Hamas tekur völdin í Palestínu 31. janúar 2006 00:01 Úrslit kosninganna í Palestínu í síðustu viku hafa gerbreytt ástandinu hvað varðar samskipti Ísraelsmanna og Palestínumanna, og margir óttast mjög að friðarferlið, sem stefnt hefur í rétta átt nú um margra mánaða skeið, sé í hættu nema Hamas-liðar breyti um stefnu gagnvart Ísrael. Þeir hafa hingað til neitað að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og innan þeirra raða eru róttækir hryðjuverkahópar sem Ísraelsmenn vilja ekki hafa nein samskipti við. Flestum ber saman um að kosningarnar hafi farið fram á lýðræðislegan hátt, og allar venjulegar reglur varðandi kosningar í heiðri hafðar. Mjög fjölmennt lið erlendra eftirlitsmanna frá mörgum löndum fylgdist með kosningunum undir forystu Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og er ekki vitað til þess að gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við þær. Það er því ekki hægt að segja að úrslitin hafi verið fengin með ólýðræðislegum hætti, þótt Vesturveldin hefðu líklega kosið að þau hefðu orðið á annan veg. Það er ljóst að Hamas-samtökunum er mikill vandi á höndum. Það er ekki nóg að fara með sigur af hólmi í kosningunum - því fylgir líka mikil ábyrgð, Hamas-samtökin eru á lista yfir hryðjuverkahópa hjá bæði einstökum löndum og alþjóðasamtökum. Þau hafa orðið uppvís að fjölda hryðjuverkaárása á undanförnum árum. Sigur þeirra í kosningunum hefur ekki aðeins kallað fram sterk viðbrögð erlendis, heldur hafa félagar í Fatah-samtökunum höfuðandstæðingi þeirra í Palestínu margir hverjir látið heldur ófriðlega eftir að úrslit kosninganna urðu endanlega ljós. Þau eru rakin til fjármálaóreiðu liðsmanna Yassers Arafat og ýmiskonar óstjórnar sem sagt er að fylgt hafi Fatah-samtökunum. Þau hafa verið sökuð um að hafa ekki haft stjórn á ástandinu í landinu og því hafi úrslitin í kosningunum orðið á þennan veg. Það er ljóst að Hamas-samtökunum er mikill vandi á höndum. Það er ekki nóg að fara með sigur af hólmi í kosningunum því fylgir líka mikil ábyrgð, og spurningin er hvort forystumenn þeirra og samtökin í heild séu fær um að axla hana. Þeir verða að láta af harðri stefnu sinni gagnvart Ísrael, svo að eðlilegt samband komist á við leiðtoga þeirra. Þá verða þeir að breyta um stefnu, ef von á að vera til þess að Evrópusambandið og Bandaríkin haldi áfram að styðja uppbyggingu í landinu. Utanríkisráðherrar ESB komu saman til fundar í Brussel í gær til að fjalla um viðbrögð við úrslitum kosninganna og á sama tíma voru fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Rússa "kvartettinn" svokallaði að þinga um sama efni í London. Þá hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verið í Mið-Austurlöndum nú um og eftir helgina. Sömu skilaboð hafa borist frá öllum, en þau eru að Hamas verði að breyta um stefnu. Þeir Hamas-liðar hafa líka ákallað þessar samkomur og beðið um að fjárstuðningi til Palestínumanna verði haldið áfram, en líklegt má telja að beðið verði eftir því að Hamas-liðar myndi formlega stjórn og birti stjórnarsáttmála sinn, áður en ákveðið verður um framhald fjárhagsaðstoðar. Hún er forsenda þess að hægt sé að halda uppi eðlilegu lífi í landinu, og því má vera að Hamas-liðar breyti um stíl. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Svar til lögmanns SFS Magnús Guðmundsson Skoðun Ég get horft í augun á ykkur og sagt Kristófer Már Maronsson Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun
Úrslit kosninganna í Palestínu í síðustu viku hafa gerbreytt ástandinu hvað varðar samskipti Ísraelsmanna og Palestínumanna, og margir óttast mjög að friðarferlið, sem stefnt hefur í rétta átt nú um margra mánaða skeið, sé í hættu nema Hamas-liðar breyti um stefnu gagnvart Ísrael. Þeir hafa hingað til neitað að viðurkenna tilvist Ísraelsríkis og innan þeirra raða eru róttækir hryðjuverkahópar sem Ísraelsmenn vilja ekki hafa nein samskipti við. Flestum ber saman um að kosningarnar hafi farið fram á lýðræðislegan hátt, og allar venjulegar reglur varðandi kosningar í heiðri hafðar. Mjög fjölmennt lið erlendra eftirlitsmanna frá mörgum löndum fylgdist með kosningunum undir forystu Jimmy Carter, fyrrverandi Bandaríkjaforseta, og er ekki vitað til þess að gerðar hafi verið alvarlegar athugasemdir við þær. Það er því ekki hægt að segja að úrslitin hafi verið fengin með ólýðræðislegum hætti, þótt Vesturveldin hefðu líklega kosið að þau hefðu orðið á annan veg. Það er ljóst að Hamas-samtökunum er mikill vandi á höndum. Það er ekki nóg að fara með sigur af hólmi í kosningunum - því fylgir líka mikil ábyrgð, Hamas-samtökin eru á lista yfir hryðjuverkahópa hjá bæði einstökum löndum og alþjóðasamtökum. Þau hafa orðið uppvís að fjölda hryðjuverkaárása á undanförnum árum. Sigur þeirra í kosningunum hefur ekki aðeins kallað fram sterk viðbrögð erlendis, heldur hafa félagar í Fatah-samtökunum höfuðandstæðingi þeirra í Palestínu margir hverjir látið heldur ófriðlega eftir að úrslit kosninganna urðu endanlega ljós. Þau eru rakin til fjármálaóreiðu liðsmanna Yassers Arafat og ýmiskonar óstjórnar sem sagt er að fylgt hafi Fatah-samtökunum. Þau hafa verið sökuð um að hafa ekki haft stjórn á ástandinu í landinu og því hafi úrslitin í kosningunum orðið á þennan veg. Það er ljóst að Hamas-samtökunum er mikill vandi á höndum. Það er ekki nóg að fara með sigur af hólmi í kosningunum því fylgir líka mikil ábyrgð, og spurningin er hvort forystumenn þeirra og samtökin í heild séu fær um að axla hana. Þeir verða að láta af harðri stefnu sinni gagnvart Ísrael, svo að eðlilegt samband komist á við leiðtoga þeirra. Þá verða þeir að breyta um stefnu, ef von á að vera til þess að Evrópusambandið og Bandaríkin haldi áfram að styðja uppbyggingu í landinu. Utanríkisráðherrar ESB komu saman til fundar í Brussel í gær til að fjalla um viðbrögð við úrslitum kosninganna og á sama tíma voru fulltrúar Sameinuðu þjóðanna, Evrópusambandsins, Bandaríkjanna og Rússa "kvartettinn" svokallaði að þinga um sama efni í London. Þá hefur Angela Merkel, kanslari Þýskalands, verið í Mið-Austurlöndum nú um og eftir helgina. Sömu skilaboð hafa borist frá öllum, en þau eru að Hamas verði að breyta um stefnu. Þeir Hamas-liðar hafa líka ákallað þessar samkomur og beðið um að fjárstuðningi til Palestínumanna verði haldið áfram, en líklegt má telja að beðið verði eftir því að Hamas-liðar myndi formlega stjórn og birti stjórnarsáttmála sinn, áður en ákveðið verður um framhald fjárhagsaðstoðar. Hún er forsenda þess að hægt sé að halda uppi eðlilegu lífi í landinu, og því má vera að Hamas-liðar breyti um stíl.