Umtalsvert afrek 27. janúar 2006 00:01 Kannanir Fréttablaðsins að undanförnu sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem löngum fyrr yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir ríkisstjórnarþátttöku í hálfan annan áratug og mörg erfið mál sem hann hefur þurft að glíma við eru þess engin merki að kjósendur séu orðnir þreyttir á flokknum og vilji hvíla hann frá völdum. Þvert á móti er fylgið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Gallup mun meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta verður að teljast umtalsvert afrek. Að sama skapi fatast höfuðflokki stjórnarandstöðunnar, Samfylkingunni, enn flugið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki fengið þann meðbyr sem margir væntu. Hún er hins vegar einörð og starfssöm á Alþingi og það mun áreiðanlega skila sér hægt og bítandi. Margt bendir til þess að forystuskiptin í Sjálfstæðisflokknum á liðnu hausi, þegar Geir H. Haarde varð formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður, hafi haft mjög jákvæð áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins meðal kjósenda. Altalað er að ímynd flokksins sé nú mildari en áður. Hann höfði til breiðari hóps kjósenda en fyrr. Í Reykjavík á Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipi í tólf ár raunhæfan möguleika á að taka einn við stjórn höfuðborgarinnar eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Kannanir sýna ítrekað að það er vilji meirihluta borgarbúa. Á bak við þá afstöðu búa tvímælalaust djúpstæð vonbrigði með stjórnarhætti Reykjavíkurlistans á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. En sjálfstæðismenn slá sér vafalaust líka upp á því að bjóða fram öfluga kvennasveit á framboðslistanum. Þetta eru framtíðarkonur sem vita hvað þær vilja og hvert þær stefna. Þær hafa skapað flokknum aukinn hljómgrunn, ekki síst meðal ungs fólks og kvenna. Þá eru sjálfstæðismenn heppnir með oddvita í Reykjavík. Það þarf engar brellur eða auglýsingaherferð til að fólk sannfærist um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði góður borgarstjóri. Raunhæft er búa sig undir að fylgi flokkanna breytist þegar nær dregur kosningum. Flugið á Sjálfstæðisflokknum mun þá eitthvað lækka. Stemmning virðist vera að skapast fyrir prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og það getur smitað út frá sér á landsvísu. Frambjóðendurnir í oddvitasætið í Reykjavík eru allir öflugir og aðsópsmiklir stjórnmálamenn og þeir verða höfuðkeppinautar sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningunum. Á sama hátt verður aðalkeppnin í þingkosningunum á næsta ári á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Í þeirri viðureign ættu forystumenn flokkanna að gæta þess að ganga ekki of langt í ádeilum hverjir á aðra eins og gerst hefur áður. Það kynni að verða skynsamlegt fyrir þá að snúa bökum saman að þingkosningum loknum og ástæðulaust að skemma fyrir þeim möguleika með gálausu tali í hita kosningabaráttu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Magnússon Skoðanir Mest lesið Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson Skoðun Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun
Kannanir Fréttablaðsins að undanförnu sýna að Sjálfstæðisflokkurinn hefur sem löngum fyrr yfirburðastöðu í íslenskum stjórnmálum. Þrátt fyrir ríkisstjórnarþátttöku í hálfan annan áratug og mörg erfið mál sem hann hefur þurft að glíma við eru þess engin merki að kjósendur séu orðnir þreyttir á flokknum og vilji hvíla hann frá völdum. Þvert á móti er fylgið í skoðanakönnunum Fréttablaðsins og Gallup mun meira en flokkurinn fékk í síðustu kosningum. Þetta verður að teljast umtalsvert afrek. Að sama skapi fatast höfuðflokki stjórnarandstöðunnar, Samfylkingunni, enn flugið. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir hefur ekki fengið þann meðbyr sem margir væntu. Hún er hins vegar einörð og starfssöm á Alþingi og það mun áreiðanlega skila sér hægt og bítandi. Margt bendir til þess að forystuskiptin í Sjálfstæðisflokknum á liðnu hausi, þegar Geir H. Haarde varð formaður og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir varaformaður, hafi haft mjög jákvæð áhrif á stöðu Sjálfstæðisflokksins meðal kjósenda. Altalað er að ímynd flokksins sé nú mildari en áður. Hann höfði til breiðari hóps kjósenda en fyrr. Í Reykjavík á Sjálfstæðisflokkurinn í fyrsta skipi í tólf ár raunhæfan möguleika á að taka einn við stjórn höfuðborgarinnar eftir næstu sveitarstjórnarkosningar. Kannanir sýna ítrekað að það er vilji meirihluta borgarbúa. Á bak við þá afstöðu búa tvímælalaust djúpstæð vonbrigði með stjórnarhætti Reykjavíkurlistans á því kjörtímabili sem nú er að ljúka. En sjálfstæðismenn slá sér vafalaust líka upp á því að bjóða fram öfluga kvennasveit á framboðslistanum. Þetta eru framtíðarkonur sem vita hvað þær vilja og hvert þær stefna. Þær hafa skapað flokknum aukinn hljómgrunn, ekki síst meðal ungs fólks og kvenna. Þá eru sjálfstæðismenn heppnir með oddvita í Reykjavík. Það þarf engar brellur eða auglýsingaherferð til að fólk sannfærist um að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson verði góður borgarstjóri. Raunhæft er búa sig undir að fylgi flokkanna breytist þegar nær dregur kosningum. Flugið á Sjálfstæðisflokknum mun þá eitthvað lækka. Stemmning virðist vera að skapast fyrir prófkjöri Samfylkingarinnar í Reykjavík og það getur smitað út frá sér á landsvísu. Frambjóðendurnir í oddvitasætið í Reykjavík eru allir öflugir og aðsópsmiklir stjórnmálamenn og þeir verða höfuðkeppinautar sjálfstæðismanna í komandi borgarstjórnarkosningunum. Á sama hátt verður aðalkeppnin í þingkosningunum á næsta ári á milli Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar. Í þeirri viðureign ættu forystumenn flokkanna að gæta þess að ganga ekki of langt í ádeilum hverjir á aðra eins og gerst hefur áður. Það kynni að verða skynsamlegt fyrir þá að snúa bökum saman að þingkosningum loknum og ástæðulaust að skemma fyrir þeim möguleika með gálausu tali í hita kosningabaráttu.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun