Óttinn við erlent fjármagn 30. mars 2006 01:25 Ýmislegt kemur á óvart, þegar skuldir þjóðanna eru skoðaðar og hvernig þær skiptast um heiminn. Margir virðast halda, að iðnríkin safni eignum og þróunarlöndin safni skuldum, en málið er þó mun flóknara en svo. Bandaríkjamenn eru skuldugasta þjóð heimsins í dollurum talið, en að vísu ekki miðað við fólksfjölda. Mörg önnur iðnríki hafa með líku lagi safnað skuldum síðustu ár. Mörg þróunarlönd reka búskap sinn á hinn bóginn með afgangi og safna eignum, til dæmis Kína. Hverju sætir það? Hvað er í gangi? Hagsaga þjóðar er eins og ævi manns frá vöggu að gröf. Fyrsta kastið eru menn ósjálfbjarga og safna þá skuldum. Þannig byggðu Bandaríkjamenn járnbrautirnar um sitt mikla og víðfeðma land: með erlendu lánsfé. Með aldrinum snúa menn jafnan hallarekstri í afgang og byrja að borga niður skuldirnar, og þar að kemur, að hjöðnun skulda snýst upp í eignamyndun um miðjan aldur. Á efri árum byrja menn stundum að ganga á eigur sínar og hefja þá hallarekstur á ný. En samlíking ævisögu þjóðar við ævi manns hnýtur um þá einföldu staðreynd, að þjóðirnar hafa eilíft líf og þurfa ekki að gera erfðaskrár. Færa má rök að því, og það hafa margir gert, að þroskuðum iðnríkjum væri hollt að láta hluta eigna sinna af hendi rakna til fátækra þjóða, sem eru skemmra komnar á þroskabrautinni, en þau rök steyta að vísu á ýmsum skerjum eins og gamalt fólk veit, ef það á afskiptalausa og óreglusama afkomendur. Hvað um það, Bandaríkin eru ennþá ung og leika sér að því að safna skuldum líkt og Íslendingar. Bandaríkjamenn safna að vísu skuldum í eigin mynt - dollurum! - og hafa það í hendi sér að rýra skuldirnar að raungildi með því að hleypa verðbólgunni á skrið heima fyrir. Þetta gætum við ekki gert, þótt við fegin vildum. Þegar þjóð rekur utanríkisviðskipti sín með halla eins og við höfum gert svo að segja allan lýðveldistímann, er hægt að brúa bilið með tvennum hætti: með því að taka lán í útlöndum eða laða til sín erlent fjármagn. Erlendu lánsfé fylgja yfirleitt engin áhrif lánardrottna á rekstur fyrirtækjanna, sem taka lánsféð í þjónustu sína. Erlendri fjárfestingu fylgja hins vegar ítök erlendra fjárfesta með miklar kröfur um arðsemi, og einmitt þess vegna hafa Íslendingar eins og margar aðrar fyrrum nýlenduþjóðir reynt að bægja frá sér erlendri fjárfestingu og taka heldur lán til að mæta viðskiptahallanum. Þess vegna er enn lagt blátt bann í lögum við erlendri fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og þess vegna hafa virkjunarframkvæmdir okkar verið fjármagnaðar með erlendu lánsfé frekar en hlutafé. Af þessum sökum hefur viðskiptahallinn hér heima leitt til skuldasöfnunar í útlöndum langt umfram ýmis önnur lönd, sem hafa mætt miklum halla með innflutningi erlends fjármagns. Singapúr bjó til dæmis við mikinn viðskiptahalla 1972-84 og hleypti erlendu fjármagni inn í landið til mótvægis, svo að erlendar skuldir landsins eru óverulegar þrátt fyrir hallann á fyrri tíð, en hann snerist síðan upp í fjallmyndarlegan afgang. Eistar hafa rekið viðskipti sín við útlönd með miklum halla síðan 1991, því að þeir þurftu mjög á innfluttri vöru og þjónustu að halda til uppbyggingar að endurheimtu sjálfstæði, og ekki heldur þar hefur mikill halli leitt til skuldasöfnunar eða gengisfalls, því að Eistar brúuðu bilið með því að hleypa erlendri fjárfestingu - finnskri, sænskri, þýzkri - inn í landið í stórum stíl. Líku máli gegnir um Írland og Nýja-Sjáland. Erlend fjárfesting á Nýja-Sjálandi hefur numið 8% af landsframleiðslu að jafnaði síðan 1990 - og 20% á Írlandi! - á móti 3% á Íslandi. Viðskiptahalli Írlands á fyrri tíð, einkum 1984-96, og Nýja-Sjálands fram á síðustu ár hefur því leitt til mun minni skuldasöfnunar þar en varð hér heima. Óttinn við erlent fjármagn býður annarri hættu heim: hættunni, sem fylgir því, að lánsfé, einkum til skamms tíma, er hvikulla en erlend fjárfesting. Það er ekkert tiltökumál fyrir útlendinga að afturkalla lánsfé, ef í harðbakkann slær, en það er fyrirhafnarsamt og dýrt að rífa naglfasta fjárfestingu upp með rótum og flytja hana úr landi. Hættan á harðri lendingu eftir listflug liðinna ára væri nú minni, ef við hefðum hleypt meira hlutafé inn í landið og safnað minni skuldum. Hvað olli? Þarna virðast mér haldast í hendur gömul þjóðræknissjónarmið (enga útlendinga, takk, nema í láglaunastörf) og rótgróið hirðuleysi um efnahagsmál (þetta reddast, annars mokum við bara upp meiri fiski, eða lánsfé). Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Biðin eftir leigubíl Elín Anna Gísladóttir Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Ýmislegt kemur á óvart, þegar skuldir þjóðanna eru skoðaðar og hvernig þær skiptast um heiminn. Margir virðast halda, að iðnríkin safni eignum og þróunarlöndin safni skuldum, en málið er þó mun flóknara en svo. Bandaríkjamenn eru skuldugasta þjóð heimsins í dollurum talið, en að vísu ekki miðað við fólksfjölda. Mörg önnur iðnríki hafa með líku lagi safnað skuldum síðustu ár. Mörg þróunarlönd reka búskap sinn á hinn bóginn með afgangi og safna eignum, til dæmis Kína. Hverju sætir það? Hvað er í gangi? Hagsaga þjóðar er eins og ævi manns frá vöggu að gröf. Fyrsta kastið eru menn ósjálfbjarga og safna þá skuldum. Þannig byggðu Bandaríkjamenn járnbrautirnar um sitt mikla og víðfeðma land: með erlendu lánsfé. Með aldrinum snúa menn jafnan hallarekstri í afgang og byrja að borga niður skuldirnar, og þar að kemur, að hjöðnun skulda snýst upp í eignamyndun um miðjan aldur. Á efri árum byrja menn stundum að ganga á eigur sínar og hefja þá hallarekstur á ný. En samlíking ævisögu þjóðar við ævi manns hnýtur um þá einföldu staðreynd, að þjóðirnar hafa eilíft líf og þurfa ekki að gera erfðaskrár. Færa má rök að því, og það hafa margir gert, að þroskuðum iðnríkjum væri hollt að láta hluta eigna sinna af hendi rakna til fátækra þjóða, sem eru skemmra komnar á þroskabrautinni, en þau rök steyta að vísu á ýmsum skerjum eins og gamalt fólk veit, ef það á afskiptalausa og óreglusama afkomendur. Hvað um það, Bandaríkin eru ennþá ung og leika sér að því að safna skuldum líkt og Íslendingar. Bandaríkjamenn safna að vísu skuldum í eigin mynt - dollurum! - og hafa það í hendi sér að rýra skuldirnar að raungildi með því að hleypa verðbólgunni á skrið heima fyrir. Þetta gætum við ekki gert, þótt við fegin vildum. Þegar þjóð rekur utanríkisviðskipti sín með halla eins og við höfum gert svo að segja allan lýðveldistímann, er hægt að brúa bilið með tvennum hætti: með því að taka lán í útlöndum eða laða til sín erlent fjármagn. Erlendu lánsfé fylgja yfirleitt engin áhrif lánardrottna á rekstur fyrirtækjanna, sem taka lánsféð í þjónustu sína. Erlendri fjárfestingu fylgja hins vegar ítök erlendra fjárfesta með miklar kröfur um arðsemi, og einmitt þess vegna hafa Íslendingar eins og margar aðrar fyrrum nýlenduþjóðir reynt að bægja frá sér erlendri fjárfestingu og taka heldur lán til að mæta viðskiptahallanum. Þess vegna er enn lagt blátt bann í lögum við erlendri fjárfestingu í íslenzkri útgerð, og þess vegna hafa virkjunarframkvæmdir okkar verið fjármagnaðar með erlendu lánsfé frekar en hlutafé. Af þessum sökum hefur viðskiptahallinn hér heima leitt til skuldasöfnunar í útlöndum langt umfram ýmis önnur lönd, sem hafa mætt miklum halla með innflutningi erlends fjármagns. Singapúr bjó til dæmis við mikinn viðskiptahalla 1972-84 og hleypti erlendu fjármagni inn í landið til mótvægis, svo að erlendar skuldir landsins eru óverulegar þrátt fyrir hallann á fyrri tíð, en hann snerist síðan upp í fjallmyndarlegan afgang. Eistar hafa rekið viðskipti sín við útlönd með miklum halla síðan 1991, því að þeir þurftu mjög á innfluttri vöru og þjónustu að halda til uppbyggingar að endurheimtu sjálfstæði, og ekki heldur þar hefur mikill halli leitt til skuldasöfnunar eða gengisfalls, því að Eistar brúuðu bilið með því að hleypa erlendri fjárfestingu - finnskri, sænskri, þýzkri - inn í landið í stórum stíl. Líku máli gegnir um Írland og Nýja-Sjáland. Erlend fjárfesting á Nýja-Sjálandi hefur numið 8% af landsframleiðslu að jafnaði síðan 1990 - og 20% á Írlandi! - á móti 3% á Íslandi. Viðskiptahalli Írlands á fyrri tíð, einkum 1984-96, og Nýja-Sjálands fram á síðustu ár hefur því leitt til mun minni skuldasöfnunar þar en varð hér heima. Óttinn við erlent fjármagn býður annarri hættu heim: hættunni, sem fylgir því, að lánsfé, einkum til skamms tíma, er hvikulla en erlend fjárfesting. Það er ekkert tiltökumál fyrir útlendinga að afturkalla lánsfé, ef í harðbakkann slær, en það er fyrirhafnarsamt og dýrt að rífa naglfasta fjárfestingu upp með rótum og flytja hana úr landi. Hættan á harðri lendingu eftir listflug liðinna ára væri nú minni, ef við hefðum hleypt meira hlutafé inn í landið og safnað minni skuldum. Hvað olli? Þarna virðast mér haldast í hendur gömul þjóðræknissjónarmið (enga útlendinga, takk, nema í láglaunastörf) og rótgróið hirðuleysi um efnahagsmál (þetta reddast, annars mokum við bara upp meiri fiski, eða lánsfé).
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun