Kertin dýrari en kakan 9. apríl 2006 00:01 Vinafólk sem býr í Danmörku kom í mat til okkar um daginn. Spurð fregna af gömlu nýlenduherrunum sögðu þau að danskir kunningjar þeirra á okkar aldri séu mjög uppteknir af lífeyrissjóðsmálum. Varla hafi tappinn verði tekinn af Tuborgnum þegar talið berst að lífeyrissjóðum, í hvaða lífeyrissjóð eigi að borga, hvar sé ávöxtun best og hvaða sjóður sé minnst líklegur til að stinga af með peningana til Brasilíu. Ekki veit ég hvort við Íslendingar vorum svona klárir eða heppnir þegar við ákváðum hvernig lífeyrissjóðsmálum okkar yrði skipað. Ef til vill sitt lítið af hvoru. En staðreyndin er sú að mitt ágæta vinafólk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af framfærslu sinni í ellinni. Íslensku lífeyrissjóðirnir standa ótrúlega vel. Til að átta sig á stærð þeirra miðað við aðrar þjóðir, er gott að líta á eignir þeirra sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Hjá OECD er þetta hlutfall um 27%. Hjá okkur Íslendingum er hlutfallið um 110% af þjóðarframleiðslunni. Einungis í Sviss, en þar býr víst heimsins sparsamasta og skynsamasta fólk, er þetta hlutfall hærra. Og því er spáð að innan örfárra áratuga verði eignir lífeyrissjóðanna íslensku orðnar 150% af þjóðarframleiðslunni. Lífeyririnn hækkarSamtök atvinnulífsins settu mann í að reikna út hvað við munum fá út úr þessum stóru lífeyrissjóðum okkar í framtíðinni. Í ljós kemur að hagur aldraðra mun batna jafnt og þétt, ár frá ári, næstu áratugina. Nýir lífeyrisþegar fá nú að meðaltali 80 þúsund krónur á mánuði en þessi greiðsla mun tvöfaldast á næstu 30 árum. Lífeyrissjóðirnir munu fimmfalda greiðslur sínar en ríkið mun einungis auka sínar greiðslur um helming á sama tíma. Við erum því óvanalega vel í stakk búin til að takast á við þann vanda sem fylgir því að aldraðir verða hlutfallslega fleiri í framtíðinni en nú er. Reyndar er alltaf spurning hvenær maður er orðinn gamall. Bob Hope sagði eitt sinn að maður væri orðinn gamall þegar kertin á afmælistertunni væru orðin dýrari en tertan sjálf. Danir í vandaLangflest ríki Evrópu standa frammi fyrir geigvænlegum vanda í lífeyrismálum sínum. Í vikunni var mikil umræða um þau bæði í Danmörku og Bretlandi. Samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram þarf að seinka því hvenær fólk getur komist á ellilífeyri, hækka skatta og jafnvel draga úr greiðslum. Undan þessu vandamáli geta þjóðirnar ekki vikið sér því vandinn eykst með hverju árinu sem líður. Þetta eru ekki vinsælar aðgerðir og hætt við að það verði hart sótt að þeim sem reyna að koma einhverju sæmilegu skikki á þessi mál. Aðstoðarforsætisráðherra Dana spurði þjóðina hvort henni hugnaðist að skilja reikninginn fyrir velferðinni eftir í svefniherbergjum barnanna. Það er því ekki skrýtið að danskir vinir kunningja minna hafi áhyggjur af lífeyrissjóðnum sínum. Vextirnir hans TröllaEn þrátt fyrir að það sé bjart framundan í þessum málum hjá okkur þá er ekki þar með sagt að hér sé allt vandalaust. Þeir sem nú þiggja lífeyri gjalda fyrir vonda efnahagsstjórn hér á árum áður. Neikvæðir raunvextir og óðaverðbólga fóru árum saman illa með sparnað í landinu. Þegar Trölli í Landsbankanum söng um vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim, þá voru það ekki þeir sem lögðu fyrir sem nutu þeirra, heldur hinir sem tóku lán og þurftu ekki að borga nema lítið til baka. Margir greiddu síðan ekki í lífeyrissjóði og fyrir vikið er nú allt of stór hópur aldraðra sem býr við kröpp kjör. Rétt er þó að hafa í huga að það er líka stór hópur aldraðra sem á umtalsverðar eignir og hefur það ágætt, að minnsta kosti ekki verr en margur sem er að koma sér upp húsi og fjölskyldu. En við hljótum að geta orðið sammála um að það þurfi að bæta kjör þeirra öldruðu sem nú eru verst settir. Brúum biliðLausnin þarf að vera þannig úr garði gerð að við séum ekki að styrkja ríkt eldra fólk og einnig þarf að taka tillit til þess að á næstu árum munu lífeyrissjóðirnir bæta kjörin verulega. Eftir áratug eða svo má ætla að staða öldrunarmála verði gerbreytt. En þann áratug þurfum við að brúa þannig að vel sé. Við erum fámenn þjóð og það er hægt að skilgreina nokkuð vel þann hóp aldraðra sem við þurfum að hjálpa þangað til lífeyriskerfið tekur við. Það hefur vissulega margt áunnist í málefnum aldraðra undanfarin ár; kaupmáttur þeirra hefur aukist, eignaskattur afnuminn og verið er að bæta öldrunarþjónustu af fullum krafti. En efnahagsbatinn sem þjóðin hefur notið í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins gefur okkur tækifæri til að sinna þessum málum enn betur en nú er gert. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Illugi Gunnarsson Skoðanir Mest lesið Sagan að endurtaka sig í beinni Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Er leikskólinn ekki meira virði? Bryndís Björk Eyþórsdóttir Skoðun Halldór 25.01.2025 Halldór Hin heimtufreka kennarastétt Áslaug Pálsdóttir Ragnheiðardóttir Skoðun Hinn vandrataði vegur að starfslokum Ástríður Þórey Jónsdóttir Skoðun Að hengja bakara fyrir smið Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðarátak í umönnun eldra fólks Einar Magnússon ,Þráinn Þorvaldsson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hvers virði eru vísindi? Heiða María Sigurðardóttir,Erna Magnúsdóttir Skoðun Opið bréf til undirbúningskjörbréfanefndar Alþingis Jóhann Friðrik Friðriksson, Skoðun
Vinafólk sem býr í Danmörku kom í mat til okkar um daginn. Spurð fregna af gömlu nýlenduherrunum sögðu þau að danskir kunningjar þeirra á okkar aldri séu mjög uppteknir af lífeyrissjóðsmálum. Varla hafi tappinn verði tekinn af Tuborgnum þegar talið berst að lífeyrissjóðum, í hvaða lífeyrissjóð eigi að borga, hvar sé ávöxtun best og hvaða sjóður sé minnst líklegur til að stinga af með peningana til Brasilíu. Ekki veit ég hvort við Íslendingar vorum svona klárir eða heppnir þegar við ákváðum hvernig lífeyrissjóðsmálum okkar yrði skipað. Ef til vill sitt lítið af hvoru. En staðreyndin er sú að mitt ágæta vinafólk þarf ekki að hafa miklar áhyggjur af framfærslu sinni í ellinni. Íslensku lífeyrissjóðirnir standa ótrúlega vel. Til að átta sig á stærð þeirra miðað við aðrar þjóðir, er gott að líta á eignir þeirra sem hlutfall af þjóðarframleiðslu. Hjá OECD er þetta hlutfall um 27%. Hjá okkur Íslendingum er hlutfallið um 110% af þjóðarframleiðslunni. Einungis í Sviss, en þar býr víst heimsins sparsamasta og skynsamasta fólk, er þetta hlutfall hærra. Og því er spáð að innan örfárra áratuga verði eignir lífeyrissjóðanna íslensku orðnar 150% af þjóðarframleiðslunni. Lífeyririnn hækkarSamtök atvinnulífsins settu mann í að reikna út hvað við munum fá út úr þessum stóru lífeyrissjóðum okkar í framtíðinni. Í ljós kemur að hagur aldraðra mun batna jafnt og þétt, ár frá ári, næstu áratugina. Nýir lífeyrisþegar fá nú að meðaltali 80 þúsund krónur á mánuði en þessi greiðsla mun tvöfaldast á næstu 30 árum. Lífeyrissjóðirnir munu fimmfalda greiðslur sínar en ríkið mun einungis auka sínar greiðslur um helming á sama tíma. Við erum því óvanalega vel í stakk búin til að takast á við þann vanda sem fylgir því að aldraðir verða hlutfallslega fleiri í framtíðinni en nú er. Reyndar er alltaf spurning hvenær maður er orðinn gamall. Bob Hope sagði eitt sinn að maður væri orðinn gamall þegar kertin á afmælistertunni væru orðin dýrari en tertan sjálf. Danir í vandaLangflest ríki Evrópu standa frammi fyrir geigvænlegum vanda í lífeyrismálum sínum. Í vikunni var mikil umræða um þau bæði í Danmörku og Bretlandi. Samkvæmt þeim tillögum sem lagðar hafa verið fram þarf að seinka því hvenær fólk getur komist á ellilífeyri, hækka skatta og jafnvel draga úr greiðslum. Undan þessu vandamáli geta þjóðirnar ekki vikið sér því vandinn eykst með hverju árinu sem líður. Þetta eru ekki vinsælar aðgerðir og hætt við að það verði hart sótt að þeim sem reyna að koma einhverju sæmilegu skikki á þessi mál. Aðstoðarforsætisráðherra Dana spurði þjóðina hvort henni hugnaðist að skilja reikninginn fyrir velferðinni eftir í svefniherbergjum barnanna. Það er því ekki skrýtið að danskir vinir kunningja minna hafi áhyggjur af lífeyrissjóðnum sínum. Vextirnir hans TröllaEn þrátt fyrir að það sé bjart framundan í þessum málum hjá okkur þá er ekki þar með sagt að hér sé allt vandalaust. Þeir sem nú þiggja lífeyri gjalda fyrir vonda efnahagsstjórn hér á árum áður. Neikvæðir raunvextir og óðaverðbólga fóru árum saman illa með sparnað í landinu. Þegar Trölli í Landsbankanum söng um vexti og vaxtavexti og vexti líka af þeim, þá voru það ekki þeir sem lögðu fyrir sem nutu þeirra, heldur hinir sem tóku lán og þurftu ekki að borga nema lítið til baka. Margir greiddu síðan ekki í lífeyrissjóði og fyrir vikið er nú allt of stór hópur aldraðra sem býr við kröpp kjör. Rétt er þó að hafa í huga að það er líka stór hópur aldraðra sem á umtalsverðar eignir og hefur það ágætt, að minnsta kosti ekki verr en margur sem er að koma sér upp húsi og fjölskyldu. En við hljótum að geta orðið sammála um að það þurfi að bæta kjör þeirra öldruðu sem nú eru verst settir. Brúum biliðLausnin þarf að vera þannig úr garði gerð að við séum ekki að styrkja ríkt eldra fólk og einnig þarf að taka tillit til þess að á næstu árum munu lífeyrissjóðirnir bæta kjörin verulega. Eftir áratug eða svo má ætla að staða öldrunarmála verði gerbreytt. En þann áratug þurfum við að brúa þannig að vel sé. Við erum fámenn þjóð og það er hægt að skilgreina nokkuð vel þann hóp aldraðra sem við þurfum að hjálpa þangað til lífeyriskerfið tekur við. Það hefur vissulega margt áunnist í málefnum aldraðra undanfarin ár; kaupmáttur þeirra hefur aukist, eignaskattur afnuminn og verið er að bæta öldrunarþjónustu af fullum krafti. En efnahagsbatinn sem þjóðin hefur notið í ríkisstjórnartíð Sjálfstæðisflokksins gefur okkur tækifæri til að sinna þessum málum enn betur en nú er gert.