Skuldir og hallamál 2. mars 2006 02:57 Nigel Lawson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher á Bretlandi 1983-89. Við hann er kennd sú hugmynd, að halli á viðskiptum við útlönd skipti litlu sem engu máli, sé til hans stofnað mestanpart í einkageiranum. Þessi hugmynd er eftirtektarverð meðal annars vegna þess, að hún virðist eiga sér ýmsa áhangendur hér heima. Lawson kannaðist að vísu við það, að mikill halli á viðskiptum getur verið grafalvarlegt mál, ef ríkið hefur stofnað til hallans með lántökum í útlöndum. Ástæðan liggur í augum uppi. Ríkið þarf að verja erlenda lánsfénu svo vel sem verða má, þar eð annars munu skattgreiðendur sitja í súpunni. Lawson leit svo á, að öðru máli gegndi um viðskiptahalla, ef einkafyrirtæki og heimili hefðu tekið erlendu lánin á eigin spýtur. Ef fyrirtækin og heimilin hirtu ekki um að verja lánsfénu til hagfelldra framkvæmda, sætu þau sjálf í súpunni, ef illa færi. Öðrum kæmi málið ekki við. Þetta var hugsun Lawsons, og hún reyndist röng. Hér eru rökin. Hugsum okkur, að allir Íslendingar keyptu sér jeppa og tækju lán fyrir kaupunum í útlöndum fyrir milligöngu íslenzkra banka. Hugsum okkur líka, að hálf þjóðin næði ekki að standa í skilum við bankana. Ekki dygði þá að skila jeppunum, því að þeir hröpuðu í verði um leið og þeim var ekið út úr bílasölunum. Hver tæki þá skellinn? Erlendu lánardrottnarnir? Víst fengju þeir skell, en það væri ekki allt og sumt. Erlendir bankar deila áhættunni vegna vanskila íslenzkra lántakenda með innlendum bönkum, svo að bankarnir hér heima myndu þurfa að axla hluta útlánatapsins. En þeir eru nú einkabankar, hefði Lawson sagt, og það er þeirra mál, hvort þeir komast í kröggur eða ekki. Þarna liggur villan hjá Lawson. Það er ekki einkamál bankanna, hversu vel þeir vanda til útlána sinna, hvorki ríkisbanka né einkabanka. Hér er vandinn sá, að einkabankar geta með ýmsu móti velt útlánatapi yfir á viðskiptavini sína líkt og ríkisbankar, einnig yfir á þá viðskiptamenn, sem stóðu í skilum. Hvernig? Til þess eru tvær leiðir færar. Bankarnir geta í fyrsta lagi velt tapinu yfir á aðra með því að auka vaxtamuninn (lækka innlánsvexti og hækka útlánsvexti), og þann kostnaðarauka þurfa allir viðskiptavinir bankanna að bera, einkum þeir, sem stóðu í skilum, því að hinir eru lakari borgunarmenn. Einmitt þetta hafa bankarnir hér heima gert um margra áratuga skeið. Gömlu ríkisbankarnir þöktu mikið útlánatap vegna misheppnaðra lánveitinga með miklum vaxtamun, og viðskiptavinir bankanna fengu ekki rönd við reist, því að þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Þetta var fyrir daga einkavæðingar og erlendrar samkeppni í bankakerfinu. Einkabankar geta í annan stað velt útlánatapi yfir á skattgreiðendur, einkum ef tapið er mikið, því að þá er líklegast, að ríkisvaldið telji nauðsynlegt að skipta sér af málinu til að forða frekari skakkaföllum, jafnvel hruni. Til þessa kom þó ekki hér heima þrátt fyrir mikið útlánatap bankanna árin kringum 1990, þegar afskriftir tapaðra útlána hér voru svipaðar miðað við landsframleiðslu og annars staðar um Norðurlönd, og þar geisaði bankakreppa, sem kallaði á dýrar björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda. Ríkið komst hjá því að skakka leikinn hér heima vegna þess, að ríkisbankarnir gátu gengið að viðskiptavinum sínum með miklum vaxtamun, meiri vaxtamun en hefði getað gengið í nálægum löndum, þar sem innlend og erlend samkeppni á bankamarkaði var og er meiri. Reynslan sýnir, að einkarekstur banka veitir almenningi enga haldbæra tryggingu gegn áföllum vegna of mikillar skuldasöfnunar einkageirans innan lands eða utan. Einkabankar geta varpað byrðinni á saklausa vegfarendur, ef í harðbakkann slær. Einkabankar eru yfirleitt ólíklegri en ríkisbankar til að tapa fé, þess vegna voru bankarnir hér heima færðir úr ríkiseigu í einkaeign til betra samræmis við skipan bankamála í öðrum löndum, en einkageirinn er samt ekki óskeikull frekar en ríkið. Einkavæðing er ekki allra meina bót. Þess eru mörg dæmi utan úr heimi, að skuldasöfnun einkageirans hafi kallað kollsteypur yfir heil hagkerfi með tilheyrandi samdrætti í framleiðslu og gengisfalli. Það gerðist t.d. í Mexíkó og Argentínu 1993-95 og nokkrum Asíulöndum 1997-98. Aðdragandinn var alls staðar hinn sami: mikill uppgangur, mikill halli á viðskiptum einkageirans við útlönd, miklar og ört vaxandi erlendar skuldir, of lítill gjaldeyrisforði og almennt andvaraleysi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun 11 ástæður fyrir því að kjósa Pírata Baldur Karl Magnússon Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Nigel Lawson var fjármálaráðherra í ríkisstjórn Margrétar Thatcher á Bretlandi 1983-89. Við hann er kennd sú hugmynd, að halli á viðskiptum við útlönd skipti litlu sem engu máli, sé til hans stofnað mestanpart í einkageiranum. Þessi hugmynd er eftirtektarverð meðal annars vegna þess, að hún virðist eiga sér ýmsa áhangendur hér heima. Lawson kannaðist að vísu við það, að mikill halli á viðskiptum getur verið grafalvarlegt mál, ef ríkið hefur stofnað til hallans með lántökum í útlöndum. Ástæðan liggur í augum uppi. Ríkið þarf að verja erlenda lánsfénu svo vel sem verða má, þar eð annars munu skattgreiðendur sitja í súpunni. Lawson leit svo á, að öðru máli gegndi um viðskiptahalla, ef einkafyrirtæki og heimili hefðu tekið erlendu lánin á eigin spýtur. Ef fyrirtækin og heimilin hirtu ekki um að verja lánsfénu til hagfelldra framkvæmda, sætu þau sjálf í súpunni, ef illa færi. Öðrum kæmi málið ekki við. Þetta var hugsun Lawsons, og hún reyndist röng. Hér eru rökin. Hugsum okkur, að allir Íslendingar keyptu sér jeppa og tækju lán fyrir kaupunum í útlöndum fyrir milligöngu íslenzkra banka. Hugsum okkur líka, að hálf þjóðin næði ekki að standa í skilum við bankana. Ekki dygði þá að skila jeppunum, því að þeir hröpuðu í verði um leið og þeim var ekið út úr bílasölunum. Hver tæki þá skellinn? Erlendu lánardrottnarnir? Víst fengju þeir skell, en það væri ekki allt og sumt. Erlendir bankar deila áhættunni vegna vanskila íslenzkra lántakenda með innlendum bönkum, svo að bankarnir hér heima myndu þurfa að axla hluta útlánatapsins. En þeir eru nú einkabankar, hefði Lawson sagt, og það er þeirra mál, hvort þeir komast í kröggur eða ekki. Þarna liggur villan hjá Lawson. Það er ekki einkamál bankanna, hversu vel þeir vanda til útlána sinna, hvorki ríkisbanka né einkabanka. Hér er vandinn sá, að einkabankar geta með ýmsu móti velt útlánatapi yfir á viðskiptavini sína líkt og ríkisbankar, einnig yfir á þá viðskiptamenn, sem stóðu í skilum. Hvernig? Til þess eru tvær leiðir færar. Bankarnir geta í fyrsta lagi velt tapinu yfir á aðra með því að auka vaxtamuninn (lækka innlánsvexti og hækka útlánsvexti), og þann kostnaðarauka þurfa allir viðskiptavinir bankanna að bera, einkum þeir, sem stóðu í skilum, því að hinir eru lakari borgunarmenn. Einmitt þetta hafa bankarnir hér heima gert um margra áratuga skeið. Gömlu ríkisbankarnir þöktu mikið útlánatap vegna misheppnaðra lánveitinga með miklum vaxtamun, og viðskiptavinir bankanna fengu ekki rönd við reist, því að þeir áttu ekki í önnur hús að venda. Þetta var fyrir daga einkavæðingar og erlendrar samkeppni í bankakerfinu. Einkabankar geta í annan stað velt útlánatapi yfir á skattgreiðendur, einkum ef tapið er mikið, því að þá er líklegast, að ríkisvaldið telji nauðsynlegt að skipta sér af málinu til að forða frekari skakkaföllum, jafnvel hruni. Til þessa kom þó ekki hér heima þrátt fyrir mikið útlánatap bankanna árin kringum 1990, þegar afskriftir tapaðra útlána hér voru svipaðar miðað við landsframleiðslu og annars staðar um Norðurlönd, og þar geisaði bankakreppa, sem kallaði á dýrar björgunaraðgerðir á kostnað skattgreiðenda. Ríkið komst hjá því að skakka leikinn hér heima vegna þess, að ríkisbankarnir gátu gengið að viðskiptavinum sínum með miklum vaxtamun, meiri vaxtamun en hefði getað gengið í nálægum löndum, þar sem innlend og erlend samkeppni á bankamarkaði var og er meiri. Reynslan sýnir, að einkarekstur banka veitir almenningi enga haldbæra tryggingu gegn áföllum vegna of mikillar skuldasöfnunar einkageirans innan lands eða utan. Einkabankar geta varpað byrðinni á saklausa vegfarendur, ef í harðbakkann slær. Einkabankar eru yfirleitt ólíklegri en ríkisbankar til að tapa fé, þess vegna voru bankarnir hér heima færðir úr ríkiseigu í einkaeign til betra samræmis við skipan bankamála í öðrum löndum, en einkageirinn er samt ekki óskeikull frekar en ríkið. Einkavæðing er ekki allra meina bót. Þess eru mörg dæmi utan úr heimi, að skuldasöfnun einkageirans hafi kallað kollsteypur yfir heil hagkerfi með tilheyrandi samdrætti í framleiðslu og gengisfalli. Það gerðist t.d. í Mexíkó og Argentínu 1993-95 og nokkrum Asíulöndum 1997-98. Aðdragandinn var alls staðar hinn sami: mikill uppgangur, mikill halli á viðskiptum einkageirans við útlönd, miklar og ört vaxandi erlendar skuldir, of lítill gjaldeyrisforði og almennt andvaraleysi.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun