daginn á ákveðnum landssvæðum hjá þeim sem nota raforku til húshitunar. Þetta eru þeir íbúar á svokölluðum "köldu" svæðum sem búið hafa við hæsta húshitunarkostnaðinn. Yfirleitt eru þetta íbúar í dreifbýli sem ekki eiga þess kost að hita hús sín með heitu vatni. Nefndar hafa verið mjög háar tölur varðandi hækkun hitunarkostnaðar hjá þessu fólki - og var hann þó ærinn fyrir. Þessi hækkun er algerlega óviðunandi, eins og margir sveitarstjórnarmenn hafa bent á eftir gildistöku laganna. Það er jafnframt furðulegt ef menn hafa ekki gert sér grein fyrir þessu þegar lögin voru sett. Íbúar á þesum svæðum máttu síst við að húshitunarkostnaður hjá þeim hækkaði. Margir þeirra eru sauðfjárbændur sem búa við kröpp kjör og geta ekki veitt auknum kostnaði út í verðlagið. Þá kemur þetta illa við garðyrkjubændur, fiskeldisstöðvar og fleiri sem eru með rekstur á landsbyggðinni. Þessi lagasetning vekur upp spurningar um það hvort við þurfum að taka allt hrátt upp sem samþykkt er í Brussel. Þótt við séum með viðskiptasamning við Evrópusambandið, er þá sjálfgefið að við tökum sjálfkrafa allt upp sem þar er ákveðið? Íslendingar eru með fjölmennt lið stjórnarerindreka í Brüssel sem eiga að fylgjast með því sem þar er að gerast. Var ekki hægt að fá undanþágu fyrir okkur vegna þessa máls? Það er eilíflega verið að semja um undanþágur á allskonar reglum innan sjálfs Evrópusambandsins og því ekki fyrir okkur? Eru íslensku stjórnarerindrekarnir í Brüssel nógu vel á verði ? Þá er það líka umhugsunarvert að Landsnet er í eigu þriggja stórra raforkufyrirtækja, sem hljóta að hafa hagsmuna að gæta í framleiðslu, sölu og dreifingu á raforku. Var ekki markmiðið með lagasetningunni að aðskilja framleiðslu og dreifingu, en svo þegar upp er staðið er þetta allt meira og minna tengt og í eigu þeirra sömu. Væntanlega fást skýr svör við þessum málum á Alþingi í dag, jafnframt því sem upplýst verður hvernig bættur verður hlutur þeirra á landsbyggðinni sem nota rafmagn til upphitunar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun