Sport

Hækkar sig í fyrsta sinn í 13 mánu

Nú horfir til bjartari daga hjá íslenska landsliðinu í knattspyrnu eftir afar langt og erfitt ár. Í gær komu nefnilega loksins jákvæðar fréttir um stöðu íslenska landsliðsins á styrkleikalista FIFA sem FIFA birti í gær fyrir júnímánuð. Íslenska landsliðið hafði fallið nánast í frjálsu falli úr 56. sæti niður í það 97. á undanförnum 12 mánuðum en eftir góðan 4-1 sigur á Möltu í undankeppninni í síðustu viku hækkar íslenska liðið sig um heil sjö sæti og fer upp í það 90. Ísland hefur ekki verið ofar á listanum síðan í október 2004 og þetta er líka mesta hækkun íslenska liðsins á listanum síðan í september 2003 þegar liðið fór upp um átta sæti. Ungverjar sem unnu Ísland á Laugardalsvellinum á dögunum hækka sig um 4 sæti og Svíar fara upp um eitt sæti en Króatar og Möltubúar lækka sig um eitt sæti en þessi lið eru eins og kunnugt er með Íslandi í riðli. Það eru aðeins þrjár þjóðir sem hækka sig meira en Ísland á júnílistanum, Tógó (67. sæti) fer upp um 12. sæti, Kóngó (68. sæti) upp um 9. sæti og Gínea stekkur upp um 9. sæti og er nú í 83. sætinu. Brasilíumenn eru enn á toppi listans og halda sínu sæti ásamt Tékkum (2. sæti) og Argentínumönnum (3. sæti) en Hollendingar komust upp fyrir Frakka upp í 4. sætið. Englendingar lækka einnig um eitt sæti og eru komnir niður í 7. sæti listans á eftir Mexíkó. - óój Staða Íslands á FIFA-listanum á einu ári:Maí 2004:  56. sæti Júní 2004:  65. sæti (-9 sæti) Júlí 2004:  75. sæti (-10 sæti) Ágúst 2004:  79. sæti (- 4 sæti) September 2004:  80. sæti (- 1 sæti) Október 2004:  88. sæti (-8 sæti) Nóvember 2004:  90. sæti (-2 sæti) Desember 2004:  93. sæti (- 3 sæti) Janúar 2005:  94. sæti (- 1 sæti) Febrúar 2005:  94. sæti (Sama) Mars 2005:  95. sæti (- 1 sæti) Apríl 2005:   95. sæti (Sama) Maí 2005:                97. sæti (- 2 sæti) Júní 2005:  90. sæti (+ 7 sæti)



Fleiri fréttir

Sjá meira


×