Tilfinningar skipta líka máli 8. janúar 2006 00:13 Tilfinningarök gagnvart landinu eru einnig rök í sjálfu sér. Það má ræða hvað er faglegt mat og hvað ekki og eitt af því sem taka þarf tillit til eru tilfinningar sem menn bera til landsins." Svo mælti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í frétt í Fréttablaðinu á föstudag um Norðlingaöldu. Fagna ber þessum orðum Guðlaugs Þórs því tilfinningar hafa hingað til ekki átt sérstaklega upp á pallborð stjórnmálanna. Útreikningar hafa borið tilfinningarnar ofurliði og flestar ákvarðanir sem teknar eru á sviði stjórnmálanna eru byggðar á tölum um hagkvæmni og arðsemi. Auðvitað þarf að reikna þegar hugmyndir um meiriháttar framkvæmdir eru teknar til athugunar en er ekki alveg út í hött að byggja allar ákvarðanir á útreikningunum einum og sér? Miklu fleiri þættir en bara hagkvæmni og arðsemi hljóta að koma til álita og þar eru tilfinningar ofarlega á blaði. Það skiptir nefnilega máli hvað fólki finnst, þó svo að einhver talnaspeki liggi ekki að baki. Fegurð, hvort sem er náttúrufegurð eða önnur fegurð, verður til dæmis ekki reiknuð út en hún skiptir fólk máli, ekki síður (og stundum meira máli) en gróði. Íbúar í smærri þorpum landsbyggðarinnar hafa mátt þola alls kyns glósur fyrir það eitt að vilja að vegirnir til og frá þorpinu séu sæmilegir. Þeim hefur verið sagt að það sé svo dýrt að halda úti samgöngum að réttast væri að flytja þá á höfuðborgarsvæðið. Ekkert rúm er fyrir tilfinningar í slíkum málflutningi, ekki er tekið tillit til líðanar fólksins eða langana þess. Allt ætlaði um koll að keyra fyrir nokkrum árum þegar biskup sagði að hjarta hans byði að Eyjabökkum skyldi hlíft. Menn sem vildu miðlunarlón á Eyjabökkum sögðu að svona fjas ætti ekki heima í umræðunni, rök og ekkert annað en rök væru það eina sem leggja ætti til grundvallar og tilfinningar og rödd hjartans væru ekki rök. Síðar var svo horfið frá virkjun á Eyjabökkum en það er önnur saga. Það er líka önnur saga að mönnum hefur brugðist bogalistin við útreikninga. Nærtækt er dæmið af kostnaðinum við eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra, sem er miklum mun meiri en sérfræðingar komust að með aðstoð tölvuforritanna sinna. Tilfinningar eiga vel heima í stjórnmálum og kannski hefðu fleiri það betra í samfélaginu ef stjórnmálamenn leyfðu tilfinningum að ráða. Þá væru tekjur öryrkja sjálfsagt nógu háar til að þeir geti lifað sómasamlegu lífi, börn sem haldin eru geðröskunum þyrftu ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir að fá læknisaðstoð og öldruðum væri ekki gert að búa á göngum hjúkrunarheimila. Laun leikskólakennara væru líka án efa hærri ef tilfinningunum væri fylgt. Nema það sé tilfinning stjórnmálamanna að leikskólakennarar eigi að fá lág laun! Það er sérstakt gleðiefni að Guðlaugur Þór Þórðarson skuli segja að tilfinningarök séu líka rök og hugsanlega marka þessi orð hans örlítil kaflaskil í stjórnmálunum. Það verður án efa ánægjulegra að fylgjast með pólitískri umræðu í framtíðinni þegar tilfinningar verða teknar góðar og gildar sem ástæða skoðana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Fastir pennar Skoðanir Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Tilfinningarök gagnvart landinu eru einnig rök í sjálfu sér. Það má ræða hvað er faglegt mat og hvað ekki og eitt af því sem taka þarf tillit til eru tilfinningar sem menn bera til landsins." Svo mælti Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í frétt í Fréttablaðinu á föstudag um Norðlingaöldu. Fagna ber þessum orðum Guðlaugs Þórs því tilfinningar hafa hingað til ekki átt sérstaklega upp á pallborð stjórnmálanna. Útreikningar hafa borið tilfinningarnar ofurliði og flestar ákvarðanir sem teknar eru á sviði stjórnmálanna eru byggðar á tölum um hagkvæmni og arðsemi. Auðvitað þarf að reikna þegar hugmyndir um meiriháttar framkvæmdir eru teknar til athugunar en er ekki alveg út í hött að byggja allar ákvarðanir á útreikningunum einum og sér? Miklu fleiri þættir en bara hagkvæmni og arðsemi hljóta að koma til álita og þar eru tilfinningar ofarlega á blaði. Það skiptir nefnilega máli hvað fólki finnst, þó svo að einhver talnaspeki liggi ekki að baki. Fegurð, hvort sem er náttúrufegurð eða önnur fegurð, verður til dæmis ekki reiknuð út en hún skiptir fólk máli, ekki síður (og stundum meira máli) en gróði. Íbúar í smærri þorpum landsbyggðarinnar hafa mátt þola alls kyns glósur fyrir það eitt að vilja að vegirnir til og frá þorpinu séu sæmilegir. Þeim hefur verið sagt að það sé svo dýrt að halda úti samgöngum að réttast væri að flytja þá á höfuðborgarsvæðið. Ekkert rúm er fyrir tilfinningar í slíkum málflutningi, ekki er tekið tillit til líðanar fólksins eða langana þess. Allt ætlaði um koll að keyra fyrir nokkrum árum þegar biskup sagði að hjarta hans byði að Eyjabökkum skyldi hlíft. Menn sem vildu miðlunarlón á Eyjabökkum sögðu að svona fjas ætti ekki heima í umræðunni, rök og ekkert annað en rök væru það eina sem leggja ætti til grundvallar og tilfinningar og rödd hjartans væru ekki rök. Síðar var svo horfið frá virkjun á Eyjabökkum en það er önnur saga. Það er líka önnur saga að mönnum hefur brugðist bogalistin við útreikninga. Nærtækt er dæmið af kostnaðinum við eftirlaunafrumvarp þingmanna og ráðherra, sem er miklum mun meiri en sérfræðingar komust að með aðstoð tölvuforritanna sinna. Tilfinningar eiga vel heima í stjórnmálum og kannski hefðu fleiri það betra í samfélaginu ef stjórnmálamenn leyfðu tilfinningum að ráða. Þá væru tekjur öryrkja sjálfsagt nógu háar til að þeir geti lifað sómasamlegu lífi, börn sem haldin eru geðröskunum þyrftu ekki að bíða vikum eða mánuðum saman eftir að fá læknisaðstoð og öldruðum væri ekki gert að búa á göngum hjúkrunarheimila. Laun leikskólakennara væru líka án efa hærri ef tilfinningunum væri fylgt. Nema það sé tilfinning stjórnmálamanna að leikskólakennarar eigi að fá lág laun! Það er sérstakt gleðiefni að Guðlaugur Þór Þórðarson skuli segja að tilfinningarök séu líka rök og hugsanlega marka þessi orð hans örlítil kaflaskil í stjórnmálunum. Það verður án efa ánægjulegra að fylgjast með pólitískri umræðu í framtíðinni þegar tilfinningar verða teknar góðar og gildar sem ástæða skoðana.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun