Nokkur orð um DV 28. apríl 2006 19:25 Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi - í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi. Mikael Torfason reyndist vera upplagður maður til að framfylgja henni. Í gríð og erg voru settar fram óvægnar fréttir sem voru oft á mörkum þess að vera slúður, skilyrðislaust skyldi birta nöfn og myndir. Fljótlega kom í ljós að ekki var grundvöllur fyrir svona útgáfu á Íslandi. DV í hinni nýju útgáfu varð aldrei vinsælt blað. Engum þótti vænt um það eða leit á það sem málgagn sitt. Í janúar reis þjóðin svo upp á á móti blaðinu. Í því sambandi er hægt að tala um uppsafnaða gremju. Mest kom á óvart að inni á ritstjórn blaðsins virtist ríkja hugarfar eins og hjá sértrúarsöfnuði. DV þótti ganga undir niðurlægingarskeið í ritstjórnartíð Óla Björns Kárasonar - hann var haldinn þeim misskilningi að hægt væri að breyta blaðinu í málgagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en sölutölurnar bötnuðu ekkert að ráði þótt söðlað væri um og farið út í groddalega æsiblaðamennsku. Jónas Kristjánsson kom inn á ritstjórnina seint og um síðir, skrifaði sína frábæru leiðara, en það var eins og að öðru leyti hefði hann ekki áhrif á stefnuna sem hafði verið mörkuð. Það vantaði þjóðfélagsgagnrýnina sem einkenndi gamla DV - í staðinn var ógæfa einstaklinga gerð að söluvöru hvern dag. Mest púður Jónasar fór í að finna réttlætingar fyrir svona blaðamennsku. --- --- -- Nú verður DV helgarblað. Þá er spurning í hvaða átt það stefni. Mér sýnist að þarna ætti að vera mannskapur og aðstaða til að skapa gott blað. Sjálfur vann ég í eina tíð á Helgarpóstinum gamla. Þar voru lengst af tveir ritstjórar og þrír blaðamenn. Það var allt og sumt. Stundum var hægt að borga laun og stundum ekki. Manni voru réttir nokkrir þúsund kallar á föstudegi og spurt hvort það myndi duga helgina. Helgarblað DV hefur ábyggilega meiri peninga og fleira fólk. Helgarpósturinn reyndi að vera alvöru frétta- og menningarblað þar sem var kafað ofan í málin. Margir af bestu pennum landsins skrifuðu í blaðið. Ef DV fer svipaða leið ætti að vera gaman að fylgjast með því. Ritstjórnin er að mörgu leyti ágætlega mönnuð. Það er ekki oft að menn ljúka lofsorði á DV, en þar hefur maður séð fjörlegri tilþrif í stíl en á hinum blöðunum. Yfirleitt er furðu lítil áhersla lögð á stíl íslenskum fjölmiðlum. --- --- --- Annað galli við DV er hversu blaðið hefur verið þægt við eigendur sína. Maður varð ekki var við að það hlífði neinum - nema eigendunum. Blaðið lagði bókstaflega lykkju á leið sína til að fjalla ekki um þá - og hafa þeir þó verið býsna áberandi í þjóðlífinu. Í deilumálum tók það undanbragðalaust afstöðu með þeim. Þetta gróf mjög undan trúverðugleika blaðsins. Stundum flökraði jafnvel að manni að blaðinu væri beinlínis haldið úti til að berja á andstæðingum Baugs. Ég er ekki viss um að sú hafi ekki verið ástæðan. --- --- --- Það sem vantar helst á blaðamarkaðinn hér er það sem mætti kalla anti-establishment blað, blað sem er óhrætt að fara gegn kerfinu. Gamla DV undir Jónasi Kristjánssyni var oft á tíðum svoleiðis fjölmiðill. Mogginn og Fréttablaðið eru það ekki - þau eru kerfisblöð. Ritstjórar þeirra eru góðborgarar - skrif þeirra oftar en ekki eins og sendibréf til ráðamanna. Svona blað þarf ekki bara að vera tilbúið að setja sig upp á móti stjórnvöldum, heldur líka bönkunum, stórkapítalinu, auðhringunum, viðteknum skoðunum - það þarf að taka grimma gagnrýna afstöðu. En líklega er engin hætta á að þessháttar blað líti dagsins ljós - allir fjölmiðlarnir eru jú í eigu stórfyrirtækja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Skoðanir Mest lesið Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson Skoðun Vímuefnið VONÍUM Haraldur Ingi Haraldsson Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Fall DV má rekja til ritstjórnarstefnu blaðsins. Það hefur löngum verið draumur Gunnars Smára að gefa út alvöru gula pressu á Íslandi - í anda þess sem er svæsnast í útlöndum. Gamla DV var ekki slíkt blað. Nýja DV var hins vegar mörkuð þessi stefna frá upphafi. Mikael Torfason reyndist vera upplagður maður til að framfylgja henni. Í gríð og erg voru settar fram óvægnar fréttir sem voru oft á mörkum þess að vera slúður, skilyrðislaust skyldi birta nöfn og myndir. Fljótlega kom í ljós að ekki var grundvöllur fyrir svona útgáfu á Íslandi. DV í hinni nýju útgáfu varð aldrei vinsælt blað. Engum þótti vænt um það eða leit á það sem málgagn sitt. Í janúar reis þjóðin svo upp á á móti blaðinu. Í því sambandi er hægt að tala um uppsafnaða gremju. Mest kom á óvart að inni á ritstjórn blaðsins virtist ríkja hugarfar eins og hjá sértrúarsöfnuði. DV þótti ganga undir niðurlægingarskeið í ritstjórnartíð Óla Björns Kárasonar - hann var haldinn þeim misskilningi að hægt væri að breyta blaðinu í málgagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn - en sölutölurnar bötnuðu ekkert að ráði þótt söðlað væri um og farið út í groddalega æsiblaðamennsku. Jónas Kristjánsson kom inn á ritstjórnina seint og um síðir, skrifaði sína frábæru leiðara, en það var eins og að öðru leyti hefði hann ekki áhrif á stefnuna sem hafði verið mörkuð. Það vantaði þjóðfélagsgagnrýnina sem einkenndi gamla DV - í staðinn var ógæfa einstaklinga gerð að söluvöru hvern dag. Mest púður Jónasar fór í að finna réttlætingar fyrir svona blaðamennsku. --- --- -- Nú verður DV helgarblað. Þá er spurning í hvaða átt það stefni. Mér sýnist að þarna ætti að vera mannskapur og aðstaða til að skapa gott blað. Sjálfur vann ég í eina tíð á Helgarpóstinum gamla. Þar voru lengst af tveir ritstjórar og þrír blaðamenn. Það var allt og sumt. Stundum var hægt að borga laun og stundum ekki. Manni voru réttir nokkrir þúsund kallar á föstudegi og spurt hvort það myndi duga helgina. Helgarblað DV hefur ábyggilega meiri peninga og fleira fólk. Helgarpósturinn reyndi að vera alvöru frétta- og menningarblað þar sem var kafað ofan í málin. Margir af bestu pennum landsins skrifuðu í blaðið. Ef DV fer svipaða leið ætti að vera gaman að fylgjast með því. Ritstjórnin er að mörgu leyti ágætlega mönnuð. Það er ekki oft að menn ljúka lofsorði á DV, en þar hefur maður séð fjörlegri tilþrif í stíl en á hinum blöðunum. Yfirleitt er furðu lítil áhersla lögð á stíl íslenskum fjölmiðlum. --- --- --- Annað galli við DV er hversu blaðið hefur verið þægt við eigendur sína. Maður varð ekki var við að það hlífði neinum - nema eigendunum. Blaðið lagði bókstaflega lykkju á leið sína til að fjalla ekki um þá - og hafa þeir þó verið býsna áberandi í þjóðlífinu. Í deilumálum tók það undanbragðalaust afstöðu með þeim. Þetta gróf mjög undan trúverðugleika blaðsins. Stundum flökraði jafnvel að manni að blaðinu væri beinlínis haldið úti til að berja á andstæðingum Baugs. Ég er ekki viss um að sú hafi ekki verið ástæðan. --- --- --- Það sem vantar helst á blaðamarkaðinn hér er það sem mætti kalla anti-establishment blað, blað sem er óhrætt að fara gegn kerfinu. Gamla DV undir Jónasi Kristjánssyni var oft á tíðum svoleiðis fjölmiðill. Mogginn og Fréttablaðið eru það ekki - þau eru kerfisblöð. Ritstjórar þeirra eru góðborgarar - skrif þeirra oftar en ekki eins og sendibréf til ráðamanna. Svona blað þarf ekki bara að vera tilbúið að setja sig upp á móti stjórnvöldum, heldur líka bönkunum, stórkapítalinu, auðhringunum, viðteknum skoðunum - það þarf að taka grimma gagnrýna afstöðu. En líklega er engin hætta á að þessháttar blað líti dagsins ljós - allir fjölmiðlarnir eru jú í eigu stórfyrirtækja.