Allt-í-plati-bær 13. mars 2006 13:39 Mens sana in corpore sano sögðu Rómverjar til forna og hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta er góð áminning um jafnvægi sálar og líkama og það hvernig okkur ber að rækta hvort tveggja með gagnkvæmri hliðsjón. Einkum hljómar þetta vel á latínu en íslenska þýðingin geldur eins og svo oft dálítið fyrir það að Íslendingar eru oft meira með hugann við stuðlana en sjálfa hugsunina. Lýsingarorðið sanus hefur varðveist í enska orðinu sane sem þýðir ekki bara heilbrigður heldur líka skynsamur, eðlilegur óbrjálaður. Hvernig er heilbrigður og óbrjálaður líkami? Hann er eðli sínu samkvæmur. Hann er eins og hann kemur af skepnunni, náttúrulegur hann er í formi og fær að starfa eins og honum var ætlað af Móður náttúru, því að okkur er eiginlegt að hreyfa okkur hæfilega. Hann er óskemmdur af of einhliða mat eða óhóflegu áfengi, of einhliða hreyfingu eða hreyfingarleysi slíkt hirðuleysi um líkamann bitnar á sálinni, sem í orðræðu nútímans er aldrei nefnd annað en sálartetrið eins og hún sé aumkunarverð... En heilbrigður líkami er líka óbrjálaður af of miklum íþróttum. Það getur naumast verið nokkrum manni hollt að vera til dæmis alltaf í þrístökki, sem allir sjá hversu afkáraleg aðferð er við að koma sér á milli tveggja staða. Knattspyrna er annað dæmi um sérlega óholla hreyfingu fyrir venjulegt fólk og sennilega stórhættulega, þessir rykkir allir og skrykkir - Ónei: hæfileg hreyfing, hæfilegt hóglífi, hæfilegt át og hæfileg útivera og hæfileg drykkja virðing fyrir líkama og virðing fyrir sál, (hætta að kalla hana tötur). Ég veit náttúrlega ekkert um þetta frekar en fyrri daginn. Ég tók bara allt í einu eftir því að tilbúnir karakterar eru yfir og allt um kring eins og strangir leikfimikennarar að leiða lýðinn. Annar heitir Gilzenegger hinn heitir Íþróttaálfurinn. Maður á náttúrlega ekki að dæma heila stétt sem full er af vænum og góðum manneskjum sem láta gott af sér leiða en mér til vorkunnar verður að virða að ég var ekki heppinn með alla leikfimikennara í mínu ungdæmi þar til kom að honum Hannesi í menntaskólanum sem var góðmenni og talsmaður lífsgleðinnar. Hinir voru eins og þeir kæmu frá Austur-Þýskalandi. Og eitthvað í fari og framgöngu Íþróttaálfsins og Gilzeneggers minnir mann á þessa ströngu menn og alla þeirra forsjárhyggju og niðurdrepandi sýn á mennina. Drengurinn með þýska nafnið hefur skrifað heila bók með forskriftum um rétta hegðun, rétta framgöngu og rétt útlit, og af viðtölum að dæma eru þær forskriftir smásmugulegar og virðast vitna um mikla stöðlunarþrá týpurnar eru þrjár eða fjórar og maður á að vera ein af þeim. Íþróttaálfinn hefur maður hins vegar séð í sjónvarpinu og fengið sent frá honum prógramm handa börnunum sem virðist gera ráð fyrir því að þeim sé í blóð borið að úða í sig nammi yfir sjónvarpinu eða tölvunni; og þurfi sérstakan samning með umbunarkerfi með hans forsjá og yfirumsjón til að fá þau til að borða gulrót eða drekka vatnsglas. Verði þeim á að þiggja nammimola af frænku á virkum degi bíður þeirra herfilegt straff, enda vikið þar af hinum mjóa vegi sem Íþróttaálfurinn er búinn að ryðja fyrir fávísa foreldrana.... Í Latabæ fer allt í handaskolunum hjá börnunum þegar íþróttaálfsins nýtur ekki við. Þau eru alltaf að klikka, alltaf að bregðast honum. En hann tekur því alltaf jafn vel stundum virka þættirnir á mann eins og draumsýn hins austur-þýska leikfimikennara: hver þáttur fjallar um barnahóp á valdi hvatanna sem hann kemur og temur. Latibær byggir á fremur myrkri sýn á mennina sem mætti lýsa: ég á heima á Fíklandi. Börnin í Latabæ eru í rauninni eins og alkóhólistar í bullandi neyslu, síhrynjandi í það og þegar Íþróttaálfurinn er að maula á gulrót í geimskipinu sínu eru þau ofurseld löstum sínum: Nenni níski suðandi minn-minn-minn, Siggi sæti japlandi nammi og Goggi mega týndur í tölvuheimi. Einungis Solla er í lagi, enda lífshlaup hennar ein samfelld þolfimi: hin eru í eðli sínu gallagripir. Erum við ekki samsettari en þetta? Skemmtilegri en þetta? Valkostirnir eru ekki bara tveir: að vera annaðhvort snakkpakk eða alltaf í þolfimi; annaðhvort virkur eða óvirkur fíkill; annaðhvort ofurseldur Glanna glæp eða fylgjandi hemúlskum lífsháttum Íþróttaálfsins.... Þetta er allt í plati: við hér erum þrjúhundruð þúsund týpur og svo allir álfarnir. Við lifum á dásamlegum tímum og valkostirnir um það hvernig við högum lífi okkar eru þúsund triljón sinnum fleiri en tveir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Skoðanir Mest lesið Bannað að lækna sykursýki II Lukka Pálsdóttir Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Misskilin mannúð í hælisleitendamálum Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Útlendingar“ og „þetta fólk“ Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Mens sana in corpore sano sögðu Rómverjar til forna og hefur verið þýtt á íslensku sem heilbrigð sál í hraustum líkama. Þetta er góð áminning um jafnvægi sálar og líkama og það hvernig okkur ber að rækta hvort tveggja með gagnkvæmri hliðsjón. Einkum hljómar þetta vel á latínu en íslenska þýðingin geldur eins og svo oft dálítið fyrir það að Íslendingar eru oft meira með hugann við stuðlana en sjálfa hugsunina. Lýsingarorðið sanus hefur varðveist í enska orðinu sane sem þýðir ekki bara heilbrigður heldur líka skynsamur, eðlilegur óbrjálaður. Hvernig er heilbrigður og óbrjálaður líkami? Hann er eðli sínu samkvæmur. Hann er eins og hann kemur af skepnunni, náttúrulegur hann er í formi og fær að starfa eins og honum var ætlað af Móður náttúru, því að okkur er eiginlegt að hreyfa okkur hæfilega. Hann er óskemmdur af of einhliða mat eða óhóflegu áfengi, of einhliða hreyfingu eða hreyfingarleysi slíkt hirðuleysi um líkamann bitnar á sálinni, sem í orðræðu nútímans er aldrei nefnd annað en sálartetrið eins og hún sé aumkunarverð... En heilbrigður líkami er líka óbrjálaður af of miklum íþróttum. Það getur naumast verið nokkrum manni hollt að vera til dæmis alltaf í þrístökki, sem allir sjá hversu afkáraleg aðferð er við að koma sér á milli tveggja staða. Knattspyrna er annað dæmi um sérlega óholla hreyfingu fyrir venjulegt fólk og sennilega stórhættulega, þessir rykkir allir og skrykkir - Ónei: hæfileg hreyfing, hæfilegt hóglífi, hæfilegt át og hæfileg útivera og hæfileg drykkja virðing fyrir líkama og virðing fyrir sál, (hætta að kalla hana tötur). Ég veit náttúrlega ekkert um þetta frekar en fyrri daginn. Ég tók bara allt í einu eftir því að tilbúnir karakterar eru yfir og allt um kring eins og strangir leikfimikennarar að leiða lýðinn. Annar heitir Gilzenegger hinn heitir Íþróttaálfurinn. Maður á náttúrlega ekki að dæma heila stétt sem full er af vænum og góðum manneskjum sem láta gott af sér leiða en mér til vorkunnar verður að virða að ég var ekki heppinn með alla leikfimikennara í mínu ungdæmi þar til kom að honum Hannesi í menntaskólanum sem var góðmenni og talsmaður lífsgleðinnar. Hinir voru eins og þeir kæmu frá Austur-Þýskalandi. Og eitthvað í fari og framgöngu Íþróttaálfsins og Gilzeneggers minnir mann á þessa ströngu menn og alla þeirra forsjárhyggju og niðurdrepandi sýn á mennina. Drengurinn með þýska nafnið hefur skrifað heila bók með forskriftum um rétta hegðun, rétta framgöngu og rétt útlit, og af viðtölum að dæma eru þær forskriftir smásmugulegar og virðast vitna um mikla stöðlunarþrá týpurnar eru þrjár eða fjórar og maður á að vera ein af þeim. Íþróttaálfinn hefur maður hins vegar séð í sjónvarpinu og fengið sent frá honum prógramm handa börnunum sem virðist gera ráð fyrir því að þeim sé í blóð borið að úða í sig nammi yfir sjónvarpinu eða tölvunni; og þurfi sérstakan samning með umbunarkerfi með hans forsjá og yfirumsjón til að fá þau til að borða gulrót eða drekka vatnsglas. Verði þeim á að þiggja nammimola af frænku á virkum degi bíður þeirra herfilegt straff, enda vikið þar af hinum mjóa vegi sem Íþróttaálfurinn er búinn að ryðja fyrir fávísa foreldrana.... Í Latabæ fer allt í handaskolunum hjá börnunum þegar íþróttaálfsins nýtur ekki við. Þau eru alltaf að klikka, alltaf að bregðast honum. En hann tekur því alltaf jafn vel stundum virka þættirnir á mann eins og draumsýn hins austur-þýska leikfimikennara: hver þáttur fjallar um barnahóp á valdi hvatanna sem hann kemur og temur. Latibær byggir á fremur myrkri sýn á mennina sem mætti lýsa: ég á heima á Fíklandi. Börnin í Latabæ eru í rauninni eins og alkóhólistar í bullandi neyslu, síhrynjandi í það og þegar Íþróttaálfurinn er að maula á gulrót í geimskipinu sínu eru þau ofurseld löstum sínum: Nenni níski suðandi minn-minn-minn, Siggi sæti japlandi nammi og Goggi mega týndur í tölvuheimi. Einungis Solla er í lagi, enda lífshlaup hennar ein samfelld þolfimi: hin eru í eðli sínu gallagripir. Erum við ekki samsettari en þetta? Skemmtilegri en þetta? Valkostirnir eru ekki bara tveir: að vera annaðhvort snakkpakk eða alltaf í þolfimi; annaðhvort virkur eða óvirkur fíkill; annaðhvort ofurseldur Glanna glæp eða fylgjandi hemúlskum lífsháttum Íþróttaálfsins.... Þetta er allt í plati: við hér erum þrjúhundruð þúsund týpur og svo allir álfarnir. Við lifum á dásamlegum tímum og valkostirnir um það hvernig við högum lífi okkar eru þúsund triljón sinnum fleiri en tveir.
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun
Hvert er fóðrið til að skipulögð glæpastarfsemi geti þrifist hér á landi? Jú, villuráfandi stefnulaus ungmenni! Davíð Bergmann Skoðun