Vín í eyðimörkinni 13. apríl 2006 00:01 Bílstjórinn minn tók mér vel, þegar ég bað hann að aka mér til teppakaupmanns. Þetta var í Túnis. Mig langaði að skoða túnísk teppi og persnesk og annað slíkt, því að löndin þarna í Norður-Afríku og Vestur-Asíu eru annáluð teppagerðarlönd. Við höfum engin persnesk teppi hér, sagði bílstjórinn. Ég hváði. Hann spurði á móti: hvers vegna skyldum við flytja inn teppi frá útlöndum, þegar við getum framleitt þau sjálfir hér heima? Ég þóttist sjá, að það borgaði sig varla að reyna að koma bílstjóranum í skilning um gildi og gagnsemi erlendra viðskipta; til þess þyrfti trúlega fleiri bíltúra en ég hafði ráðgert á þeim stutta tíma, sem ég hugðist eyða í landinu. Hann virtist óhagganlegur og handviss í sinni sök. Það er skemmst frá því að segja, að það reyndist lítið spunnið í teppin þarna í Túnis, þau eru miklu grófari en fín persnesk teppi eða kínversk og standa þeim hvergi á sporði. Innflutningur víns er einnig bannaður í Túnis, ekki af trúarástæðum eins og til dæmis í nágrannalöndunum Alsír og Líbíu, heldur af sömu ástæðu og teppainnflutningurinn er bannaður: við framleiðum vín, sögðu þeir, svo hvers vegna skyldum við þá sækja vín til annarra landa? Ég þekkti þetta viðhorf að heiman. Vandinn er sá, og það gat ég ekki með nokkru móti fengið mig til að segja heimamönnum, að það er ekkert varið í vínið þeirra heldur. Ein tegund eða tvær eru sæmilegar, aðrar ekki. Þeir framleiða vínið einkum handa ferðamönnum, en drekka það einnig sjálfir. Túnis er þrátt fyrir þráfelldan skort á frelsi og lýðræði í stjórnmálum einna frjálslegast landanna eftir endilangri norðurströnd Afríku alla leið að Egyptalandi og laðar til sín evrópska ferðamenn í stórum stíl. Fáir ferðamenn með fullu viti myndu hætta sér til Alsír eða Líbíu eins og ástandið er þar og vínbannið. Málið er þetta: innflutningshöft bitna á gæðum þeirrar innlendu framleiðslu, sem höftunum er ætlað að vernda, og hleypa upp verði hennar á heimamarkaði að auki. Hvers vegna ætli það sé engin íslenzk matstofa á Manhattan? þeim bletti heimsins, þar sem fólk úr nánast öllum hornum heimsins heldur úti veitingahúsum. Og hvers vegna ætli það sé ekki heldur nein norsk matstofa á Manhattan? þótt þar sé að finna bæði danskan mat og sænskan já, og bútanskan, tíbezkan og nepalskan, það er næstum sama hvað nefnt er. Langvinnar innflutningshömlur á búvörumarkaði hér heima og í Noregi langt umfram önnur Evrópulönd hafa haldið matargerðinni bæði hér og í Noregi í þvílíkum viðjum, að það er varla viðskiptagrundvöllur undir íslenzkum veitingarekstri eða norskum í öðrum löndum; matstofan góða Reykjavík í Prag er undantekning. Hér höfum við kannski líka skýringuna á því, hvers vegna listi Jónasar Kristjánssonar veitingarýnis og ritstjóra yfir skástu veitingahúsin í Reykjavík er jafnrýr og raun ber vitni. Í tuttugu efstu sætum listans er að finna aðeins eitt veitingahús við Laugaveginn, sjálfa lífæð höfuðborgarinnar. Þegar Finnar og Svíar gengu inn í Evrópusambandið fyrir ellefu árum, lækkaði matarverð í báðum löndunum til muna í krafti aukinnar samkeppni sunnan að úr álfunni. Kaupmáttur heimilanna jókst til muna fyrir vikið, og atvinnuleysi minnkaði. Íslendingar og Norðmenn geta átt von á sams konar búhnykk og meira til, ef þeir ganga einnig inn í sambandið. Við getum reiknað með stórfelldri lækkun matvælaverðs eins og Finnar og Svíar urðu aðnjótandi. Og við getum einnig átt von á því, að gæði matarins á borðum landsmanna aukist, og það mun lyfta lífskjörum þjóðarinnar enn hærra en verðlækkun matvæla ein sér myndi megna að gera. Meiri, fjölbreyttari, ódýrari og betri matur myndi blása nýju lífi í innlenda matargerð og búa til grundvöll undir gagnkvæma útrás íslenzkra matargerðarmanna á erlend mið. Vínið á borðum landsmanna verður þá einnig betra og ódýrara eins og önnur matvara. Einmitt þetta hefur gerzt bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Áfengis- og tóbaksverzlun Svía (Systembolaget) fékk að vísu að halda lífi eftir inngöngu þeirra í Evrópusambandið samkvæmt sérstöku samkomulagi, en einokun fyrirtækisins var afnumin. Sænskum veitingahúsum er nú frjálst að kaupa drykkjarföng af hverjum sem er. Það er mikil búbót handa gestum veitingahúsanna. Vínsölumálin hér heima, þar á meðal úrval og verðlagning víns á veitingahúsum, komast varla í heilbrigt horf, úr því sem komið er, nema við göngum inn í Evrópusambandið. Reynslan að utan varðar veginn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Þorvaldur Gylfason Mest lesið „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er sjávarútvegur einkamál kvótakónga? Finnbjörn A. Hermannsson Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Ísland er ekki stjórntækt með verðtryggingu? Örn Karlsson Skoðun Ó Palestína Arnar Eggert Thoroddsen Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun Að þora að stíga skref Magnús Þór Jónsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun
Bílstjórinn minn tók mér vel, þegar ég bað hann að aka mér til teppakaupmanns. Þetta var í Túnis. Mig langaði að skoða túnísk teppi og persnesk og annað slíkt, því að löndin þarna í Norður-Afríku og Vestur-Asíu eru annáluð teppagerðarlönd. Við höfum engin persnesk teppi hér, sagði bílstjórinn. Ég hváði. Hann spurði á móti: hvers vegna skyldum við flytja inn teppi frá útlöndum, þegar við getum framleitt þau sjálfir hér heima? Ég þóttist sjá, að það borgaði sig varla að reyna að koma bílstjóranum í skilning um gildi og gagnsemi erlendra viðskipta; til þess þyrfti trúlega fleiri bíltúra en ég hafði ráðgert á þeim stutta tíma, sem ég hugðist eyða í landinu. Hann virtist óhagganlegur og handviss í sinni sök. Það er skemmst frá því að segja, að það reyndist lítið spunnið í teppin þarna í Túnis, þau eru miklu grófari en fín persnesk teppi eða kínversk og standa þeim hvergi á sporði. Innflutningur víns er einnig bannaður í Túnis, ekki af trúarástæðum eins og til dæmis í nágrannalöndunum Alsír og Líbíu, heldur af sömu ástæðu og teppainnflutningurinn er bannaður: við framleiðum vín, sögðu þeir, svo hvers vegna skyldum við þá sækja vín til annarra landa? Ég þekkti þetta viðhorf að heiman. Vandinn er sá, og það gat ég ekki með nokkru móti fengið mig til að segja heimamönnum, að það er ekkert varið í vínið þeirra heldur. Ein tegund eða tvær eru sæmilegar, aðrar ekki. Þeir framleiða vínið einkum handa ferðamönnum, en drekka það einnig sjálfir. Túnis er þrátt fyrir þráfelldan skort á frelsi og lýðræði í stjórnmálum einna frjálslegast landanna eftir endilangri norðurströnd Afríku alla leið að Egyptalandi og laðar til sín evrópska ferðamenn í stórum stíl. Fáir ferðamenn með fullu viti myndu hætta sér til Alsír eða Líbíu eins og ástandið er þar og vínbannið. Málið er þetta: innflutningshöft bitna á gæðum þeirrar innlendu framleiðslu, sem höftunum er ætlað að vernda, og hleypa upp verði hennar á heimamarkaði að auki. Hvers vegna ætli það sé engin íslenzk matstofa á Manhattan? þeim bletti heimsins, þar sem fólk úr nánast öllum hornum heimsins heldur úti veitingahúsum. Og hvers vegna ætli það sé ekki heldur nein norsk matstofa á Manhattan? þótt þar sé að finna bæði danskan mat og sænskan já, og bútanskan, tíbezkan og nepalskan, það er næstum sama hvað nefnt er. Langvinnar innflutningshömlur á búvörumarkaði hér heima og í Noregi langt umfram önnur Evrópulönd hafa haldið matargerðinni bæði hér og í Noregi í þvílíkum viðjum, að það er varla viðskiptagrundvöllur undir íslenzkum veitingarekstri eða norskum í öðrum löndum; matstofan góða Reykjavík í Prag er undantekning. Hér höfum við kannski líka skýringuna á því, hvers vegna listi Jónasar Kristjánssonar veitingarýnis og ritstjóra yfir skástu veitingahúsin í Reykjavík er jafnrýr og raun ber vitni. Í tuttugu efstu sætum listans er að finna aðeins eitt veitingahús við Laugaveginn, sjálfa lífæð höfuðborgarinnar. Þegar Finnar og Svíar gengu inn í Evrópusambandið fyrir ellefu árum, lækkaði matarverð í báðum löndunum til muna í krafti aukinnar samkeppni sunnan að úr álfunni. Kaupmáttur heimilanna jókst til muna fyrir vikið, og atvinnuleysi minnkaði. Íslendingar og Norðmenn geta átt von á sams konar búhnykk og meira til, ef þeir ganga einnig inn í sambandið. Við getum reiknað með stórfelldri lækkun matvælaverðs eins og Finnar og Svíar urðu aðnjótandi. Og við getum einnig átt von á því, að gæði matarins á borðum landsmanna aukist, og það mun lyfta lífskjörum þjóðarinnar enn hærra en verðlækkun matvæla ein sér myndi megna að gera. Meiri, fjölbreyttari, ódýrari og betri matur myndi blása nýju lífi í innlenda matargerð og búa til grundvöll undir gagnkvæma útrás íslenzkra matargerðarmanna á erlend mið. Vínið á borðum landsmanna verður þá einnig betra og ódýrara eins og önnur matvara. Einmitt þetta hefur gerzt bæði í Finnlandi og Svíþjóð. Áfengis- og tóbaksverzlun Svía (Systembolaget) fékk að vísu að halda lífi eftir inngöngu þeirra í Evrópusambandið samkvæmt sérstöku samkomulagi, en einokun fyrirtækisins var afnumin. Sænskum veitingahúsum er nú frjálst að kaupa drykkjarföng af hverjum sem er. Það er mikil búbót handa gestum veitingahúsanna. Vínsölumálin hér heima, þar á meðal úrval og verðlagning víns á veitingahúsum, komast varla í heilbrigt horf, úr því sem komið er, nema við göngum inn í Evrópusambandið. Reynslan að utan varðar veginn.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun