Landbúnaðarháskólinn 8. janúar 2005 00:01 Stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði markar viss þáttaskil í landbúnaði og skóla- og rannsóknarstarfsemi hér á landi. Skólinn varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Markmiðið með stofnun skólans er að sameina í einni stofnun rannsóknir og kennslu á sviði hagnýtrar náttúrufræði. Skólinn mun sinna rannsóknum á búfénaði og náttúru Íslands, auk þess að annast háskólamenntun á sviði landbúnaðar og sinna menntun fyrir bændur og búalið á ýmsum sviðum landbúnaðar og tengdra greina. Með sameiningu þessara þriggja stofnana hefur Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra tekist að koma undir einn hatt á landsbyggðinni öflugri rannsóknar- og menntastofnun sem á ekki aðeins að koma íslenskum landbúnaði til góða heldur hlýtur starfsemi Landbúnaðarháskólans líka að sinna ýmiskonar áhuga- og atvinnumálum þéttbýlisbúa, sem í auknum mæli sækja út á land til tímabundinnar eða varanlegrar búsetu. Nú þegar Landbúnaðarháskóli Íslands hefur formlega tekið til starfa er ekki úr vegi að staldra aðeins við og huga að stöðu íslensks landbúnaðar. Bændum hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum og þar með hefur landið orðið strjálbýlla. Hörð gagnrýni hefur oft á tíðum verið á landbúnaðarstefnuna. Gagnrýni á landbúnaðarstefnu er ekkert sérmál okkar Íslendinga. Þvert á móti. Heitar umræður fara oft fram innan Evrópussambandsins um landbúnaðarmál - niðurgreiðslur, styrki og byggðamál. Bandaríkin eru talin vera mesta landbúnaðarland heims, og þar hefur löngum verið mikil offramleiðsla innan landbúnaðarins. Bandaríkjastjórn hefur þurft að kaupa umframkornbirgðir, sem síðan hefur verið dreift sem þróunarhjálp til vanþróaðra ríkja, eða landa þar sem náttúruhamfarir hafa orðið. Hér á landi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði á síðustu árum, en þrátt fyrir það búa margir bænda við mjög kröpp kjör. Landbúnaðurinn skiptist í tvær höfuðgreinar, sauðfjárrækt og kúabúskap. Síðan koma aðrar greinar eins og garðyrkja og skógrækt, og á allra síðustu árum hefur kornrækt orðið sífellt útbreiddari. Hún er kannski gott dæmi um hverju rannsóknir í landbúnaði geta skilað okkur. En það er ekki aðeins að landbúnaður skiptist í tvær höfuðgreinar, heldur virðist sem himinn og haf sé á milli bænda hvað afkomu varðar, og skiptir þá ekki höfuðmáli hvar á landinu bændur búa. Sauðfjárbændur búa almennt við lakari kjör en kúabændur, og á ljósa kjötið þar stóran þátt. Kjötmarkaðurinn virðist þó vera að ná jafnvægi, en það dugar þó varla til að bæta kjör sauðfjárbænda að ráði. Landbúnaðarráðherra þarf að notfæra sér þekkingu, rannsóknir og reynslu þeirra sem starfa við hinn nýja skóla til að bæta kjör bænda, án þess að auka framlög úr ríkissjóði, þannig að hægt sé að gera eðlilegar arðsemiskröfur til greinarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Er útlegð á innleið? Reyn Alpha Magnúsdóttir Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skólarnir lokaðir - myglan vinnur Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
Stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri í Borgarfirði markar viss þáttaskil í landbúnaði og skóla- og rannsóknarstarfsemi hér á landi. Skólinn varð til með sameiningu Landbúnaðarháskólans á Hvanneyri, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins á Keldnaholti og Garðyrkjuskóla ríkisins á Reykjum í Ölfusi. Markmiðið með stofnun skólans er að sameina í einni stofnun rannsóknir og kennslu á sviði hagnýtrar náttúrufræði. Skólinn mun sinna rannsóknum á búfénaði og náttúru Íslands, auk þess að annast háskólamenntun á sviði landbúnaðar og sinna menntun fyrir bændur og búalið á ýmsum sviðum landbúnaðar og tengdra greina. Með sameiningu þessara þriggja stofnana hefur Guðna Ágústssyni landbúnaðarráðherra tekist að koma undir einn hatt á landsbyggðinni öflugri rannsóknar- og menntastofnun sem á ekki aðeins að koma íslenskum landbúnaði til góða heldur hlýtur starfsemi Landbúnaðarháskólans líka að sinna ýmiskonar áhuga- og atvinnumálum þéttbýlisbúa, sem í auknum mæli sækja út á land til tímabundinnar eða varanlegrar búsetu. Nú þegar Landbúnaðarháskóli Íslands hefur formlega tekið til starfa er ekki úr vegi að staldra aðeins við og huga að stöðu íslensks landbúnaðar. Bændum hefur fækkað jafnt og þétt á síðustu árum og þar með hefur landið orðið strjálbýlla. Hörð gagnrýni hefur oft á tíðum verið á landbúnaðarstefnuna. Gagnrýni á landbúnaðarstefnu er ekkert sérmál okkar Íslendinga. Þvert á móti. Heitar umræður fara oft fram innan Evrópussambandsins um landbúnaðarmál - niðurgreiðslur, styrki og byggðamál. Bandaríkin eru talin vera mesta landbúnaðarland heims, og þar hefur löngum verið mikil offramleiðsla innan landbúnaðarins. Bandaríkjastjórn hefur þurft að kaupa umframkornbirgðir, sem síðan hefur verið dreift sem þróunarhjálp til vanþróaðra ríkja, eða landa þar sem náttúruhamfarir hafa orðið. Hér á landi hafa orðið miklar framfarir í landbúnaði á síðustu árum, en þrátt fyrir það búa margir bænda við mjög kröpp kjör. Landbúnaðurinn skiptist í tvær höfuðgreinar, sauðfjárrækt og kúabúskap. Síðan koma aðrar greinar eins og garðyrkja og skógrækt, og á allra síðustu árum hefur kornrækt orðið sífellt útbreiddari. Hún er kannski gott dæmi um hverju rannsóknir í landbúnaði geta skilað okkur. En það er ekki aðeins að landbúnaður skiptist í tvær höfuðgreinar, heldur virðist sem himinn og haf sé á milli bænda hvað afkomu varðar, og skiptir þá ekki höfuðmáli hvar á landinu bændur búa. Sauðfjárbændur búa almennt við lakari kjör en kúabændur, og á ljósa kjötið þar stóran þátt. Kjötmarkaðurinn virðist þó vera að ná jafnvægi, en það dugar þó varla til að bæta kjör sauðfjárbænda að ráði. Landbúnaðarráðherra þarf að notfæra sér þekkingu, rannsóknir og reynslu þeirra sem starfa við hinn nýja skóla til að bæta kjör bænda, án þess að auka framlög úr ríkissjóði, þannig að hægt sé að gera eðlilegar arðsemiskröfur til greinarinnar.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Börn á flótta – nýtt líf, nýtt tungumál og nýtt tækifæri í íslenskum grunnskólum Friðþjófur Helgi Karlsson Skoðun