Rof í fjölmiðlun 1. júlí 2005 00:01 Það þarf blindan mann til að greina ekki það rof sem er að verða í fjölmiðlum, umræðu og annari umfjöllun í samfélaginu okkar. Að einhverju leyti má rekja þetta rof til tæknilegra breytinga; netið hefur sprungið út og tækniframfarir á fjölmörgum sviðum hafa lækkað kostnað og þar með þröskulda þess að halda úti einhvers konar fjölmiðlun. Ekki veigaminna atriði er að Ísland er óðum að renna saman við stærri menningarheild og skilin á milli innlendrar fjölmiðlunar og erlendrar verða sífelld óljósari. Erlent efni kemur hingað bæði í meira magni og fyrr en áður. Við getum lesið vefsíður allra fjölmiðla veraldrar og höfum jafnt aðgang að erlendum fréttarásum í sjónvarpi sem slúður- og skemmtirásum - það ágæta ríkisfyrirtæki Landssíminn var um daginn gera einkasamning við klámveitu Playboy, þannig að brátt rennur íslensk klámmiðlun endanlega saman við allt klám og allan dónaskap heimsþorpsins. Það er alltaf jafn ómögulegt að segja til um hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Það má því sjálfsagt endalaust deila um hvort samruni íslenskrar fjölmiðlunar við fjölmiðlun heimsins - í það minnsta þá vestrænu - sé grundvöllur víðtækara rofs í íslensku samfélagi eða hluti hennar. Sú heita umræða sem gekk yfir fyrri part viku um tímaritið Hér og nú er ekki sérstæð í eðli sínu heldur fellur hún inn í langvarandi glímu um mörk fjölmiðlunar. Eldsneyti umræðunnar er rof frá þeirri stöðu að ein stefna og samræmd afstaða gat að mestu gilt um alla fjölmiðlun á landinu undir föðurlegri stjórn Morgunblaðs og Ríkisútvarps yfir í fjölmiðlaheim þar sem mismunandi afstaða, ólík heimsmynd og þverstæð skilgreining á hlutverki fjölmiðlunar fá að dafna - og hnigna - án þess að kallað sé eftir einhvers konar miðlægri stjórn eða aðgerðum. Þannig er fjölmiðlaheimur Vesturlanda. Þar mótast miðlarnir í gagnvirku sambandi sínu við lesendur og mótast þannig að vilja og væntingum þeirra. Utan um fjölmiðlana eru síðan reglur, eins og um aðra starfsemi samfélagsins - samstofna þeim lagaramma sem hér gildir. Kveikjan að umræðunni var hins vegar mistök Hér og nú. Ég held að enginn velkist í vafa um að blaðið kallaði yfir sig vandlætingu stórs hóps fólks og það getur varla hafa verið ætlan þess. Vandlætingin byggðist á framsetningu blaðsins og efnisvali - ekki því hvort það fór með rétt mál eða ekki. Þegar þessi kveikja er sett í eldsneytið, sem nefnt var að ofan, upplifum við allsherjar fordæmingu á öllum tilburðum til annars konar fjölmiðlunar en þeirrar samræmdu sem við lærðum að lifa við á árum áður. Og eins oft vill verða þegar deilt er þá eru rökin sótt í samanburð á vondu og góðu. Ef ég má taka samanburð af miðlum sem eru ekki á vegum 365 þá er vont Séð & heyrt borið saman við góðan Mogga. Auðvitað er Mogginn betri í slíkum samanburði. En Mogginn á vondum degi er litlaus og tilgangslaus pappírsmassi á sama hátt og virkilega gott Séð & heyrt getur verið eins og ánægjustund í fjölleikahúsi. Við komumst ekkert nær gildi mismunandi fjölmiðla með því að vera sífellt að bera saman mistök eins við glæst augnablik annars. Ég varð var við það þennan fyrri part viku, að fólk var óvisst um hvernig það átti að taka á því að Hér og nú er gefið út af 365. Það mátti heyra enduróm þessarar óvissu með ýmsum hætti. Vandinn er að 365 er eiginlega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Bæði er að við þekkjum ekki dæmi þess áður að jafn litríkri og fjölþættri flóru fjölmiðlunar sé haldið úti af sama fyrirtæki. Þótt það hafi margsýnt sig vera rangt, þá hættir fólki til að setja samasemmerki milli fjölmiðlafyrirtækis og fjölmiðla þess - en slík samlagning var algjörlega ómöguleg fyrri part vikunnar. Fjölmiðlar 365 héldu fram gagnstæðum skoðunum og notuðu tækifærið til að skerpa á sérstöðu sinni gagnvart öðrum miðlum sama fyrirtækis. Það er eðlilegt að einhverjum hafi fundist þetta undarlegt þar sem við þekkjum ekki fordæmin - en flestum verður ljóst við nánari skoðun að öðru vísi getur þetta ekki verið. Er það ekki einmitt lykillinn að því að hægt sé að halda úti fjölbreyttri flóru fjölmiðla að þeir deili sín á milli á grundvallaratriði fjölmiðlunar? Að öðrum kosti væri fjölbreytileikinn lítið annað en yfirvarp - eins konar brella. Það mátti líka greina vandræðagang í umræðunni sökum þess að 365 er fyrsta fjölmiðlafyrirtækið sem skráð er á markað. Mönnum hætti til að sveigja framhjá ritstjórnarlegu sjálfstæði og kölluðu eftir hlutverki og ábyrgð eigenda - sem í tilfelli 365 er ekki einn og ekki fáir heldur á annað þúsund aðilar. Í skoðanadálkum samkeppnisblaða 365 leyfðu menn sér jafnvel að samtvinna alla fjölmiðla 365 við alla hugsanlega hagsmuni allra eigenda félagsins - sem er ekki aðeins lykkja á allar hugmyndir um þroskaðan fjölmiðlamarkað - heldur myndi enda sem allsherjar flækja sem fléttaði ritstjórnir allra fjölmiðla 365 við alla hugsanlega og óhugsandi hagsmuni allra eigenda félagsins og allra þeirra sem tengjast þeim með einhverjum hætti. Ég gat ekki varist því þegar ég las þetta, að velta því fyrir mér hvort í þessum sérstæðu skoðunum samkeppnisblaðanna lægi ef til vill ein ástæða þess að 365 gengur vel á fjölmiðlamarkaði á meðan það virðist velkjast fyrir öðrum að finna sér leið til sóknar og vaxtar. En hvað lærum við að þessu? Hér og nú mun án efa draga lærdóm af þeirri ráðningu sem það fékk í öðrum fjölmiðlum 365. Við hin sitjum enn uppi með hina langvarandi umræðu um mörk fjölmiðlunar sem er drifin áfram af rofi í fjölmiðlun okkar, umræðu og umfjöllun. Kannski tekst okkur einhvern daginn að gangsetja þessa umræðu að nýju án þess að til komi vont dæmi sem skekkir hana af reiði, vandlætingu og fordæmingu. Ef ekki; þá mun hún áfram fleyta kerlingar á vondum dæmum og í reiðiköstum. Veröld okkar ferst ekki þótt svo verði. Þannig höfum við drifið áfram umræðu um önnur mál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Gunnar Smári Egilsson Mest lesið Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Nýr kafli í sögu ESB Michael Mann Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun
Það þarf blindan mann til að greina ekki það rof sem er að verða í fjölmiðlum, umræðu og annari umfjöllun í samfélaginu okkar. Að einhverju leyti má rekja þetta rof til tæknilegra breytinga; netið hefur sprungið út og tækniframfarir á fjölmörgum sviðum hafa lækkað kostnað og þar með þröskulda þess að halda úti einhvers konar fjölmiðlun. Ekki veigaminna atriði er að Ísland er óðum að renna saman við stærri menningarheild og skilin á milli innlendrar fjölmiðlunar og erlendrar verða sífelld óljósari. Erlent efni kemur hingað bæði í meira magni og fyrr en áður. Við getum lesið vefsíður allra fjölmiðla veraldrar og höfum jafnt aðgang að erlendum fréttarásum í sjónvarpi sem slúður- og skemmtirásum - það ágæta ríkisfyrirtæki Landssíminn var um daginn gera einkasamning við klámveitu Playboy, þannig að brátt rennur íslensk klámmiðlun endanlega saman við allt klám og allan dónaskap heimsþorpsins. Það er alltaf jafn ómögulegt að segja til um hvort kemur á undan, eggið eða hænan. Það má því sjálfsagt endalaust deila um hvort samruni íslenskrar fjölmiðlunar við fjölmiðlun heimsins - í það minnsta þá vestrænu - sé grundvöllur víðtækara rofs í íslensku samfélagi eða hluti hennar. Sú heita umræða sem gekk yfir fyrri part viku um tímaritið Hér og nú er ekki sérstæð í eðli sínu heldur fellur hún inn í langvarandi glímu um mörk fjölmiðlunar. Eldsneyti umræðunnar er rof frá þeirri stöðu að ein stefna og samræmd afstaða gat að mestu gilt um alla fjölmiðlun á landinu undir föðurlegri stjórn Morgunblaðs og Ríkisútvarps yfir í fjölmiðlaheim þar sem mismunandi afstaða, ólík heimsmynd og þverstæð skilgreining á hlutverki fjölmiðlunar fá að dafna - og hnigna - án þess að kallað sé eftir einhvers konar miðlægri stjórn eða aðgerðum. Þannig er fjölmiðlaheimur Vesturlanda. Þar mótast miðlarnir í gagnvirku sambandi sínu við lesendur og mótast þannig að vilja og væntingum þeirra. Utan um fjölmiðlana eru síðan reglur, eins og um aðra starfsemi samfélagsins - samstofna þeim lagaramma sem hér gildir. Kveikjan að umræðunni var hins vegar mistök Hér og nú. Ég held að enginn velkist í vafa um að blaðið kallaði yfir sig vandlætingu stórs hóps fólks og það getur varla hafa verið ætlan þess. Vandlætingin byggðist á framsetningu blaðsins og efnisvali - ekki því hvort það fór með rétt mál eða ekki. Þegar þessi kveikja er sett í eldsneytið, sem nefnt var að ofan, upplifum við allsherjar fordæmingu á öllum tilburðum til annars konar fjölmiðlunar en þeirrar samræmdu sem við lærðum að lifa við á árum áður. Og eins oft vill verða þegar deilt er þá eru rökin sótt í samanburð á vondu og góðu. Ef ég má taka samanburð af miðlum sem eru ekki á vegum 365 þá er vont Séð & heyrt borið saman við góðan Mogga. Auðvitað er Mogginn betri í slíkum samanburði. En Mogginn á vondum degi er litlaus og tilgangslaus pappírsmassi á sama hátt og virkilega gott Séð & heyrt getur verið eins og ánægjustund í fjölleikahúsi. Við komumst ekkert nær gildi mismunandi fjölmiðla með því að vera sífellt að bera saman mistök eins við glæst augnablik annars. Ég varð var við það þennan fyrri part viku, að fólk var óvisst um hvernig það átti að taka á því að Hér og nú er gefið út af 365. Það mátti heyra enduróm þessarar óvissu með ýmsum hætti. Vandinn er að 365 er eiginlega nýtt fyrirbrigði á Íslandi. Bæði er að við þekkjum ekki dæmi þess áður að jafn litríkri og fjölþættri flóru fjölmiðlunar sé haldið úti af sama fyrirtæki. Þótt það hafi margsýnt sig vera rangt, þá hættir fólki til að setja samasemmerki milli fjölmiðlafyrirtækis og fjölmiðla þess - en slík samlagning var algjörlega ómöguleg fyrri part vikunnar. Fjölmiðlar 365 héldu fram gagnstæðum skoðunum og notuðu tækifærið til að skerpa á sérstöðu sinni gagnvart öðrum miðlum sama fyrirtækis. Það er eðlilegt að einhverjum hafi fundist þetta undarlegt þar sem við þekkjum ekki fordæmin - en flestum verður ljóst við nánari skoðun að öðru vísi getur þetta ekki verið. Er það ekki einmitt lykillinn að því að hægt sé að halda úti fjölbreyttri flóru fjölmiðla að þeir deili sín á milli á grundvallaratriði fjölmiðlunar? Að öðrum kosti væri fjölbreytileikinn lítið annað en yfirvarp - eins konar brella. Það mátti líka greina vandræðagang í umræðunni sökum þess að 365 er fyrsta fjölmiðlafyrirtækið sem skráð er á markað. Mönnum hætti til að sveigja framhjá ritstjórnarlegu sjálfstæði og kölluðu eftir hlutverki og ábyrgð eigenda - sem í tilfelli 365 er ekki einn og ekki fáir heldur á annað þúsund aðilar. Í skoðanadálkum samkeppnisblaða 365 leyfðu menn sér jafnvel að samtvinna alla fjölmiðla 365 við alla hugsanlega hagsmuni allra eigenda félagsins - sem er ekki aðeins lykkja á allar hugmyndir um þroskaðan fjölmiðlamarkað - heldur myndi enda sem allsherjar flækja sem fléttaði ritstjórnir allra fjölmiðla 365 við alla hugsanlega og óhugsandi hagsmuni allra eigenda félagsins og allra þeirra sem tengjast þeim með einhverjum hætti. Ég gat ekki varist því þegar ég las þetta, að velta því fyrir mér hvort í þessum sérstæðu skoðunum samkeppnisblaðanna lægi ef til vill ein ástæða þess að 365 gengur vel á fjölmiðlamarkaði á meðan það virðist velkjast fyrir öðrum að finna sér leið til sóknar og vaxtar. En hvað lærum við að þessu? Hér og nú mun án efa draga lærdóm af þeirri ráðningu sem það fékk í öðrum fjölmiðlum 365. Við hin sitjum enn uppi með hina langvarandi umræðu um mörk fjölmiðlunar sem er drifin áfram af rofi í fjölmiðlun okkar, umræðu og umfjöllun. Kannski tekst okkur einhvern daginn að gangsetja þessa umræðu að nýju án þess að til komi vont dæmi sem skekkir hana af reiði, vandlætingu og fordæmingu. Ef ekki; þá mun hún áfram fleyta kerlingar á vondum dæmum og í reiðiköstum. Veröld okkar ferst ekki þótt svo verði. Þannig höfum við drifið áfram umræðu um önnur mál.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun