Þörf á stefnumörkun 5. mars 2006 16:21 Engum blöðum er um það að fletta, að þjónusta við aldraða er eitt af brýnustu og mikilvægustu verkefnum samtímans. Margt hefur verið vel gert á því sviði á umliðnum áratugum og sumt af mikilli reisn og framsýni. Þegar elliheimilið Grund var reist var það til að mynda ein glæsilegasta bygging sinnar tíðar í höfuðborginni. Sjálfseignarstofnanir og félagasamtök eins og sjómannasamtökin hafa í gegnum tíðina lyft mörgu grettistaki í þjónustu við aldraða. Það er lofsvert framtak sem seint verður fullþakkað. Með stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra á sínum tíma var lagður grundvöllur að endurbættri þjónustu í byggðum landsins. Loks var þessi þjónusta fyrir fáum árum færð enn einu skrefi fram á við með samningi við hlutafélag, sem haslað hefur sér völl í öldrunarþjónustu með afar myndarlegum hætti. Saga öldrunarþjónustu hér á landi er þannig vörðuð mörgum merkum áföngum, en viðfangsefnið er viðvarandi, og nú blasir við að með ýmsu móti þarf að bæta úr aðkallandi þörf á meiri og betri aðstöðu og ríkari þjónustu. Sú staðreynd er óumdeild. Ekki sýnist heldur vera teljandi stjórnmálaágreiningur um mat á þörf úrbóta. Eigi að síður er ekki að sjá, að fyrir liggi markviss aðgerða-áætlun um það hvernig mæta á þeim aðstæðum, sem við blasa. Slík áætlun hlýtur eðli máls samkvæmt að snúast um skipulag, aðferðafræði og peninga. Þrátt fyrir þörf á aðhaldi í opinberum rekstri verður ekki framhjá því horft, að þetta er verkefni, sem skattgreiðendur dagsins í dag skulda þeirri kynslóð, sem lagði hornsteininn að auðlegðarsamfélagi nútímans á Íslandi. Liggja þarf fyrir hvaða markmið menn vilja að sett verði um gæði öldrunarþjónustunnar. Enn fremur þarf að vera ljóst eftir hvaða leiðum menn vilja fara til þess að ná settum markmiðum. Þessi verkefni verða ekki umflúin og þau leysast ekki af sjálfu sér. Fyrir þá sök væri gott að sjá skýra leiðarlýsingu stjórnvalda á þessu sviði. Ljóst er að verkefnin eru fjölþætt. Aldraðir þurfa mismunandi þjónustu. Við úrlausn á þeim þörfum þarf að huga bæði að sjálfsvirðingu þeirra, sem í hlut eiga, og hagkvæmni. Eins og kerfið blasir við sýnast menn sumstaðar vera að spara eyrinn en kasta krónunni. Það er ekki gott afspurnar. Samstarf ríkisvaldsins við sjálfseignarstofnanir og hlutafélög, sem fengist hafa við öldrunarþjónustu, virðist hafa gefið góða raun. Vandséð er að unnt verði að mæta þeim kröfum, sem óhjákvæmilegt er að bregðast við, nema með því móti að slíkir einkaaðilar leiki þar stórt hlutverk. En um það getur vitaskuld risið stjórnmálalegur ágreiningur. Þannig er hugsanlegt, að skiptar skoðanir geti verið um leiðir til þess að takast á við það, sem menn eru almennt sammála um að gera þurfi. En það má ekki við neinar aðstæður letja menn til átaka. Hér eru einfaldlega brýnni hagsmunir í húfi en svo, að það megi gerast. Tími skýrra markmiða, skynsamlegra og hagkvæmra aðferða og nýrra athafna til að bæta öldrunarþjónustuna er kominn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Engum blöðum er um það að fletta, að þjónusta við aldraða er eitt af brýnustu og mikilvægustu verkefnum samtímans. Margt hefur verið vel gert á því sviði á umliðnum áratugum og sumt af mikilli reisn og framsýni. Þegar elliheimilið Grund var reist var það til að mynda ein glæsilegasta bygging sinnar tíðar í höfuðborginni. Sjálfseignarstofnanir og félagasamtök eins og sjómannasamtökin hafa í gegnum tíðina lyft mörgu grettistaki í þjónustu við aldraða. Það er lofsvert framtak sem seint verður fullþakkað. Með stofnun Framkvæmdasjóðs aldraðra á sínum tíma var lagður grundvöllur að endurbættri þjónustu í byggðum landsins. Loks var þessi þjónusta fyrir fáum árum færð enn einu skrefi fram á við með samningi við hlutafélag, sem haslað hefur sér völl í öldrunarþjónustu með afar myndarlegum hætti. Saga öldrunarþjónustu hér á landi er þannig vörðuð mörgum merkum áföngum, en viðfangsefnið er viðvarandi, og nú blasir við að með ýmsu móti þarf að bæta úr aðkallandi þörf á meiri og betri aðstöðu og ríkari þjónustu. Sú staðreynd er óumdeild. Ekki sýnist heldur vera teljandi stjórnmálaágreiningur um mat á þörf úrbóta. Eigi að síður er ekki að sjá, að fyrir liggi markviss aðgerða-áætlun um það hvernig mæta á þeim aðstæðum, sem við blasa. Slík áætlun hlýtur eðli máls samkvæmt að snúast um skipulag, aðferðafræði og peninga. Þrátt fyrir þörf á aðhaldi í opinberum rekstri verður ekki framhjá því horft, að þetta er verkefni, sem skattgreiðendur dagsins í dag skulda þeirri kynslóð, sem lagði hornsteininn að auðlegðarsamfélagi nútímans á Íslandi. Liggja þarf fyrir hvaða markmið menn vilja að sett verði um gæði öldrunarþjónustunnar. Enn fremur þarf að vera ljóst eftir hvaða leiðum menn vilja fara til þess að ná settum markmiðum. Þessi verkefni verða ekki umflúin og þau leysast ekki af sjálfu sér. Fyrir þá sök væri gott að sjá skýra leiðarlýsingu stjórnvalda á þessu sviði. Ljóst er að verkefnin eru fjölþætt. Aldraðir þurfa mismunandi þjónustu. Við úrlausn á þeim þörfum þarf að huga bæði að sjálfsvirðingu þeirra, sem í hlut eiga, og hagkvæmni. Eins og kerfið blasir við sýnast menn sumstaðar vera að spara eyrinn en kasta krónunni. Það er ekki gott afspurnar. Samstarf ríkisvaldsins við sjálfseignarstofnanir og hlutafélög, sem fengist hafa við öldrunarþjónustu, virðist hafa gefið góða raun. Vandséð er að unnt verði að mæta þeim kröfum, sem óhjákvæmilegt er að bregðast við, nema með því móti að slíkir einkaaðilar leiki þar stórt hlutverk. En um það getur vitaskuld risið stjórnmálalegur ágreiningur. Þannig er hugsanlegt, að skiptar skoðanir geti verið um leiðir til þess að takast á við það, sem menn eru almennt sammála um að gera þurfi. En það má ekki við neinar aðstæður letja menn til átaka. Hér eru einfaldlega brýnni hagsmunir í húfi en svo, að það megi gerast. Tími skýrra markmiða, skynsamlegra og hagkvæmra aðferða og nýrra athafna til að bæta öldrunarþjónustuna er kominn.
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun
Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû Skoðun