Sport

Ísland hafnaði í níunda sæti

Ísland lagði Ísrael að velli í leiknum um níunda sætið á heimsmeistaramóti piltalandsliða í handknattleik í Ungverjalandi í gær, 35-32. Ásgeir Örn Hallgrímsson, sem hefur verið besti leikmaður íslenska liðsins á mótinu, var markahæstur í íslenska með ellefu mörk en Ernir Arnarson og Andri Stefan komu næstir með sex mörk. Björgvin Gústavsson varði ellefu skot í marki Íslands og Davíð Svansson fimm. Íslenska liðið endar því í níunda sæti á mótinu. Ásgeir Örn Hallgrímsson var þokkalega ánægður með sigurinn á Ísrael en hundsvekktur með árangurinn á mótinu. "Það er ekkert launungarmál að við ætluðum okkur að komast í undanúrslitin á mótinu. Níunda sæti er ekki ásættanlegt. Vörnin var slök allt mótið og markvarslan helst alltaf saman við hana. Mér fannst hún reyndar stundum góð miðað hversu vörnin var slök. Stundum gengur vel og stundum illa í íþróttum og við leikmenn þurfum að læra af þessu móti. Við spiluðum flestir undir getu og það gengur náttúrulega ekki þegar keppt er á heimsmeistaramóti."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×