Crespo vill vera áfram hjá Milan

Argentínumaðurinn Hernan Crespo er staðráðinn í að vera áfram innan raða ítalska liðsins AC Milan en hann er í láni hjá félaginu frá Chelsea þangað til í sumar. Samkvæmt Crespo vinna liðin að samkomulagi í málinu en kappinn fullyrðir að hann vilji enda ferilinn hjá Mílanliðinu. "Chelsea er það eina sem getur komið í veg fyrir það," sagði Crespo. Pilturinn sá hefur haft góðu gengi að fagna með AC Milan og skoraði m.a. bæði mörk liðsins gegn Manchester United í 16 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu. Liðið mætir fyrrum samhejum Crespo í Inter í 8 liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Fyrri viðureignin er í kvöld.