Atlaga að Ingólfsfjalli 22. janúar 2006 00:01 Um árabil hefur verið stunduð efnistaka í Ingólfsfjalli og hefur mörgum þótt nóg um, hvað þá nú þegar áætlanir gera ráð fyrir að fjallabrúnin verði lækkuð um heila 80 metra á næstu 10 - 15 árum. Þarna er svo sannarlega verið að breyta fjalli svo gripið sé til heitis á bók sem út kom fyrir allnokkrum árum, án þess að nokkur tengsl séu þar á milli. Svo breytingin sé sett í kunnuglegt samhengi, þá mun brún Ingólfsfjalls sem snýr að þjóðveginum og byggðinni á Selfossi og nágrenni, lækka um hvorki meira né minna en hæð turnsins á Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík og vel það. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það að breyta fjalli án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við nema að takmörkuðu leyti þegar um efnistöku og miklar breytingar á ásýnd landsins er að ræða. Þótt Ingólfsfjall hafi ekki sérstakt verndargildi frá náttúruverndarsjónarmiði, eða að þar séu heimkynni sjaldgæfra fugla eða gróðurs sem fáséður sé annars staðar, þá verður að hafa í huga að við rætur þess er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og sífellt fleiri landsmenn velja Selfosssvæðið sem sína heimabyggð. Þar er þegar fyrir blómlegur byggðakjarni sem er í örri þróun og sér ekkert fyrir endann á henni. Ásýnd fjallsins mun breytast mjög, ei ns og menn geta ímyndað sér og það verður mun meira rask í og við fjallið en er um þessar mundir. Þeir sem standa fyrir efnistökunni í Ingólfsfjalli segjast að vísu ætla að ganga vel frá eftir sig þegar efnistökunni er lokið eftir mörg ár, en verður þá ekki bara haldið áfram að að sprengja niður fjallið og vitna til þess að það sé þegar byrjað að breyta ásýnd þess og þörfin fyrir efni úr fjallinu sé mikil? Efnistaka úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hefur staðið í um fimmtíu ár, og í tæp tvö ár hefur verið unnið uppi á fjallinu, þótt ekki sé búið að úrskurða um umhverfisáhrifin af allri efnistökunni. Það hljómar einkennilega í eyrum margra, því Skipulagssstofnun hefur þegar úrskurðað um að hluti alls þessa rasks í Ingólfsfjalli sé háður mati á umhverfisáhrifum vegna umfangs þess. Lengi vel stóð í stappi á milli yfirvalda og þeirra sem nýta námuna í Ingólfsfjalli um hvort námasvæðið væri matsskylt og fór mál þetta alla leið til ráðherra, sem staðfesti að hluti námavinnslunnar væri matsskyldur, en ekki allt raskið, og því heldur námavinnslan á hluta svæðisins áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það að breyta fjalli án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við nema að takmörkuðu leyti þegar um efnistöku og miklar breytingar á ásýnd landsins er að ræða. Þarna þarf greinilega að búa svo um hnútana að hægt sé að stinga við fótum, þótt um eignarland í eigu einstaklinga sé að ræða. Það virðist ekki eiga af Árnesingum að ganga varðandi umhverfismálin. Nú þegar töluverður sigur hefur unnist varðandi Norðurlingaölduveitu þá er herjað sem aldrei fyrr á eitt helsta einkenni Árnessýslu, þar sem Ingólfsfjall er, og gott ef landnámsmaðurinn fer ekki að láta til sín taka í gröfinni ef fram fer sem horfir varðandi fjallið sem heitið er eftir honum! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson Skoðun Þarf alltaf að vera svín? Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir Skoðun
Um árabil hefur verið stunduð efnistaka í Ingólfsfjalli og hefur mörgum þótt nóg um, hvað þá nú þegar áætlanir gera ráð fyrir að fjallabrúnin verði lækkuð um heila 80 metra á næstu 10 - 15 árum. Þarna er svo sannarlega verið að breyta fjalli svo gripið sé til heitis á bók sem út kom fyrir allnokkrum árum, án þess að nokkur tengsl séu þar á milli. Svo breytingin sé sett í kunnuglegt samhengi, þá mun brún Ingólfsfjalls sem snýr að þjóðveginum og byggðinni á Selfossi og nágrenni, lækka um hvorki meira né minna en hæð turnsins á Hallgrímskirkju á Skólavörðuholti í Reykjavík og vel það. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það að breyta fjalli án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við nema að takmörkuðu leyti þegar um efnistöku og miklar breytingar á ásýnd landsins er að ræða. Þótt Ingólfsfjall hafi ekki sérstakt verndargildi frá náttúruverndarsjónarmiði, eða að þar séu heimkynni sjaldgæfra fugla eða gróðurs sem fáséður sé annars staðar, þá verður að hafa í huga að við rætur þess er einn fjölfarnasti þjóðvegur landsins og sífellt fleiri landsmenn velja Selfosssvæðið sem sína heimabyggð. Þar er þegar fyrir blómlegur byggðakjarni sem er í örri þróun og sér ekkert fyrir endann á henni. Ásýnd fjallsins mun breytast mjög, ei ns og menn geta ímyndað sér og það verður mun meira rask í og við fjallið en er um þessar mundir. Þeir sem standa fyrir efnistökunni í Ingólfsfjalli segjast að vísu ætla að ganga vel frá eftir sig þegar efnistökunni er lokið eftir mörg ár, en verður þá ekki bara haldið áfram að að sprengja niður fjallið og vitna til þess að það sé þegar byrjað að breyta ásýnd þess og þörfin fyrir efni úr fjallinu sé mikil? Efnistaka úr Þórustaðanámu í Ingólfsfjalli hefur staðið í um fimmtíu ár, og í tæp tvö ár hefur verið unnið uppi á fjallinu, þótt ekki sé búið að úrskurða um umhverfisáhrifin af allri efnistökunni. Það hljómar einkennilega í eyrum margra, því Skipulagssstofnun hefur þegar úrskurðað um að hluti alls þessa rasks í Ingólfsfjalli sé háður mati á umhverfisáhrifum vegna umfangs þess. Lengi vel stóð í stappi á milli yfirvalda og þeirra sem nýta námuna í Ingólfsfjalli um hvort námasvæðið væri matsskylt og fór mál þetta alla leið til ráðherra, sem staðfesti að hluti námavinnslunnar væri matsskyldur, en ekki allt raskið, og því heldur námavinnslan á hluta svæðisins áfram eins og ekkert hafi í skorist. Þetta dæmi sýnir að menn geta komist upp með það að breyta fjalli án þess að spyrja kóng né prest, og sveitarfélög virðast ekki geta komið vörnum við nema að takmörkuðu leyti þegar um efnistöku og miklar breytingar á ásýnd landsins er að ræða. Þarna þarf greinilega að búa svo um hnútana að hægt sé að stinga við fótum, þótt um eignarland í eigu einstaklinga sé að ræða. Það virðist ekki eiga af Árnesingum að ganga varðandi umhverfismálin. Nú þegar töluverður sigur hefur unnist varðandi Norðurlingaölduveitu þá er herjað sem aldrei fyrr á eitt helsta einkenni Árnessýslu, þar sem Ingólfsfjall er, og gott ef landnámsmaðurinn fer ekki að láta til sín taka í gröfinni ef fram fer sem horfir varðandi fjallið sem heitið er eftir honum!