Viðskipti erlent

Veikindadögum fækkar

Breskir verkamenn.
Breskir verkamenn. Mynd/AFP

Veikindaleyfi starfsfólks í Bretlandi voru með minnsta móti á síðasta ári en samkvæmt upplýsingum samtaka iðnaðarins á Bretlandi hafa veikindadagar ekki verið færri í 20 ár.

Að sögn samtakanna jafngiltu veikindaleyfi starfsmanna í breskum iðnaði 168 milljón töpuðum vinnudögum árið 2004. Á síðasta ári voru þeir fjórum milljón dögum færri. Þá nam kostnaður fyrirtækja í Bretlandi vegna vinnutaps starfsmanna 13 milljörðum punda á síðasta ári.

Samtök iðnaðarins segja að enn sé langt í land til að fækka vinnudögum starfsfólks í Bretlandi og benda á að starfsmenn séu frá 13 prósent alla vinnudaga ársins vegna veikinda. Slíkt geti ekki verið eðlilegt, að þeirra sögn.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×