Hverju á að trúa? 21. janúar 2006 00:01 Hafa skattar lækkað eða hafa skattar hækkað? Um það deila nú Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Stefán segir skattana hafa hækkað en Árni segir þá hafa lækkað. Báðir eru sannfærðir um að þeir hafi hárrétt fyrir sér. Þetta er ekki fyrsta snerran sem Stefán hefur tekið við stjórnvöld á umliðnum vikum. Fyrir jól kom út skýrsla eftir hann sem dró upp dökkka mynd af kjörum öryrkja. Stjórnvöld vísuðu niðurstöðunum út í hafsauga. Ekki er gott fyrir venjulegt fólk að vita í hvorn fótinn það á að stíga þegar staðhæfingar stangast svona hressilega á. Fólk stendur því frammi fyrir þeirri spurningu hvorir séu nú líklegri, prófessorinn eða hinir kjörnu fulltrúar, til að segja satt. Og hljóta þá hagsmunirnir að vega þungt. Augljósir eru hagsmunir stjórnmálamannanna þegar kemur að því að dásama eigin verk. Þeir vilja vitaskuld halda því að kjósendum að stefnumál þeirra hafi náð fram að ganga. Hagsmunir prófessorsins af að draga hið gagnstæða fram eru hins vegar ekki jafn augljósir. Verð á mat er hátt á Íslandi. Um það efast enginn. Hins vegar eru uppi misjafnar kenningar um hvers vegna matur kostar jafn mikið og raun ber vitni. Margir vilja skella skuldinni á landbúnaðarkerfið og segja það þeim ósköpum gætt að skapa hátt verðlag á búvörum. Samkeppniseftirlitið gerði skýrslu um málið og sagði ástæðuna liggja í innflutningshömlum á búvörum. Helsti málsvari íslenskra bænda, landbúnaðarráðherra, vísaði því til föðurhúsanna og sagði ástæðuna liggja í fákeppni í verslun. Kaupmenn mótmæla því og segja bullandi samkeppni í versluninni og það sé ekki þeim að kenna að matvöruverð sé hátt, vandinn liggi hjá ríkinu sem leggi háa skatta og tolla á matvöruna. Og hverjum eigum við svo að trúa, Samkeppniseftirlitinu, landbúnaðarráðherra eða kaupmönnum? Og hvort eigum við að trúa Félagi íslenskra bifreiðaeigenda eða olíufélögunum þegar hátt verð á bensíni er til umræðu? Það er sama hvaða útreikningar eru réttir að olíufélögunum, aldrei hefur FÍB rétt fyrir sér þegar bent er á að bensínverðið hér hafi hækkað umfram heimsmarkaðsverð. Auðvitað er eðlilegt að menn hafi misjafnar skoðanir á málefnum. En oft eru hreinar og klárar staðreyndir til umræðu sem með raun réttri ætti ekki að vera hægt að toga og teygja. En þar sem Íslendingar standa jú framarlega í hinni fornu íþrótt þrætubókarlist er svo sem ekki við öðru að búast. Við þurfum því að búa við það til frambúðar að karpað verði um túlkun staðreynda. Áfram verður það álitamál hvort skattar hafi hækkað eða lækkað, áfram verður deilt um hvort það eru skattar og tollar, landbúnaðarkerfið eða álagning kaupmanna sem orsaka hátt verð á matvöru á Íslandi og áfram munu olíufélögin hafna því alfarið að eitthvað sé að marka útreikninga FÍB um bensínverð. Eftir stendur almenningur; fólkið sem borgar skattana, fólkið sem kaupir matinn og bensínið dýru verði. Það þarf áfram að greiða það sem upp er sett og fær engan botn í hvort skattarnir hafa hækkað eða lækkað né ástæður þess að vöruverð er hátt á Íslandi. Og þannig verður það líkast til alltaf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Björn Þór Sigbjörnsson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Af hverju ég styð Samfylkinguna – og Hannes Sigurbjörn Jónsson Ásbjörn Þór Ásbjörnsson Skoðun Þrælakistur samtímans? Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir Skoðun
Hafa skattar lækkað eða hafa skattar hækkað? Um það deila nú Stefán Ólafsson, prófessor við Háskóla Íslands, og Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra. Stefán segir skattana hafa hækkað en Árni segir þá hafa lækkað. Báðir eru sannfærðir um að þeir hafi hárrétt fyrir sér. Þetta er ekki fyrsta snerran sem Stefán hefur tekið við stjórnvöld á umliðnum vikum. Fyrir jól kom út skýrsla eftir hann sem dró upp dökkka mynd af kjörum öryrkja. Stjórnvöld vísuðu niðurstöðunum út í hafsauga. Ekki er gott fyrir venjulegt fólk að vita í hvorn fótinn það á að stíga þegar staðhæfingar stangast svona hressilega á. Fólk stendur því frammi fyrir þeirri spurningu hvorir séu nú líklegri, prófessorinn eða hinir kjörnu fulltrúar, til að segja satt. Og hljóta þá hagsmunirnir að vega þungt. Augljósir eru hagsmunir stjórnmálamannanna þegar kemur að því að dásama eigin verk. Þeir vilja vitaskuld halda því að kjósendum að stefnumál þeirra hafi náð fram að ganga. Hagsmunir prófessorsins af að draga hið gagnstæða fram eru hins vegar ekki jafn augljósir. Verð á mat er hátt á Íslandi. Um það efast enginn. Hins vegar eru uppi misjafnar kenningar um hvers vegna matur kostar jafn mikið og raun ber vitni. Margir vilja skella skuldinni á landbúnaðarkerfið og segja það þeim ósköpum gætt að skapa hátt verðlag á búvörum. Samkeppniseftirlitið gerði skýrslu um málið og sagði ástæðuna liggja í innflutningshömlum á búvörum. Helsti málsvari íslenskra bænda, landbúnaðarráðherra, vísaði því til föðurhúsanna og sagði ástæðuna liggja í fákeppni í verslun. Kaupmenn mótmæla því og segja bullandi samkeppni í versluninni og það sé ekki þeim að kenna að matvöruverð sé hátt, vandinn liggi hjá ríkinu sem leggi háa skatta og tolla á matvöruna. Og hverjum eigum við svo að trúa, Samkeppniseftirlitinu, landbúnaðarráðherra eða kaupmönnum? Og hvort eigum við að trúa Félagi íslenskra bifreiðaeigenda eða olíufélögunum þegar hátt verð á bensíni er til umræðu? Það er sama hvaða útreikningar eru réttir að olíufélögunum, aldrei hefur FÍB rétt fyrir sér þegar bent er á að bensínverðið hér hafi hækkað umfram heimsmarkaðsverð. Auðvitað er eðlilegt að menn hafi misjafnar skoðanir á málefnum. En oft eru hreinar og klárar staðreyndir til umræðu sem með raun réttri ætti ekki að vera hægt að toga og teygja. En þar sem Íslendingar standa jú framarlega í hinni fornu íþrótt þrætubókarlist er svo sem ekki við öðru að búast. Við þurfum því að búa við það til frambúðar að karpað verði um túlkun staðreynda. Áfram verður það álitamál hvort skattar hafi hækkað eða lækkað, áfram verður deilt um hvort það eru skattar og tollar, landbúnaðarkerfið eða álagning kaupmanna sem orsaka hátt verð á matvöru á Íslandi og áfram munu olíufélögin hafna því alfarið að eitthvað sé að marka útreikninga FÍB um bensínverð. Eftir stendur almenningur; fólkið sem borgar skattana, fólkið sem kaupir matinn og bensínið dýru verði. Það þarf áfram að greiða það sem upp er sett og fær engan botn í hvort skattarnir hafa hækkað eða lækkað né ástæður þess að vöruverð er hátt á Íslandi. Og þannig verður það líkast til alltaf.