Sport

Heiðar skrifaði undir hjá Fulham

Landsliðsmaðurinn Heiðar Helguson skrifaði í gær undir fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarliðið Fulham. Fulham greiðir Watford 150 milljónir króna fyrir Heiðar. Wigan, Sunderland og West Ham höfðu augastað á Heiðari en hann valdi að fara til Fulham. Liðið hafnaði í þrettánda sæti á síðustu leiktíð. Heiðar skoraði 20 mörk fyrir Watford á síðustu leiktíð og var markahæsti leikmaður liðsins og var einnig kosinn sá besti af stuðningsmönnum þess. Hann hafnaði nýjum samningi við félagið. Heiðar kom til Watford árið 2000 frá norska liðinu Lilleström og skoraði 55 mörk í 132 deildarleikjum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×