Með lýðheilsu að leiðarljósi 21. mars 2006 00:01 Það er komið vor. Einhverjum finnst þessi fullyrðing sjálfsagt óþarflega bjartsýn en ég trúi samt að vorið sé komið. Vissulega er útlit fyrir kuldakast í þessari viku og kannski hefur það brostið á þegar þessi orð birtast á prenti og svo eiga eftir að koma hrafnagusa og páskahret og hvað þau nú heita, þessi hret og kuldaköst sem þjóðin hefur lært að búa sig undir og lifa við. Vorið verður kannski langt og kannski kalt en það er komið. Þetta má merkja af ýmsum þáttum í kringum okkur, þar á meðal á mannlífinu sem skiptir um gír og drífur sig út að ganga, hlaupa eða taka til í görðunum. Það kemur líka alveg sérstök lykt í loftið, lykt af vaknandi gróðri og mold, og þessi lykt hefur verið mjög greinileg síðustu daga. Fyrst og fremst merkjum við þó vorkomuna af gróðrinum. Sumar tegundir láta reyndar stutta hlýindakafla síðla vetrar plata sig en aðrar eru lífsreyndar hér á landi og vita hvenær þeim er óhætt að vakna af vetrardvalanum. Lerkið hefur fengið á sig græna slikju og með sama áframhaldi verður hægt að baka rabarbaraköku um páskana. Jafnvel birkið er farið að bruma og því hefur löngum verið haldið fram að það láti nú ekki plata sig. Lýðheilsa er vinsælt orð um þessar mundir. Með lýðheilsu er átt við almennt heilsufar almennings. Og margt bendir til að útivist á grónum svæðum eða í óræktaðri náttúru hafi bein áhrif á lýðheilsu. Með öðrum orðum skiptir það máli fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar að við höfum aðgang að gróðri og náttúru. Þess vegna er ákaflega mikilvægt fyrir íbúa þéttbýlis, hvar sem er í heiminum, að hugsað sé fyrir slíkum svæðum. Heiðmörk er eitt stærsta og sjálfsagt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa en hana heimsækja að lágmarki 300 - 500 þúsund manns á ári hverju samkvæmt könnunum. Göngustígar liggja víða um höfuðborgarsvæðið og almennt hefur verið hugað þokkalega að þessum þörfum okkar fyrir útivist og hreyfingu utandyra. Garðar hafa dafnað vel í hlýindum undanfarinna ára og sjá má umtalsverðan mun á gróðri, ekki síst trjágróðri. Þá er allvíða að finna fallega trjálundi sem almenningur hefur aðgang að og nýtur daglega. Þar má t.d. nefna sérlega fallegan skóg í Öskjuhlíð sem daglega dregur til sín fjölda fólks og verður vonandi ekki fórnað, skógræktina í Elliðaárdal og fleiri svæði. Einn þessara skógarlunda, lundurinn í Fossvogi, hefur yfir sér sérstaka töfra, kannski vegna þess að þar náttar sig ævinlega mikill fjöldi smáfugla. Það er engu líkt að vera staddur í þar þegar fuglarnir hópa sig þangað síðdegis með vængjaslætti og klið og örugglega á við ýmiskonar lækningameðferðir. Því miður hefur þeim lundi verið lokað fyrir almennri umferð eftir að Reykjavíkurborg tók við umsjón hans en Skógræktarfélag Reykjavíkur hafði aðsetur í Fossvogi um árabil. Á þeim tíma var lundurinn fjölsóttur en nú virðist almenningi meinað að ganga þar um. Það er ótrúlega stutt síðan skógræktarmenn þóttu haldnir fyrirhyggjulausri bjartsýni. Íslenskar húsmæður plöntuðu litlum trjáplöntum í skjóli við húsin sín með þeim afleiðingum að víða sér ekki út um glugga á tveggja til þriggja hæða húsum í dag. En trúin á trjáræktina var ekki meiri en svo að skjólið var talið nauðsynlegt og fáir sáu fram á að tré næðu einhverri hæð sem talandi væri um. Síðar töluðu menn um skógrækt til nytja og vissulega hafa tré verið nýtt í ýmsum tilgangi hér á landi þótt enn sé óraunhæft að hugsa t.d. um pappírsframleiðslu úr íslenskum skógum. En hugmyndafræði skógræktarmanna og ekki síður þeirra sem njóta útivistar í íslenskum skógum er að breytast. Nú tala menn um útivistarskóga. Það er nýtt hugtak og ákaflega skemmtilegt. Útivistarskógur er sem sagt ræktaður og skipulagður með þarfir almennings til útivistar í huga og þar komum við aftur að lýðheilsunni. Við erum með öðrum orðum að komast að þeirri niðurstöðu að til að auðvelda okkur að viðhalda og bæta heilsu þurfum við að hafa aðgang að skógum og trjálundum. Skógar framtíðarinnar verða því væntanlega skipulagðir með fjölbreyttum trjágróðri, hugað að lágróðri og runnum, ekki síður en háum og beinvöxnum trjám sem henta til viðarframleiðslu og hugsað verður fyrir göngustígum og afþreyingu ýmiskonar svo sem fræðsluskiltum og fleiru. Að þessu verkefni er t.d. verið að vinna í Heiðmörk, þar sem stöðugt er unnið að viðhaldi og fjölgun göngustíga og unnið er að merkingu og uppsetningu nýrra fræðsluskilta. Útivist almennings og þar með lýðheilsa er leiðarljósið í viðhaldi og umönnun skógarins. Vonandi verður hægt að standa myndarlega að þessu verkefni. Áhugi og metnaður er til staðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Inga Rósa Þórðardóttir Skoðanir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun
Það er komið vor. Einhverjum finnst þessi fullyrðing sjálfsagt óþarflega bjartsýn en ég trúi samt að vorið sé komið. Vissulega er útlit fyrir kuldakast í þessari viku og kannski hefur það brostið á þegar þessi orð birtast á prenti og svo eiga eftir að koma hrafnagusa og páskahret og hvað þau nú heita, þessi hret og kuldaköst sem þjóðin hefur lært að búa sig undir og lifa við. Vorið verður kannski langt og kannski kalt en það er komið. Þetta má merkja af ýmsum þáttum í kringum okkur, þar á meðal á mannlífinu sem skiptir um gír og drífur sig út að ganga, hlaupa eða taka til í görðunum. Það kemur líka alveg sérstök lykt í loftið, lykt af vaknandi gróðri og mold, og þessi lykt hefur verið mjög greinileg síðustu daga. Fyrst og fremst merkjum við þó vorkomuna af gróðrinum. Sumar tegundir láta reyndar stutta hlýindakafla síðla vetrar plata sig en aðrar eru lífsreyndar hér á landi og vita hvenær þeim er óhætt að vakna af vetrardvalanum. Lerkið hefur fengið á sig græna slikju og með sama áframhaldi verður hægt að baka rabarbaraköku um páskana. Jafnvel birkið er farið að bruma og því hefur löngum verið haldið fram að það láti nú ekki plata sig. Lýðheilsa er vinsælt orð um þessar mundir. Með lýðheilsu er átt við almennt heilsufar almennings. Og margt bendir til að útivist á grónum svæðum eða í óræktaðri náttúru hafi bein áhrif á lýðheilsu. Með öðrum orðum skiptir það máli fyrir andlega og líkamlega heilsu okkar að við höfum aðgang að gróðri og náttúru. Þess vegna er ákaflega mikilvægt fyrir íbúa þéttbýlis, hvar sem er í heiminum, að hugsað sé fyrir slíkum svæðum. Heiðmörk er eitt stærsta og sjálfsagt vinsælasta útivistarsvæði höfuðborgarbúa en hana heimsækja að lágmarki 300 - 500 þúsund manns á ári hverju samkvæmt könnunum. Göngustígar liggja víða um höfuðborgarsvæðið og almennt hefur verið hugað þokkalega að þessum þörfum okkar fyrir útivist og hreyfingu utandyra. Garðar hafa dafnað vel í hlýindum undanfarinna ára og sjá má umtalsverðan mun á gróðri, ekki síst trjágróðri. Þá er allvíða að finna fallega trjálundi sem almenningur hefur aðgang að og nýtur daglega. Þar má t.d. nefna sérlega fallegan skóg í Öskjuhlíð sem daglega dregur til sín fjölda fólks og verður vonandi ekki fórnað, skógræktina í Elliðaárdal og fleiri svæði. Einn þessara skógarlunda, lundurinn í Fossvogi, hefur yfir sér sérstaka töfra, kannski vegna þess að þar náttar sig ævinlega mikill fjöldi smáfugla. Það er engu líkt að vera staddur í þar þegar fuglarnir hópa sig þangað síðdegis með vængjaslætti og klið og örugglega á við ýmiskonar lækningameðferðir. Því miður hefur þeim lundi verið lokað fyrir almennri umferð eftir að Reykjavíkurborg tók við umsjón hans en Skógræktarfélag Reykjavíkur hafði aðsetur í Fossvogi um árabil. Á þeim tíma var lundurinn fjölsóttur en nú virðist almenningi meinað að ganga þar um. Það er ótrúlega stutt síðan skógræktarmenn þóttu haldnir fyrirhyggjulausri bjartsýni. Íslenskar húsmæður plöntuðu litlum trjáplöntum í skjóli við húsin sín með þeim afleiðingum að víða sér ekki út um glugga á tveggja til þriggja hæða húsum í dag. En trúin á trjáræktina var ekki meiri en svo að skjólið var talið nauðsynlegt og fáir sáu fram á að tré næðu einhverri hæð sem talandi væri um. Síðar töluðu menn um skógrækt til nytja og vissulega hafa tré verið nýtt í ýmsum tilgangi hér á landi þótt enn sé óraunhæft að hugsa t.d. um pappírsframleiðslu úr íslenskum skógum. En hugmyndafræði skógræktarmanna og ekki síður þeirra sem njóta útivistar í íslenskum skógum er að breytast. Nú tala menn um útivistarskóga. Það er nýtt hugtak og ákaflega skemmtilegt. Útivistarskógur er sem sagt ræktaður og skipulagður með þarfir almennings til útivistar í huga og þar komum við aftur að lýðheilsunni. Við erum með öðrum orðum að komast að þeirri niðurstöðu að til að auðvelda okkur að viðhalda og bæta heilsu þurfum við að hafa aðgang að skógum og trjálundum. Skógar framtíðarinnar verða því væntanlega skipulagðir með fjölbreyttum trjágróðri, hugað að lágróðri og runnum, ekki síður en háum og beinvöxnum trjám sem henta til viðarframleiðslu og hugsað verður fyrir göngustígum og afþreyingu ýmiskonar svo sem fræðsluskiltum og fleiru. Að þessu verkefni er t.d. verið að vinna í Heiðmörk, þar sem stöðugt er unnið að viðhaldi og fjölgun göngustíga og unnið er að merkingu og uppsetningu nýrra fræðsluskilta. Útivist almennings og þar með lýðheilsa er leiðarljósið í viðhaldi og umönnun skógarins. Vonandi verður hægt að standa myndarlega að þessu verkefni. Áhugi og metnaður er til staðar.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun