Hver er hún? 22. mars 2006 00:01 Þegar hitinn var sem mestur í deilum kalda stríðsins var hugtakið sjálfstæð utanríkisstefna gjarnan notað sem andheiti við ríkjandi utanríkisstefnu landsins. Með hæfilegri einföldun má segja að það hafi falið í sér að gefa ætti Bandaríkjunum langt nef í utanríkismálum, reka Varnarliðið og segja Ísland úr Atlantshafsbandalaginu. Kalda stríðinu er nú löngu lokið og þjóðin horfist í augu við nýjan veruleika á Keflavíkurflugvelli. Þá heyrist á ný að nauðsyn beri til að taka upp sjálfstæða utanríkisstefnu. Hvað felst í því hugtaki nú er að vísu ekki með öllu ljóst. Sennilega er hugtakinu þó sem fyrr ætlað að lýsa andófi við ríkjandi stefnu. Kjarni málsins snýst ekki um slagorð af þessu tagi. Ekki er óeðlilegt að fjölmargar spurningar vakni við þau kaflaskil sem við blasa á haustdögum. En gefur sú breyting tilefni til að hverfa í einhverjum grundvallaratriðum frá þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefur verið? Takast þarf á við nýjar aðstæður en engin gild rök hafa verið færð fyrir því að það kalli á stefnubreytingu. Lengst af var góð samstaða með þremur stjórnmálaflokkum, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, um það sem kalla má meginatriði utanríkisstefnunnar, og gilti þá einu hvort þeir voru í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Samfylkingin varð síðan til úr flokkum sem komu algjörlega úr gagnstæðum áttum að því er utanríkis- og varnarmálin varðar. Stefna flokksins hefur af þeim sökum, og það mjög skiljanlega, verið nokkuð óráðin á þessu sviði. Vel má vera að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum á Keflavíkurflugvelli gefi flokksforystunni tækifæri til þess að fella saman sjónarmið í utanríkis- og varnarmálum sem fram til þessa hafa verið jafn illa til þess fallin að blandast eins og olía og vatn. Það væri góð framför í þróun nýs stjórnmálaflokks sem bæði meðhaldsmenn og móthaldsmenn gætu fagnað. Í sjálfu sér er slíkt innra viðfangsefni eins stjórnmálaflokks hins vegar algjörlega óháð því verkefni sem blasir við stjórnvöldum, að bregðast við nýjum aðstæðum í varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Í því samhengi eru fullgild þau gömlu hyggindi skaftfellskra vatnamanna að snúa ekki við í miðju straumvatninu. Álitaefni um það hver eigi að leggja fram tillögur á næsta fundi er deila um samningatækni en ekki stefnubreytingu. Innan Atlantshafsbandalagsins höfum við verið í hópi þeirra ríkja sem lagt hafa mesta áherslu á tengslin við Bandaríkin og átt þar samleið með þjóðum eins og Bretum, Dönum og Norðmönnum. Þó að eðli Atlantshafsbandalagsins sé að breytast og Bandaríkin gefi því ekki sama gaum og áður og vilji fremur mynda samstöðu um einstök viðfangsefni í alþjóðamálum sýnist það ekki vera í samræmi við íslenska hagsmuni að kúvenda nú í þessu efni. Samstarf Evrópuþjóðanna í varnar- og öryggismálum er í þróun. Ísland þarf vitaskuld að gæta að stöðu sinni í allri þeirri framvindu. Við höfum hins vegar lítið upp úr því að skipa okkur í sveit með þeim þjóðum í Evrópu sem mest ala á tortryggni í garð Bandaríkjanna. Það er ekkert sjálfstæði í því fólgið; aðeins minni hagsmunir á einhverju mikilvægasta sviði utanríkisstefnunnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorsteinn Pálsson Mest lesið Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Halldór 11.01.2025 Rafn Ágúst Ragnarsson Halldór Evrópusambandið eða nasismi Snorri Másson Skoðun Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Hlýnun jarðar mun ekki valda heimsendi Sæunn Kjartansdóttir Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir Skoðun
Þegar hitinn var sem mestur í deilum kalda stríðsins var hugtakið sjálfstæð utanríkisstefna gjarnan notað sem andheiti við ríkjandi utanríkisstefnu landsins. Með hæfilegri einföldun má segja að það hafi falið í sér að gefa ætti Bandaríkjunum langt nef í utanríkismálum, reka Varnarliðið og segja Ísland úr Atlantshafsbandalaginu. Kalda stríðinu er nú löngu lokið og þjóðin horfist í augu við nýjan veruleika á Keflavíkurflugvelli. Þá heyrist á ný að nauðsyn beri til að taka upp sjálfstæða utanríkisstefnu. Hvað felst í því hugtaki nú er að vísu ekki með öllu ljóst. Sennilega er hugtakinu þó sem fyrr ætlað að lýsa andófi við ríkjandi stefnu. Kjarni málsins snýst ekki um slagorð af þessu tagi. Ekki er óeðlilegt að fjölmargar spurningar vakni við þau kaflaskil sem við blasa á haustdögum. En gefur sú breyting tilefni til að hverfa í einhverjum grundvallaratriðum frá þeirri utanríkisstefnu sem fylgt hefur verið? Takast þarf á við nýjar aðstæður en engin gild rök hafa verið færð fyrir því að það kalli á stefnubreytingu. Lengst af var góð samstaða með þremur stjórnmálaflokkum, Alþýðuflokknum, Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum, um það sem kalla má meginatriði utanríkisstefnunnar, og gilti þá einu hvort þeir voru í ríkisstjórn eða stjórnarandstöðu. Samfylkingin varð síðan til úr flokkum sem komu algjörlega úr gagnstæðum áttum að því er utanríkis- og varnarmálin varðar. Stefna flokksins hefur af þeim sökum, og það mjög skiljanlega, verið nokkuð óráðin á þessu sviði. Vel má vera að þær breytingar sem nú standa fyrir dyrum á Keflavíkurflugvelli gefi flokksforystunni tækifæri til þess að fella saman sjónarmið í utanríkis- og varnarmálum sem fram til þessa hafa verið jafn illa til þess fallin að blandast eins og olía og vatn. Það væri góð framför í þróun nýs stjórnmálaflokks sem bæði meðhaldsmenn og móthaldsmenn gætu fagnað. Í sjálfu sér er slíkt innra viðfangsefni eins stjórnmálaflokks hins vegar algjörlega óháð því verkefni sem blasir við stjórnvöldum, að bregðast við nýjum aðstæðum í varnarsamstarfinu við Bandaríkin. Í því samhengi eru fullgild þau gömlu hyggindi skaftfellskra vatnamanna að snúa ekki við í miðju straumvatninu. Álitaefni um það hver eigi að leggja fram tillögur á næsta fundi er deila um samningatækni en ekki stefnubreytingu. Innan Atlantshafsbandalagsins höfum við verið í hópi þeirra ríkja sem lagt hafa mesta áherslu á tengslin við Bandaríkin og átt þar samleið með þjóðum eins og Bretum, Dönum og Norðmönnum. Þó að eðli Atlantshafsbandalagsins sé að breytast og Bandaríkin gefi því ekki sama gaum og áður og vilji fremur mynda samstöðu um einstök viðfangsefni í alþjóðamálum sýnist það ekki vera í samræmi við íslenska hagsmuni að kúvenda nú í þessu efni. Samstarf Evrópuþjóðanna í varnar- og öryggismálum er í þróun. Ísland þarf vitaskuld að gæta að stöðu sinni í allri þeirri framvindu. Við höfum hins vegar lítið upp úr því að skipa okkur í sveit með þeim þjóðum í Evrópu sem mest ala á tortryggni í garð Bandaríkjanna. Það er ekkert sjálfstæði í því fólgið; aðeins minni hagsmunir á einhverju mikilvægasta sviði utanríkisstefnunnar.
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun