Harrington hækkar á heimslistanum

Írinn Padraig Harrington færðist úr ellefta sæti í það áttunda á heimslista kylfinga eftir sigur á Barclays mótinu í bandarísku mótaröðinni í gær. Harrington setti niður langt pútt fyrir erni á lokaholunni og vann með eins höggs mun á tíu höggum undir pari. Þetta var annar sigur Harringtons í Bandaríkjunum á tímabilinu. Bandaríkjamaðurinn Jim Furyk lenti í öðru sæti á níu undir pari en hann fór illa að ráði sínu á lokaholunum.